Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 26
78 ÆGIR 2/89 Dr. Jakob Magnússon: Um úthafskarfa Nú virðist sem vaknað hafi aftur áhugi hjá ýmsum hér á landi á úthafskarfa. Þykir því ekki úr vegi að draga fram nokkrar upplýsingar um þennan stof n. Rannsóknir og aðdragandi veiða Það var ekki fyrr en seint á fimmta áratug þessarar aldar (1949) að seiðarannsóknir í Grænlandshafi gáfu til kynna, að fullorðinn karfi kynni að vera í úthafinu a.m.k. til að gjóta. Lítið var aðhafst í þessum málum en íslenskar og þýskar seiðarann- sóknir á árunum 1961 og 1962 leiddu í Ijós, að víðáttumikil got- svæði voru í austanverðu Græn- landshafi. En íslendingar gerðu þó árið 1960 fyrstu tilraun til að veiða karfa íflotvörpu íúthafinu, en án árangurs. I fjölþjóðarannsóknum, þ.á m. með þátttöku íslendinga, árið 1963 veiddist karfi á handfæri í Grænlandshafi og sama ár fékkst staðfest með handfæraveiðum frá veðurskipinu Alfa, að karfi hélt til í Grænlandshafi árið um kring. Árin 1962 og 1963 reyndu Sovétmenn veiðar með flotvörpu í Grænlandshafi og staðfestu frekar, að karfi fannst á nokkrum stöðum í Grænlandshafi en afl- inn var aðeins 76 fiskar í 73 togum. Á árunum 1972-1975 (einkum 1972 og 73) gerðu íslendingar allvíðtækar veiðitilraunir með flotvöru á r/s Bjarna Sæmunds- syni ÍGrænlandshafi. Karfi fékkst í flestum togum víða í Grænlands- hafi, að vori einkum í því austan- verðu, en að hausti til í því vest- anverðu. Þótt nokkur afli fengist í þessum tilraunum, þótti hann ekki nægjanlegur til að fýsilegt þætti til veiða. Auk þess var úthafskarf- inn mjög sýktur af sníkjudýrum, t.d. Sphyrion lumpi krabhanum. Rýrði það mjög nýtingu aflans og dró úr áhuga á veiðum. Einsýnt þótti, að hér væri þó um mikið magn af karfa að ræða, þótt hann stæði ekki nægjanlega þétt til að gefa góðan afla, þegar til- raunimar voru gerðar. Ennfremur var álitið, að sú flotvarpa, sem r/s Bjarni Sæmundsson réði vel við, væri of lítil til að gefa marktæka veiði í dreifðum fiski og tilraun- unum var því hætt. Þegar í upphafi þessara til- rauna virtist Ijóst að hér væri um sérstakan úthafsstofn að ræða. Seinna var frekari stoðum rennt undir þetta með seiðarann- sóknum íslendinga og rann- sóknum Vestur-Þjóðverja á ful'- orðnum fiski. í tilraunaveiðum sínum með svokallaðri „rópa vörpu, sem stækkaði op flotvörp- unnar allt að 100%, náðu Þjóð- verjar 2—3 tonnum pr. klst. áriö 1977. Reglulegar veiðar hófust hinS vegar ekki úr þessum stofni fyrr en með veiðum Sovétmanna áriö Úthafskaríi med sníkjudýrinu Sphyrion lumpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.