Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Síða 32

Ægir - 01.02.1989, Síða 32
84 ÆGIR 2/89 CHILE - meðs Nokkrar Suður-Ameríkuþjóðir hafa lengi skipað sér sess meðal aflahæstu þjóða heims og þeirra á meðal er Chile. Chile hefur mjög sérstaka landfræðilega legu. Strandlengjan er um 4.300 km, meðalbreidd um 1 77 km og fjöll ná yfir 80 prósent landsins. Tvö- hundruð mílna efnahagslögsaga Chile er meira en tvisvar sinnum stærri en landið sjálft. Með þetta í huga er ekkert undarlegt við það að þjóð sem þarna býr stundar fiskveiðar í stórum stíl. Sjávarútvegur í sókn Árið 1986 var metár í fiskveiðum í Chile. Veiddust þá 5.571.638 tonn og komst Chile þar með í hóp fimm aflahæstu þjóða heims það árið. Sé litið til baka um tæp þrjátíu ár, sést að stöðug aukning hefur orðið á fiskveiðum Chile-búa frá því um 1960, en þá veidd- ust þar við land um 400. þús. tonn. Árið 1977 veiddu þeir tæpar 1.4 millj. tonna og voru komnir í tæp 5.6 millj. tonna árið 1986, eins og fyrr segir. Árið 1987 var hinsvegar heldur lakara, en þá veiddust 4.93 millj. tonn og er ástæðan 40 prósent minni afli af uppsjávartegundum eins og sardínu og ansjósu. Tekjur Chile af sjávarútvegi voru um 107 millj. bandaríkjadalir árið 1977, en voru komnar í 535,4 millj. dali árið 1986. Þennan árangur má þakka skipulagðri uppbyggingarstarfsemi á udnanförnum árum, þar sem hagsmunaaðilar hafa bundist sam- tökum til að vinna að frekari uppgangi sjávarútvegs þar í landi. Hafstraumar hafa mikil áhrif á velgengni í fisk- veiðum Chile-búa. Humbolt-straumurinn ber með sér kaldan og næringarríkan sjó úr norðri og fylgja honum ýmsar uppsjávarfisktegundir í miklu magni. Hlýr hafstraumur sem kemur úr suðri þriðia til fiórða hver ár og kallaður er El Nino, þrýstir Humbolt- straumnum fjær landi og veldur það jafnan hruni í veiðum á sardínu, ansjósu og makríl auk annarra uppsjávartegunda. Framleiösla Fiskimjölsframleiðslan er höfuðgreinin í sjávarút- vegi Chile. Hráefnið er aðallega sardínur, ansjósur og makríll. Framleiðslan hefur aukist stöðugt á undan- förnum árum og jafnframt framleiðslugetan, en þeir geta framleitt sem samsvarar 2500 tonnum af fisk- mjöli á klukkustund. Reist var ný fiskmjölsverksmiðja Áttatíu og sjö lagmetisverksmiðjur voru starfandi í Chile 1986. Chile framleiðir um 40 prósent af heimsframleiðslu á fiskimjöli. Útflutningur á frystum fiski frá Chile 1986 Verðmæti (í millj. Bandaríkja Tegund Magn í tonnum dölum, FOB) Kaupendur Lýsingur 26.608.100 33.9 Spánn, Japan, Banda- ríkin, Ástralía Vartarar 4.792.100 12.0 Bandaríkin, Japan Lax 868.300 3.6 Bandaríkin Sverðfiskur 695.200 3.8 Bandaríkin Silungur 776.400 1.4 Frakkland, Bandaríkin Aðrar teg. 8.810.200 13.0 Japan, Bandaríkin, Spánn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.