Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1989, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1989, Blaðsíða 8
292 stofnfræðilegum útreikningum fiskifræðinga. Með þessar upplýs- ingar að leiðarljósi er mögulegt að nálgast aflaaukninguna þegar neysla selanna er undanskilin. Möguleg aflaaukning er þá túlkuð sem; C*/Rr, sem er í réttu hlutfalli við stærðina exp(M*(tr-tp))-1, þegar margfeldið M'(t-tp), er á bilinu 0-2,4 (Bever- ton 1985). Þau skilyrði eru jafnan fyrir hendi. Afrán á sér stað úr veiðanlega hluta stofnsins Ef stærð bráðar sela úr fiskstofni og stærð fiska úr veiðinni skarast verulega, er mögulegt að meta mögulega aflaaukningu sem; C*/Y (2), þar sem Y er afli, því að möguleg hlutfallsleg aflaaukning er: M*/(F+M') = [C*/Y] • [F/(F+M')I (3). Þegar F er miklu stærra en M', sem jafnan gildir hjá nytjafiskstofnum, verður F/(F+M') « 1. Gert er ráð fyrir því að það gildi það sama hjá selunum og veiði- skipum, að sú dánartala sem þeir orsaka í stofninum, sé í réttu hlut- falli við sókn þeirra. Náttúruleg dánartala af völdum sela, er síðan tekin út úr heildartölu náttúrulegs dauðdaga fiska í sjónum; þ.e.a.s. heildardánartölunni Z er skipt upp í fiskveiðidánartöluna (F), dánar- töluna vegna afráns sela (M*) og dánartölu vegna annars náttúru- legs dauðdaga (M'). En þá gildir aðZ=F+M'+M*. Niðurstöður Neysla sela á nytjafískum í heild neyta selastofnarnir við ísland árlega um 36 þúsund tonna af nytjafiskum. Þar fyrir utan er önnur fæða um 11 þúsund tonn. Efst á lista eru ufsi og þorskur hjá landsel, en þorskur, ufsi, steinbítur og hrognkelsi hjá útsel (tafla 1). Hvað lúðu og hrognkelsi við- ÆGIR kemur er árleg neysla selanna meiri en aflinn úr þessum fisk- stofnum á ári — miðað er við afla 1987. Samanlagt éta selastofn- arnir um þriðjung steinbítsaflans, 16% ufsaaflans, um 6% skarkola- aflans og 3% þorskaflans. Útselur- inn er stórtækari á hrognkelsi og lúðu. Landselurinn á ufsa og skar- kola. Áhrif neyslu sela á fiskveiðar á íslandsmiðum Heildaráhrif Mest eru áhrifin af neyslu sela á þær fisktegundir, sem þeir éta í verulegu magni. Þannig væri mögulegt að meira en tvöfalda ufsa-, lúðu- og hrognkelsaaflann, frá því sem nú er ef neysla sela væri ekki fyrir hendi. Þorskveiðarnar mætti auka um 30%, auka þær um 127 þús. tonn miðað við afla 1987, ef selirnir tækju ekki sinn toll (tafla 2). Það skal undirstrikað að þessir útreikningar eru ekki nákvæmir upp á tonn, en þeir ættu að gefa stærðargráðuna á þessum þáttum sem hér eru til umræðu. Við útreikninga á mögulegum afla- auka, verður einnig að gefa sér, að önnur náttúruleg dauðsföll breytist ekki þegar dauðsföllum af völdum sela er kippt út úr myndinni. Að þau breytist verður að teljast líklegt. Þá er gert ráð fyrir því að það magn, sem selirnir átu og þeir nýliðar sem þeir þannig drápu, komi óskiptir til veiðanna. Það er því hætta á því að möguleg afla- aukning sé eitthvað ofmetin. Heildaráhrif neyslu sela nemur um 290 þúsundum tonna, sem eru um 17% af heildarafla umræddra nytjafiska árið 1987 (Tafla 2). í þessari heildartölu vega ufsi og þorskur þyngst. Þorskur Samtals neyta selastofnarnir við ísland um 11 þúsunda tonna af 6/89 þorski. Landselsstofninn er sökum stærðar sinnar nokkuð stórtækari i þessu en útselsstofninn (tafla '>• Samanlegt er át sela úr þorskstofn- inum um 3% þorskaflans 1987- Selirnir éta aðallega smáþorsk, en ekki veiðanlega fiska. Áhrifa neyslu þeirra, gætir því mest a nýliðun þorskstofnsins, því árleg éta selirnir um 112 milljó"1" þorska, að mestu leyti 0 til 4 ára (tafla 2). , Mest möguleg aflaaukning a þorski, væri því um 33%, eða 1* þúsund tonn, miðað v'°.a,r 1987, ef neysla sela væri tekin " úr myndinni. Samsvarar Þe veiðum allra línu- og netabáta a þorski 1987 (Fiskifélag ísland 1988). Ufsi (ú Heildarneysla sela af ufsa e um 13 þúsund tonn. Étur landsel j stofninn bróðurpartinn af Pe magni (Tafla 1). Þetta er um 16^ ufsaaflans 1987, að fjölda til urJ_ 104 milljónir smáufsa og hafa s irnir samkvæmt þessu ver ,f áhrif á nýliðun ufsastofnsins n . við land. Ef neysla þeirra væn ey fyrir hendi, þá mætti auka ursa3ða ann um 128 þúsund tonn, með öðrum orðum meira en . ofmat falda hann (tafla 2). Það er hætt við að þetta sé i á aflaauka í ufsaveiðunum, P margt bendir til þess að hlutta , legur þungi ufsa, sé ofmet"1^ , fæðu sela, eins og vikið er grein um fæðu sela (Erlin8 Hauksson 1984). Ýsa se|a Ýsa vegur ekki þungt í fæ^ .^ (tafla 1). Ahritin af neyslu Pel ^ eru að sama skapi Iftil. f3" e kn- ekkiaðbúastviðmikilliajlaa . ingu á ýsu þó að neysla sela TrúJega um 4 þúsund tonn 2).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.