Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 18
70 ÆGIR 2/89 Blika hf. Bræðurnir Ottó og Matt- hías Jakobssynir og Ægir Þorvalds- son og konur þeirra. Hófu þau útgerð á 20 tonna eikarbáti, Blika EA 12. Hóf félagið fiskverkun í nýju húsi sem það reisti 1972 við Ránarbraut. Fyrir 2 árum tók Bliki svo í notkun nýtt hús á athafna- svæði sínu og er það tvílyft að hálfu. Þar er skrifstofa fyrirtækis- ins, viðgerðaraðstaða eða verk- stæði fyrir báta og vélar, og þjón- ustuverkstæði fyrir net, víra o.þ.h. auk vinnusalar. Samtals eru húsin um 1.700 ferm. að grunnfleti. Frá upphafi eru Blikarnir orðnir 4. Auk þess á fyrirtækið Bjarma EA 13, 51 lesta stálbát er það keypti 1986. Bliki nr. 2 var 50 lesta eik- arbátur. 1980 var keyptur 3. Blikinn, 148 lesta stálbátur. Var hann yfirbyggður 1985. I október s.l. kom svo til heima- hafnar frystitogskipið Bliki, sem er 216 lestir. Eldri stálbáturinn var seldur og tekinn upp í fyrir hann Úr vinnslusal Sæplasts. annar, Arnar ÁR 55, sem síðan var settur upp í kaupin á nýja togskip- inu, sem smíðað er í Svíþjóð. Þeir Blikamenn hafa verkað mest í salt og skreið. Á seinni árum er það nær eingöngu skreið á ítalíumarkað sem verkuð hefur verið á Dalvík. Þykir skreiðin sem verkuð er norðanlands mun betri vara en víðast annars staðar frá- Kannski á veðráttan einhvern hlut í því. Á s.l. ári vartekið í notkun ífisk- húsi Blika hf. svokallað sprautu- söltunarkerfi við verkun á saltfiski- Sparar það vinnu og þykir gefa mun betri vöru. Fáir munu vera með þessa nýjung, enn sern komið er hérlendis. Frystiskip félagsins er fyrst og fremst gert til að frysta rækju, karfa og grálúðu. Hefur það verið a rækjuveiðum síðan það kom til landsins og stærri rækjan seld til Japans. Eftir áramótin hefur veiði verið afar dræm, enda tíðarfarið með eindæmum rysjótt. Ottó Jakobsson, sem er fram- kvæmdastjóri Blika hf., er ásarnt félögum sínum, áhugamaður um að koma á útflutningi sjávarafurða beint frá Norðurlandi. Er í deigl' unni að Fiskmiðlun Norðurlandsa Dalvík taki þetta að sér og mein- ingin er að far? af stað sem allra fyrst. ítalíuskreið var t.a.m. flutt út frá Norðurlandi fyrir um 400 miHJ- króna á s.l. ári. Bliki hf. á stóran hlut í Sæplasti hf. og einnig í fiskeldisfyrirtækinu Ölni sem er með strand- og kvía- eldi á staðnum. Horfa menn vneo bjartsýni til fiskeldimálanna °8 hafa aukið reksturinn ár frá ári, °í stefna hærra. Á árinu 1988 voru fluttar út frá Ölni hf. um 30 lestir af ferskum laxi beint á Ameríkumarkað °§ áætlað er að á þessu ári verði slátrað rúmum 100 tonnum af la*1 hjá fyrirtækinu. Hjá Ölni hf. erU um 3 heilsársstörf. Hjá Blika voru á s.l. ári hengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.