Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1989, Síða 6

Ægir - 01.06.1989, Síða 6
290 ÆGIR 6/89 Erlingur Hauksson: Selir og áhrif þeirra á fiskveiðar Neysla sela á nytjafiskum og áhrif hennar á fiskafla Inngangur NNú þegar Hafrannsókna- stofnun, hefur gefið út til- lögur um „leyfilegt" veiði- magn nytjafiska á íslandsmiðum fyrir þetta ár (Hafrannsókna- stofnun 1988) og sjávarútvegs- ráðuneytið sett fram kvótaskipt- ingu þessa árs, er ekki úr vegi að draga inn í umræðuna náttúrulega keppinauta okkar um fiskinn í sjónum - sjávarspendýrin. Þó sér í lagi selina, en á undanförnum árum hefur líffræði íslenskra sela- stofna, landsels og útsels verið könnuð á margvíslegan hátt, þar á meðal fæða þeirra (Erlingur Hauksson 1984). Vitneskja um fæðu selanna, gerir kleift, að gefnum ákveðnum forsendum, að ákvarða neyslu þeirra á nytja- fiskum og áhrif þeirrar neyslu á fiskveiðar. Við þetta, er í þessari grein beitt aðferð R. J. H. Bevertons (1985) Á undanförnum áratugum hefur selum, sérstaklega útselum, fjölgað hér við land. Verður því í greininni fjallað um áhrif stækkandi sela- stofna á fiskstofnana og veiðarnar. Einnig verða tekin dæmi um hugs- anlegar afleiðingar fækkunar sela á veiðar nytjafiska á íslandsmið- um. Það skal í upphafi tekið fram að útreikningar sem þessir geta reynst ærið óvissir, vegna náttúru- legra breytinga í hafinu, sem erfitt er að spá fyrir um og verður því að skoða niðurstöðurnar sem grófar ályktanir, en ekki sem nákvæmar staðreyndir. Áður hefur Sólmundur Einars- son fiskifræðingur leitt líkur að því að neysla sela við ísland af sjávar- fangi gæti verið af stærðargráð- unni 100 þús tonn (Sólmundur Einarsson 1978), en að öðru leyti, er þetta fyrsta tilraunin á prenti til nánari ákvörðunar á áhrifum sela á fiskveiðar við landið, svo höf- undi sé kunnugt um. Það hafa þó margir lærðir og leikir sett fram sínar skoðanir og ályktað um þetta á síðum dagblaðanna og í fjöl- miðlum, því þetta efni er sjó- mönnm sem og mörgum öðrum mjög hugleikið, enda miklir hags- munir í húfi. rið Hingað til hafa selir ekki ve veiddir, á sama hátt og nV^3 stofnar fiska og hvala, og eKK' fengið þá veiðistjórnun sem sli 1 nytjastofnar. Né heldur þá skipu lögðu veiði er refir, minkar 0 hreindýr hafa fengið. Aðferð til mats á neys^ sela af nytjafiskum °» áhrifum á fiskveiðar °» forsendur slíks mats Fæða sela Könnun a fæðu sela 1979' o g 1982, leiddi í Ijós að landse '^ útselir eru að mestu leyti og éta af flestum tegundum nV

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.