Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Síða 20

Ægir - 01.02.1989, Síða 20
72 ÆGIR 2/89 Oturinn, EA 162 var 24 tonna eik- arbátur. Hann er seldur um ára- mótin 1980/1981 Símoni Páli Steinssyni og verður áfram á Dal- vík sem Stefán Rögnvaldsson. 1980 kaupir fyrirtækið Búa EA 100 af Stefáni Stefánssyni Dalvík og verður hann næsti Otur með sama númeri og fyrr, 47 tonna stálbátur, smíðaður á Seyðisfirðí 1970. í honum var skipt um vél, báturinn lengdur, rafmagnslögn breytt og lest búin fyrir fiskker 1986. Þannig verður Otur EA 162 57 tonna bátur. 1975 kaupir fyrirtækið hluta af fiskhúsi Röðuls hf. Áður hafði það verkað fisk í leiguhúsnæði. Er hér sem víðast annars staðar verkað aðallega í salt og skreið. Byggðu Otursmenn við hús sitt upp úr 1980 og þannig hafa þeir í dag húsnæði upp á'um 850 ferm. að grunnfleti og að auki loft um 200 ferm. Otur hefur eingöngu stundað neta- og rækjuveiðar. Framkvæmdastjóri er Cunn- laugur J. Gunnlaugsson. Afli 1988 Otur EA bolf. 437tonn rækja 75 tonn Verkað í húsinu: bolf. 517 tonn Rán Útgerðarfyrirtækið Rán hf. var stofnsett 12. jan. 1980 af mönnum sem verið höfðu á stærri skipum, eins og er um fleiri fyrirtæki í þess- ari grein á staðnum. Eigendur Ránar eru þau Eiríkur Ágústsson, Gunnþór Sveinbjörnsson, Gunnar Þórarinsson og konur þeirra. Keyptu þau 61 lesta eikarbát, Sæljón EA 55 og hófu fiskverkun í leiguhúsnæði. í desember 1985 keypti fyrirtækið 91 lesta stálbát, Snænes EA 75. 19. okt. 1987 kem- ur nýtt stálskip, sem smíðað var í Svíþjóð, til heimahafnar á Dalvík, Snænes EA 75. Er það 110 lesta togskip með skutrennu. Gamla Snænesið var lagt upp í kaupin á því nýja. Réðst nú Rán hf. í húsbyggingu undir fiskvinnslu sína og útgerð. Á sjómannadaginn 1981 var fyrsta skóflustungan tekin að 670 ferm. húsi við Ránarbraut, að sjálf- sögðu. Þar hefur félagið athafnað sig síðan. Fyrstu ár félagsins var saltfiskverkun nær eingöngu yfir veturinn og skreiðarverkun kom til síðar. Þegar Nígeríumarkaðurinn lokaðist var farið að verka á Ítalíu, eins og víðast annars staðar. Nú skiptist vinnslan nokkuð jafnt milli þessara tveggja greina. Fyrsti bátur Ránar hf. - Sæljónið, fórst úti af Eyjafirði 5. október sl. Mannbjörg varð. Mannafli fyrirtækisins var á sl. ári 14-15 á bátunum og 10-12 í landi. Framkvæmdastjóri er Gunnþór Sveinbjörnsson. Afli 1988: Sæljón EA Bolf. 160 tn. Rækja 36 tn. Sænes EA bolf. 442 tn. (þar af erlendis 100 tn.) rækja 101 tn. Vinur sf. Þetta útgerðarfyrirtæki settu á fót bræðurnir Sverrir og Vigfús Sveinbjörnssynir ásamt fjöl- skyldum sínum kringum 1973. Byggðu þau fiskverkunarhús um svipað leyti sem er 330 ferm. að stærð. Gerði fyrirtækið út Vin EA 80, fyrst 15 lesta eikarbát sem síðar var stækkaður upp í 30 tonna trébát. Verkað var að mestu leyti í salt. Bræðurnir féllu frá, báðit langt um aldur fram, og var bátur- inn seldur 1983 eftir lát Sverris. Þeir bræður voru harðduglegk sjómenn og svo er um marga úr fjölskyldunni. Lá svo starfsenii félagsins niðri um fjögurra ára skeið. Var húsnæðið þá leig1 Sæplasti hf. sem var að hefja rekstur sinn. í ársbyrjun 1988 fer fyrirtækið að verka fisk aftur og er Svein- björn, sonur Sverris heitins, þar forsvarsmaður. Kom hann í land at Heildarafli þar sem hann var tekinn til hagnýtingar. Slægt m/haus. 1942 tonn 1985 1945 1805 1950 3.299 1955 3.165 1960 3.375 1965 2.398 1970 3.601 1975 6.004 1980 11.528 1982 12.372 1983 9.697 (Heimild: Tölfrædihandbók Hagstofu Isl.l Utgerð frá Dalvík: 1982: 4 togarar frá 262-450 br.lestir 10 bátar frá 6-148 br.lestir 40 trillur. 1988: 5 togarar frá 216-499 br.lestir 7 bátar frá 6-131 br.lestir 51 trilla. (Heimild: Haínarvöröur). millj. kr AFLAVERÐMÆTIÁ DALVlK 1979-1986

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.