Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1989, Side 33

Ægir - 01.02.1989, Side 33
2/89 ÆGIR 85 í Iquique fyrir fáum árum og vinnur hún árlega úr 535 þús. tonnum af hráefni. Þá hefur orðið aukning á lagmetisframleiðslu og frystingu, og árið 1986 voru starfandi 87 lagmet- isverksmiðjur, sem framleiddu það árið 57.866 tonn. Þeir sjóða niður sardínur og makríl auk ýmissa krabba- og lindýrategunda. Umtalsverð aukning hefur orðið á frystingu sjáv- arafurða frá 1982. Aðallega frysta þeir lýsing og sæborra. Fiskeldi er þó nokkuð í Chile og árið 1986 nam framleiðslan á laxi og regnbogasilungi 2150 tonnum og af kræklingi og ostrum 2500 tonnum. Hingað til hafa þeir aðallega ræktað Kyrrahafslax, en nú hafa þeir í auknum mæli snúið sér að Atlantshafslaxinum. Þá rækta þeir þörunga í stórum stíl og framleiddu rúm 10 þús. tonn árið 1986. Lýsisframleiðslan var 61 þús. tonn árið 1987, sem var um helmingur þess sem framleitt var árið áður og sú minnsta síðan 1984, en árið 1987 brást sardínu- og ansjósuveiðin. ,tr>m aflahæstu Fram'eiðsla í sjávarútvegi Chile 1977 - 86 Milljón i°nna Útflutningur Árið 1986 nam útflutningur sjávarafurða frá Chile 1.3 millj. tonnum, og var aðaluppistaðan fiskmjöl. Heildarverðmætið var 535 milljónir bandaríkjadalir, sem var 16 prósent aukning frá árinu áður. Árið 1987 fluttu þeir út 1.09 milljón tonn af fiskmjöli fyrir um 358 milljón bandaríkjadali og fengust þá 327 dalir að meðaltali fyrir tonnið. Árið 1986 fengust 289 dalir fyrir tonnið og 251 dalur árið 1985. Chile selur um 40 prósent af því fiskmjöli sem framleitt er í heiminum í dag og eru helstu kaupendur V-Þýskaland, Japan, Bandaríkin, Taiwan, Holland og S-Afríka. Útflutningur á frystum sjávarafurðum nam rúmum 42 þús. tonnum árið 1986 og búast má við aukningu á þessu sviði á næstu árum. Þá hafa Bandaríkjamenn sóst eftir ferskum laxi frá Chile í auknum mæli. Árið 1986 keyptu þeir fyrir 2.9 millj. dali og um 5 milljón dali 1987 og er Chile í þriðja sæti helstu seljenda á ferskum laxi til Bandaríkjanna. En þann markað hafa Norðmenn og Kanadamenn nánast einokað. Af framansögðu má sjá að mikil gróska er í útflutn- ingi sjávarafurða frá Chile, og miðað við þá þróun sem þar hefur átt sér stað hin síðari ár, má búast við að frekara framhald verði þar á.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.