Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Síða 30

Ægir - 01.02.1989, Síða 30
82 ÆGIR 2/89 I nýlegum athugunum Færey- inga voru að jafnaði 19% sýkt af Sph. lumpi og sýkingin var tíðari hjá hrygnum. Þessi sýking í úthafskarfanum rýrir vissulega nýtingu hans í vinnslu til frystingar. Vinnslutil- raun sem var gerð 1972 gaf 21,4% nýtingu en eðlileg nýting hefði átt að vera um 27,5% miðað við stærð karfans. Að jafnaði er úthafskarfinn létt- ari en karfi í afla íslendinga. Þannig var meðalþyngd 14 ára karfa við ísland þessi ár (1982-87) um 650-750 grömm, en um 500- 650 grömm hjá úthafskarfa sam- kvæmt sovéskum heimildum. Stofninn Þótt úthafskarfastofninn sé tal- inn til djúpkarfa (Sebastes men- tella) er mörgum spurningum um þennan stofn enn ósvarað. Almennt eru menn þeirrar skoðunar, eins og sett var fram 1972, að hér sé um sérstakan stofn að ræða. Á þessu ári kom hins vegar fram hugmynd um að úthafsstofninn sé hluti af djúpkarfastofninum við Færeyjar-ísland og Grænland. Fátt virðist styðja það. Eitt af því, sem kann að styðja þessa skoðun er, að venjulegur djúpkarfi gýtur a.m.k. að hluta til á sama svæði og úthafskarfinn. Hann heldur sig þó að jafnaði mun dýpra, og fékkst aldrei í veiðitilraunum Islendinga í úthafinu þegar togað var á minna en 350 m dýpi. Hins vegar var aflinn svo til eingöngu djúpkarfi þegar togað var á meira en 500 m. dýpi. Sovétmenn hafa gert úttekt á úthafskarfastofninum eftir tveim leiðum fyrir hvert ár árin 1982- 1987. Önnur leiðin er eftir seiða- fjölda en hin með bergmálsmæl- ingum og veiði á fullorðnum fiski. Bergmálsmælingarnar frá 1986 og 1987 eru taldar bestu úttektirnar, þar sem þær náðu yfir stærst svæði. Samkvæmt þessum mæl- ingum er úthafsstofninn talinn vera um 1.2 millj. tonn. Við þetta er ýmislegt til athugunar t.d. hvort hluti venjulegs djúpkarfa er talinn með o.s.frv. Rannsóknir: Eftir nokkra umræðu í vinnunefnd á vegum Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, voru menn sammála um, að rannsóknum á úthafskarfa þyrfti fyrst og fremst að beina að eftirfarandi atriðum: - Aðgreiningu stofnsins. — Samræmingu í aðferðum við aldursgreiningu. — Áframhaldi á reglubundum bergmálsmælingum og seiða- rannsóknum. - Umbótum á aðferðum til að meta stofninn út frá seiðaleið- öngrum. - Notkun stærðfræðilegra lík- ana við stofnstærðarmat. Eins og fram kemur í þessu stutta yfirliti, er vissulega eftir nokkru að slægjast, þar sem út- hafskarfinn er. Sennilegt er, að það sé í raun aðeins tímaspurs- mál, hvenær íslendingar fara að nýta þennan stofn. Líklegt er, að það komi að því, kannski fyrr en seinna, að þessum stofni verði skipti rnilli þeirra, sem veiðar stunda úr honum svo og þeirra, sem telja sig eiga hlutdeild í honum vegna lögsögu. Þá verður mikilvægt, að íslend- ingar hafi gert sér grein fyrir því, hve stóran hlut þeim beri úr þessum stofni, en það verður ekki gert nema með stór auknum rann- sóknum af okkar hálfu. Það er því afar mikilvægt, að íslendingar taki upp þráðinn og fari að sinna rann- sóknum á úthafskarfa aftur. Heimildir Anon., 1988: Report of the North- Western Working Group ICES 1988. Freytag, G. & H. Mohr, 1977: Aimed trawling on oceanic redfish (Sebastes mentella Travin) in the Irminger Sea. MS ICES C.M. 1977 B:22. Henderson, G. & D. H. Jones, 1964: Adult Redfish in the Open Ocean. ICNAF, Res. Bull. 1:107-109. Jones, D.H., 1968: Angling for redfish. ICNAF, Spec. Publ. 7 part I: 225-240. Kotthaus, A., 1961: Redfish larvae investigations in the central North At- lantic in 1961. Prel. Report ICES, C.M- 1961, Dist. North. Sea Comm. 4 Magnússon.J., 1972: Tilraunir til karfa- veiða með miðsjávarvörpu í úthafinu- Ægir, 21. tbl.: 1 -4. Magnússon,J., 1978: Um karfa. ÆgÍT 4. tbl.: 3-11. MagnússonJ., 1977: Pelagic redfish in the Irminger Sea. Distribution and abundance. MS ICES C.M. 1977, H:43. MagnússonJ., 1983: The Irminger Sea Oceanic Stock of Redfish. „Spawning and „Spawning" Area. MS ICES, C.M- 1983. G:56. Magnússon, J.V. & J. Magnússon, 1977: On the distinction betweea larvae of S. marinus and 5. mentella- Prel. report. MS ICES C.M. 1977, F:48. Reinert, J., 1987: Kongafiskur í IrrH' ingerhavinum. Fiskirannsóknir, 4:46- 60. Táning, A.V., 1949. On the Breeding Places and Abundance of Red Fid1 (Sebastes) in the North Atlantic. Joun1- Cons. Int. Explor. Mer, XVI, 1. Zakharov, G.P., 1964: Redfish AboVe the Ocean Depths. ICNAF, Res. BuH- 1:39-42. Höfundur er fiskifræöingur og starfar hjá Hafrannsóknastofnun.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.