Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 16
68 Kópaskeri. 1974 er keyptur 407 lesta skuttogari frá Flekkefjord í Noregi. Var Björgvin kominn þar „aftur". Þegar Aðalsteinn Loftsson selur pólska togarann Baldur 1974/ 1975 þá var ákveðið að Ú.D. tæki að sér að brúa það bil sem varð í hráefnisöflun og þar með atvinnu- málum staðarins. Því var ákveðið að kaupa nýtt skip. Samið var við Slippstöðina á Akureyri. Til að flýta afgreiðslu var um það samið að skipasmíðastöðin í Flekkefjord smíðaði skrokkinn en Slippstöðin sá um niðursetningu tækja og endanlegan frágang. Kemur Björg- úlfur EA 312 til heimahafnar í apríl 1977, 424 lestir að stærð. Var hann þrem metrum lengri en Björgvin. Útgerðin hefur á heild- ina litið gengið áfallalítið og skipin verið hinar mestu happafleytur. 1986 voru framkvæmdar miklar endurbætur á Björgúlfi í Hollandi og eftir það er skipið mun öflugra veiðiskip. Skipstjóri á Björgúlfi erSigurður Haraldsson. í árslok 1986 er samið um smíði á skipi fyrir félagið við norsku stöðina í Flekkefjord og jafnframt um samið að „gamli" Björgvin sé lagður upp í þau kaup. Sigldi sá „gamli" í hinsta sinn frá eigendum ÆGIR sínum á Dalvík 8. júlí 1988, áleiðis til Noregs. Kom svo nýja skipið, Björgvin EA 311, til heimahafnar 26. júlí s.l. í mígandi rigningu. Glæsilegt nýtískulegt skip, 499,8 br. lestir, 51 m að lengd. Togarinn er með frystilest og upphaflega hugsaður sem bæði ísfisk- og frystitogari með heilfrystingu á karfa og grá- lúðu í huga. Síðan hefur orðið verulegt verðfall á grálúðu og karfa og hefur togarinn þess vegna aðeins farið einn túr á frystingu. En möguleikarnir eru fyrir hendi ef aðstæður á mörkuðum breytast. Skipstjóri á Björgvin er Vigfús jóhannesson og stjórnar hann nú þessu mesta skipi Dalvíkinga. Af rúmlega 6 þúsund tonna afla beggja togaranna 1988 var 5.100 tonnum landað í heimahöfn. Framkvæmdastjóri Ú.D. er Valdimar Bragason. Sæplast Sæplast hf. hefur starfað á Dal- vík frá 1984 er það var keypt úr Garðabæ. Nokkrir framtakssamir einstaklingar stóðu að þessum kaupum og nutu liðssinnis Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar. Fram- leidd voru fiskker úr plasti og er svo enn. Framan af var fyrirtækið í Vanir menn v/ð flatningu. 2/89 tæplega 300 ferm. leiguhúsnæði- Framleiðslan líkaði vel og sú þróun að nota kerin ruddi sér til rúms. Dafnaði félagið hratt. Flutti það starfsemi sína í eigið húsnæði 19. júní 1987. Var nýja húsið þegar of lítið og því strax haldið áfram að byggja við það. Starf- semin við plastkerin og brettin, sem fyrirtækið framleiðir, er öll ' þessu húsi, sem er um 1.600 ferm- að grunnfleti. Þar eru vinnslusalir, verkstæði, lager og skrifstofur. 1987 kaupir Sæplast fyrirtækið Börk hf. í Hafnarfirði. Markmiðið með þeim kaupum var fyrst og fremst að renna styrkari stoðum undir rekstur Sæplasts. Þá starf- semi sem keypt var í Hafnarfirði rekur Sæplast nú á Akureyri og eru þar framleiddar húseiningar, svo og kæli- og frystiklefar. Nú eru starfsmenn Sæplasts hf- 20 talsins. Á Dalvík eru fram- leiddar 5 stærðir af fiskkerum, frá 380-1000 lítra. Nokkrar gerðir eru og framleiddar af brettum- Yfirleitt hefur þessi vara líkað vel, enda til hennar vandað. Hjá fyrirtækinu hefur markvisst verið unnið að vöruþróun frá upp' hafi í nánu samráði við aðila ' sjávarútveginum. Aflað hefur verið markaða erlendis og er það starf í fullum gangi, og hefur verið frá 1985. Verð og gæði framleiðslunnar eru fyllilega sambærileg við aðra- Meðan innanlandsmarkaðurinn var að taka við sér voru langir bio- listar eftir vörunum. Nú heiUf þetta jafnast, enda erfiðleikar með peninga í flestum greinum sjávar- útvegsins. Vörur fyrirtækisins hafa verið kynntar á sýningum erlendis og hafa Sæplastvörur verið seldar tn Færeyja, Grænlands, Kanada, austurstrandar Bandaríkjanna og nú í seinni tíð er Evrópa vaxana' markaður. Þá hefur nýlega verið selt til Afríku, Ástralíu og Nýi'1 Sjálands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.