Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1989, Page 26

Ægir - 01.02.1989, Page 26
78 ÆGIR 2/89 úthafskarfa Dr. Jakob Magnússon: Um Nú virðist sem vaknað hafi aftur áhugi hjá ýmsum hér á landi á úthafskarfa. Þykir því ekki úr vegi að draga fram nokkrar upplýsingar um þennan stofn. Rannsóknir og aðdragandi veiða Það var ekki fyrr en seint á fimmta áratug þessarar aldar (1949) að seiðarannsóknir í Grænlandshafi gáfu til kynna, að fullorðinn karfi kynni að vera í úthafinu a.m.k. til að gjóta. Lítið var aðhafst í þessum málum en íslenskar og þýskar seiðarann- sóknir á árunum 1961 og 1962 leiddu í Ijós, að víðáttumikil got- svæði voru í austanverðu Græn- landshafi. En íslendingar gerðu þó árið 1960 fyrstu tilraun til að veiða karfa í flotvörpu í úthafinu, en án árangurs. I fjölþjóðarannsóknum, þ.á m. með þátttöku íslendinga, árið 1963 veiddist karfi á handfæri í Grænlandshafi og sama ár fékkst staðfest með handfæraveiðum frá veðurskipinu Alfa, að karfi hélt til í Grænlandshafi árið um kring. Árin 1962 og 1963 reyndu Sovétmenn veiðar með flotvörpu í Grænlandshafi og staðfestu frekar, að karfi fannst á nokkrum stöðum í Grænlandshafi en afl- inn var aðeins 76 fiskar í 73 togum. Á árunum 1972—1975 (einkum 1972 og 73) gerðu íslendingar allvíðtækar veiðitilraunir með flotvöru á r/s Bjarna Sæmunds- syni í Grænlandshafi. Karfi fékkst í flestum togum víða í Grænlands- hafi, að vori einkum í því austan- verðu, en að hausti til í því vest- anverðu. Þótt nokkur afli fengist í þessum tilraunum, þótti hann ekki nægjanlegur til að fýsilegt þætti til veiða. Auk þess var úthafskarf- inn mjög sýktur af sníkjudýrum, t.d. Sphyrion lumpi krabbanum. Rýrði það mjög nýtingu aflans og dró úr áhuga á veiðum. Einsýnt þótti, að hér væri þó um rnikið magn af karfa að ræða, þótt hann stæði ekki nægjanlega þétt til að gefa góðan afla, þegar til- raunirnar voru gerðar. Ennfremur var álitið, að sú flotvarpa, sem r/s Bjarni Sæmundsson réði vel við. væri of lítil til að gefa marktæka veiði í dreifðum fiski og tilraun- unum var því hætt. Þegar í upphafi þessara til- rauna virtist Ijóst að hér væri um sérstakan úthafsstofn að ræða- Seinna var frekari stoðum rennt undir þetta með seiðarann- sóknum íslendinga og rann- sóknum Vestur-Þjóðverja á full' orðnum fiski. í tilraunaveiðum sínum með svokallaðri „rópa' vörpu, sem stækkaði op flotvörp- unnar allt að 100%, náðu Þjóð- verjar 2-3 tonnum pr. klst. árið 1977. Reglulegar veiðar hófust hins vegar ekki úr þessum stofni fyrr en með veiðum Sovétmanna árið Úthafskarfi með sníkjudýrinu Sphyrion lumpi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.