Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1989, Qupperneq 22

Ægir - 01.02.1989, Qupperneq 22
74 ÆGIR 2/89 Segir þetta nokkuð um vöxt fyrir- tækisins. Þótt skuggalega horfi nú um hríð með markaðinn í Þýska- landi t.d. heldur uppbygging áfram af fullum krafti. Þess má geta að fyrirtækið keypti um 370 tonn af litur á sl. ári. Fyrsta starfsárið var velta fyrir- tækisins 11 millj. króna, 1987var hún 21 millj. króna og útlit er fyrir að ársveltan 1988 verði 40 til 45 millj. króna. Það er enginn barlómur í þeim Pólstjörnumönnum enda hefur fyrirtækið byggst upp á áhuga og dugnaði eigendanna og þeirra er vinna hjá því. Ársstörf eru um 12. Jón Tryggvason er framkvæmda- stjórinn. Trillurnar Trillueign Dalvíkinga hefurætíð verið mikil og hafa þær löngum borið drjúgan afla að landi. Um 50 trillur eða smábátar eru nú í eign Dalvíkinga, flestar eru litlar og hafa margir þær sér til gamans og upplyftingar eins og víðar. Á síðasta ári báru þessir bátar að landi um 200 tonn fisks. Nokkrir eru á þessum litlu bátum og hafa aðalatvinnu af, enda skiluðu þeir meginhluta þessa afla í land. Má þar til nefna Stefán Stefánsson á Búa, sem er 6 tonna bátur. Stefán er skipstjóri að mennt og var fyrrum með stór skip. Lengst hefur hann þó „kalkað" einn á Búa sínum. Prýða þeir „félagar" forsíðu þessa blaðs og fer vel á því. Þá má nefna Hjálmar Randversson á ísborgu og Þorvald Baldvinsson á Sindra. Þessum þrem er það sameiginlegt að vera helst einir í glímunni við Ægi. Allt harðduglegir sjómenn og aflamenn. Svo koma smærri „trillu- karlar" og áhugamenn. Það er oft líflegt við smábátahöfnina á vorin og sumrin, raunar fram eftir hausti og þessi þáttur bæjarlífsins er alveg ómissandi. Hrognkelsaveiði hefur verið stunduð frá Dalvík í áraraðir, en útgerðum farið fækkandi. Á árinu er leið stunduðu þessar veiðar nær eingöngu tveir bræður og var afli þeirra 36,5 tunnur af hrognum. Rétt þykir að geta þess að fáeinir einstaklingar verka hákarl í smáum stíl og væri það miður ef sú verkun legðist af. Vonandi halda þorrablótin þeirri hefð við áfram. En ekki gera menn lengur út á þennan fisk frá Dalvík sérstak- lega. Kemur hann allur af togurun- um. Smæstu trillurnar leggja afla sinn gjarnan inn í fiskhús kaup- félagsútibúsins, ekki fyrstihúsið- Þetta er sérstök móttaka þar sem fiskur er unnin til sölu í verslun- um, eins konar fiskbúð. Einn maður starfar þar og tók hann a móti um 15,6 tonnurn á sl. ári. Eitt fiskhús er óupptalið hér. Það er Fiskiðja Hallgríms Antons- sonar. Hefur hann verkað harðfisR um nokkurra ára skeið og selur þetta góðgæti undir nafninn Anton. Fer það víða um land. Þa hefur Hallgrímur framleitt gæln- dýrafóður og selt til Evrópu 1 smáum stíl. Fær hann hráefni ta sinnar vinnslu í öðrum fiskhúsum og því eru engar vinnslutölur settar hér. Ekki bara saltfiskur Þó atvinnulífið á Dalvík snúist mest um fisk og nýtingu hans fer fjarri að „lífið í bænum sé bara saltfiskur." Öll þau umsvif sem rakin hafa verið hér að framau kalla á þjónustu. Oft á tíðum mikla þjónustu. Á Dalvík eru mörg ágæt fyrirtæki í þeirri grein- Má þar til nefna nokkur, svo sem glæsilegt bakarí, verslanir, iðnfyr' irtæki, svo sem tré- og járnsmíða- verkstæði, rafverkstæði o.fl. sem öll þjóna flotanum og öðrum dygg1' lega, - apótek og góða heilsU' gæslu, öfluga bókhaldsskrifstotu og síðast en ekki síst öflugan sparl' sjóð. Enginn banki er á Dalvík o% finnst það mörgum undarlegt. Sparl' sjóður Svarfdæla verður 105 ára 3 þessu ári. Hann stofnuðu heima' menn af framsýni og þjónar hanu Dalvíkingum ennþá. Hefur han11 eflst mjög með byggðarlaginu þjónar flestum ef ekki öllu'11 greinum atvinnulífsins dyggileg3- Á vegum bæjarfélagsins er, eiu5 og gefur að skilja, mikil starfsem1 því bærinn hefur vaxið ört. B*jar félagið er kröftugt og er með óh Lífið er líka saltfiskur hjá Rán hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.