Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 44

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 44
96 ÆGIR 2/89 stundaði s.l. haust voru ekki hefð- bundnar síldveiðar, heldur var um að ræða sjófrystingu fyrir Japans- markað. Japanir eru sem kunnugt kröfuharðir hvað snertir gæði þeirra sjávarafurða sem þeir kaupa, og var japanskur gæða- eftirlitsmaður um borð. Að sögn skipstjóra reyndist búnaðurinn vel og telur hann slíkan búnað mjög gagnlega við slíka vinnslu á Jap- ansmarkað, og í raun nauðsyn- legan eins og fyrirkomulag er um borð. Fram kom hjá honum að sogbarki er fremur ómeðfærilegur. Umboð fyrir Maskinfabriken Iras Esbjeg A/S hér á landi hefur Vélar & Skip hf., Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingum umboðsins var Iras-dælubúnaður reyndur lítillega fyrir ári síðan af Festi hf. í Grindavík við dælingu á frysting- arloðnu í land. Mynd 2: Dælubúnaðurinn í Stafnesi KE 130. Ljósmynd: Tæknideild/ER. Gullfaxí NK 6 framhald af bls. 108 Vélabúnaður: Aðalvél er frá Scania, gerð D9-49, sexstrokka fjór- gengisvél með forþjöppu, sem skilar 155 KVV (210 hö) við 1800 sn/mín. Við vélina er niðurfærslugír og skiptiskrúfubúnaður frá Nogva Motorfabrik, gír af gerð HC 168, niðurfærsla 4.2:1, og skrúfubúnaður af gerð ES 25, skrúfa 3ja blaða, þvermál 1300 mm. Rafall, drifinn af aðalvél, er frá Motorola, 24 V, 100 A, en auk þess er hleðslurafall. Við fremra afl- úttak aðalvélar er tvöföld Atos vökvaþrýstidæla sem skilar um 90 l/mín við 1200 sn/mín og 220 bar þrýsting. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Servi, gerð MA 200. Rafkerfi er 24 V jafnstraumur. Upphitun í lúkar er frá Pyro eldavél. Fyrir neysluvatn er rafdrifin dæla, og varmaskiptir fyrir heitt vatn. Vindubúnaður: I skipinu eru tvær vökvaknúnar togvindur (splitt- vindur) frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., staðsettar aftarlega á aðalþilfari, undir toggálga. Hvor vinda er búin einni tromlu (220 mm0 x 700 mm0 x 400 mm), sem tekur um 420 faðma af 1 V2" vír, og knúin af einum Valmet 800 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á miðja tromlu er 1.1 tonn. Vegna dragnótaveiða er ein Rapp kraftblökk. Línuvínda (í borði) er frá Sjóvélum hf., staðsett s.b.-megin á aðalþilfari, aftan við stýrishús. Losunarvinda er frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hr-/ fest á bómu. Rafeindatæki o.íl. Ratsjá: Kelvin Hughes, Kingfisher 10, 24 sml. með dagsbirtuskjá. Seguláttaviti: Bergen Nautik, spegiláttaviti í þaki- Sjálfstýring: Robertson, AP 200. Loran: Apelco, DXL 6000. Leiöariti: JRC, NWU 52, (litaskjár). Dýptarmælir: Si-Tex, HE 721, (litamælir). Örbylgjustöð: Kelvin Hughes, Husun 55, 55 rása (semi-duplex). Sjávarhitamælir: Dytek. Af öðrum búnaði má nefna einn sex manna Viking' búinn sjósetningarbúnaði, og einn fjögurra mann Autoflug gúmmíbjörgunarbát, flotgalla og neyðarta' stöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.