Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1989, Side 52

Ægir - 01.02.1989, Side 52
104 ÆGIR 2/89 Jói á Nesi SH 159 17. nóvember s.l. kom nýtt tveggja þilfara stál- fiskiskip til hafnar á Rifi. Skip þetta, m/s Jói á Nesi SH 159, er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Stocznia Wisla í Gdansk í Póllandi, smíðanúmer KB 21 /4A. Þetta er fjórða skipið sem umrædd stöð smíðar fyrir Islendinga á tæpu ári. Fyrri skipin eru Auðbjörg SH (sjá 4. tbl. '88), SkálavíkSH (sjá 7. tbl. '88) ogSanda- fell HF (sjá 9. tbl. '88). Jói á Nesi SH er mun lengri en fyrstu tvö skipin og er auk þess eina skipið sem er yfir- byggt. Jói á Nesi SH kemur í stað 58 rúmlesta eikarbáts, sem bar nafnið Rán BA 57 (728), smíðaður á Isafirði árið 1958, og hefur nú verið úreldur. Jói á Nesi SH er sérstaklega búinn til línuveiða með línuvélasam- stæðu. Eigandi Jóa á Nesi SH er Pétur F. Karlsson, sem jafnframt er skipstjóri, en yfirvélstjóri er Sigjón Þór- hallsson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins, og er búið til línuveiða. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, gafllaga skut, og stýrishús á reisn, ásanit þil>' arshúsi, aftantil á efra þilfari. Mesta lengd 27.48 m Lengd milli lóðlína 23.05 m Breidd (mótuð) 6.00 m Dýpt að efra þilfari .................. 5.25 m Dýpt að neðra þilfari ................. 3.00 m Eiginþyngd ............................. 176 t Særými (djúprista 3.00 m) 274 t Burðargeta (djúprista 3.00 m) 98 t Lestarrými .............................. 95 m Brennsluolíugeymar (m/daggeymi) 21.6 m Ferskvatnsgeymar 7.3 m Rúmlestatala 106 brl Skipaskrárnúmer 1964 Jói á Nesi SH 159. Ljósmynd: NN.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.