Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1989, Page 24

Ægir - 01.02.1989, Page 24
76 ÆGIR 2/89 Trausti Þorsteinsson: Sjávarútvegsfræðsla á Dalvík Frá árinu 1981 hefur farið fram skipstjórnarfræðsla við Dalvíkur- skóla og er stýrimannadeildin starf- rækt sem framhaldsdeild við grunn- skólann. Góð aðstaða er til að taka á móti nemendum því við skólann er starfrækt heimavist. Flestir nemendanna koma frá Norðurlandi, allt frá Hrútafirði austur á Langanes en á þessu skólaári eru 3 nemendur utan þessa svæðis. Til að byrja með var stýrimannadeildin starfrækt í nánu samstarfi við Stýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifuðust nem- endur þaðan. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust vorð 1982 og hefur alls 81 nemandi lokið 1. stigs prófi við skólann frá upphafi. Árið 1987 fékk skólinn heimild menntamálaráðuneytisins til að starfrækja 2. stig og jafnframt að annast útskrift. Þá um haustið hófu 20 nemendur nám á 1. stigi en 13 nemendur á 2. stigi. í vetur eru 33 nemendur við nám, 14 á 1. stigi og 19 á 2. stigi. Aðalkennarar deildarinnar eru Júlíus Kristjáns- son sem verið hefur umsjónar- maður með 1. stigi allt frá upphafi og Sigurbjörn Ólason sem ráðinn var að skólanum eftir að heimild fékkst fyrir 2. stig. Vorð 1988 var brotið blað í sögu Dalvíkurskóla en þá útskrif- uðust fyrstu skipstjóraefnin frá skólanum, 19 nemendur af 1. stigi með 200 tonna skipstjórnarrétt- indi og 11 nemendur af 2. stigi með fiskimannspróf. Við þetta tækifæri var skólanum sýndur ýmiss konar virðingarvottur, bæði með viðurkenningum til nemenda og þá afhenti Jónas Þorsteinsson fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins skól- anum Ijósritað eintak af fyrstu íslensku siglingafræðinni. Þetta er handskrifuð bók, gerð af Einari Ásmundssyni bónda í Nesi á Sval- barðsströnd en hann var frum- kvöðull í sjómannafræðslu á Norðurlandi á síðustu öld. í haust var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir deildina og er það á efstu hæð Ráðhússins á Dalvík en það er staðsett í miðju bæjarins og er mjög gott útsýni þaðan yfir höfnina og má því segja að nem- endur séu í hringiðu athafnalífsins á Dalvík. Á síðasta ári var átak gert í því að búa skólann sem best tækjum og gáfu fyrirtæki á Dalvík allan tækjabúnað til skólans. Er þáverandi menntamálaráðherra kom í heimsókn til Dalvíkut afhentu útgerðarfyrirtæki á Dalvík og Sparisjóður Svarfdæla ráðherra gjafabréf fyrir tækjabúnaði að verðmæti um 1 milljón króna og skyldi það verða vísir að sjávarút- vegsskóla á Dalvík á framhalds- skólastigi. Með þessari gjöf vildu fyrirtækin sýna hug sinn til þess starfs sem unnið hefði verið 1 skipstjórnarfræðslu á Dalvík eu hún hefur breytt miklu hvað

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.