Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1989, Page 54

Ægir - 01.02.1989, Page 54
106 ÆGIR 2/89 Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í fimm rúm, sem framan- frá talin eru: Stafnhylki fyrir ferskvatn; íbúðir fram- skips (lúkar) ásamt botngeymi fyrir ferskvatn; fiskilest með beitugeymslu fremst; vélarúm með brennslu- olíugeymum í síðum; og geymslu- og stýrisvélarrými ásamt brennsluolíugeymum aftast. Fremst á neðra þilfari er geymsla, keðjukassar og stigagangur niður í lúkar, en þar fyrir aftan er vinnu- þilfar, þá íbúðarými ásamt línugangi b.b.-megin, og aftast skutrými vegna lagningar línu. Aftarlega á efra þilfari er stýrishús skipsins, sem hvílir á reisn, ásamt þilfarshúsi aftan við. Framarlega á efra þilfari er mastur fyrir siglingaljós o.fl. Aftast á efra þilfari er toggálgi. Vélabúnaður: Aðalvél er frá Caterpillar, tólf strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist niður- færslu- og skiptigír frá CaterpiIlar, með innbyggðri kúplingu, og skrúfubúnaði frá Ulstein/Bruntons, skrúfa frá Bruntons Propeller með föstum skurði og utan um skrúfu er stýrishringur frá Ulstein. Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði): Gerð vélar 3412 DITA Afköst 465 KW við 1800 sn/mín Gerð niðurfærslugírs 7221 Niðurgírun 5.0:1 Efni í skrúfu Brons Blaðafjöldi 4 Þvermál 1400 mm Skurðarh 1 utfal 1 1.157 Snúningshraði (hámark) .360 sn/mín. Skrúfuhringur Ulstein í vélarúmi eru tvær hjálparvélar frá CaterpiIlar af gerð 3304 DINA, fjögurra strokka fjórgengisvélar án forþjöppu, sem skila 57 KW við 1500 sn/mín. Hvor vél knýr beintengdan CaterpiIlar riðstraumsrafal af gerð SR 4,50 KW (63 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. Við s.b.-hjálparvélina er Vickers 35V 25A Q10 vökva- þrýstidæla fyrir vindubúnað. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord af gerð 115-ESG 415, snúningsvægi 1200 kpm. Stýris- vélin tengist stýrishring. Fyrir vinnuloft er loftþjappa frá Ingersoll Rand af gerð Enob 7, afköst 6.6 m3/klst, þrýstingur 10 þar. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla er einn rafdrifinn blásari frá Nordisk Ventilator A/S af gerð ADN 400, afköst 2400 m3/klst. Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mótora og stærri notendur og 220 V riðstraumur fyrir lýsingU o.þ.h. Vélarúm er búið Halon 1301 slökkvikerfi. Vistarverur eru hitaðar upp með rafmagnsofnurrr Fyrir upphitun á ferskvatni er hitakútur með rafele' menti. Vinnuþilfar er hitað upp með þremur 5KW raf' hitablásurum. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásurum frá Famor. Fyrir hreinlætiskerfi er ferskvatnsþrýstikerfi, Darling 35-1, með 351 þrýsti' kút. Fyrir vökvaknúinn vindu- og losunarbúnað e< vökvaþrýstikerfi með áðurnefndri vökvaþrýstidael11' sem drifin er af hjálparvél, en auk þess er ein rafdrifi'1 Casappa vökvaþrýstidæla. Fyrir línuvélasamstæðu e< 3 KW rafdrifin Vickers vökvaþrýstidæla.Stýrisvél e< búin einni rafdrifinni vökvadælu. íbúðir: íbúðir eru samtals fyrir 8 menn. í lúkar er þriggJ3 manna klefi. í þilfarshúsi, aftantil á neðra þilfari, e< fremst borðsalur og eldhús (samliggjandi), en þar fyr,r aftan tveir tveggja manna klefar s.b.-megin, en b.h ' megin stigagangar og hlífðarfatageymsla með s3'" ernis- og sturtuklefa. Á efra þilfari, aftan við stýrishús, er skipstjóraklefi íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar viðarplötum. Vinnuþilfar: Vegna línuveiða og meðhöndlunar á fiski er loka vinnuþilfar, sern afmarkast af geymslu að framan °& íbúðum og skut að aftan með línugangi b.b.-meg111, Framarlega á vinnuþiIfari, s.b.-megin, er síðulúg11 fyrir línudrátt, og á skut er lúga fyrir línulagning11; Línuvélasamstæðu (sjá síðar) er einkum komið fyr,r, línugangi og í skutrými. Undir neðra þilfari, frems1 lest, er einangruð beitugeymsla, um 9 m3 að staed^ Línuvélasamstæöan í Jóa á Nesi SH. Ljósmynd: 7a?V,, deild/JS.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.