Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1989, Page 14

Ægir - 01.06.1989, Page 14
298 ÆGIR 6/89 2. Þungmálmar. 3. Geislavirk efni. 4. Olía. 5. Næringarsölt. í þremur fyrst töldu flokkunum eru þrávirk efni, sem eyðast mjög seint eða alls ekki í hafinu en geta borist um langan veg með haf- straumum eða lífverum og safnast þar fyrir, oft í fituríkum vefjum, svo sem í lifur. Þessi efni lenda því oft að lokum á matarborðinu. Áhrif olíu er vel þekkt, bæði á fuglalíf og viðkvæmt lífríki hafsins, en olían eyðist þó að jafnaði til- tölulega fljótt í hafinu. Næringar- sölt eru náttúruleg efni sem eru undirstaða fyrir framleiðni hafsins. Þessi efni geta samt valdið alvar- legri lífkerfisröskun ef þau eru í of miklu magni eins og dæmin hafa sýnt okkur, sbr. þörungaplágurnar sl. ár. Þessir efnaflokkar eiga upptök sín víða í samfélaginu og þótt þau komi að verulegu leyti frá iðnaði og orkuvinnslu, má einnig rekja þau í auknum mæli til landþún- aðar og úrgangs frá heimilishaldi, bæði beint eða í sambandi við sorpbrennslu. Þá eiga siglingar og vinnsla jarðefna á hafsbotni hér nokkurn hlut að máli. Ef skoðað er hvaðan mengunin kemur má nefna að þrávirk lífræn klórsam- þönd komi m.a. úr pappírsiðnaði, notkun meindýraeiturs í landbún- aði, frá brennslu úrgangs, notkun PCB í iðnaði og frá olíuhreinsi- stöðvum. Þungmálmar koma frá stál- og járnbræðsluverum, klór- verksmiðjum, úr rafhlöðum og úr útblæstri bíla. Geislavirk efni koma aðallega frá endurvinnslu- stöðvum fyrir brennsluefni kjarna- ofna og vegna tilrauna með kjarna- vopn. Olía og olíuúrgangur koma m.a. frá olíuvinnslu og olíuhreins- un, skipum og birgðastöðvum í höfnum. Næringarsölt koma aðal- lega frá landbúnaði bæði vegna áburðar- og fóðurgjafar í hefð- Hvernig mengun berst til sjávar UR ANDRUMSLOFTI Jmeð IÐNAÐARFRÁRENNSLI MEÐ ÁM — 7 SJÓRINN j V A. MEÐ ALMENNUM > SKOLPVEITUM FRÁ REKSTRI SKIPA OG MEÐ VARPI ÚRGANGSEFNA í HAFIÐ bundnum búgreinum og fiskirækt svo og almennu skolpi. Efni þessi geta borist til sjávar á ýmsan hátt: 1. Með ám og lækjum. 2. Frá rekstri skipa eða með úr- gangi sem fluttur er á haf út og varpað í sjó. 3. í frárennsli verksmiðja. 4. Með almennum skolpveitum. 5. Um andrúmsloft með úrkomu. Ekki er vitað um magn þeirra efna sem berast til sjávar á öllu hafsvæðinu, en til fróðleiks má nefna að áætlað er að á tímabilinu 1983-1986 hafi borist í Norðursjó árlega eftirfarandi magn nokkurra efna og efnasambanda: 6.2 tonn af þrávirkum lífrænum klórsamböndum, s.s. PCB, DDT og DIOXIN 135-335 tonn af kadmín 50-75 tonn af kvikasilfri 6.000-11.000 tonn af blýi 70.000-150.000 tonn af olíu og um 100.000 tonn af köfnunarefni og fosfór. Við ísland eru aðstæður á ýmsan hátt með öðrum hætti en við strendur nágrannalanda okkar. í fyrsta lagi er hér lítið um iðnað sem veldur mengun, lítil mengun frá orkuverum og landið er strjálbýlt, hlutur skipa í mengun sjávar er því hlutfallslega mun meiri hér en við strendur annarra landa í Evrópu. Þáttur skipa í mengun sjávar hér við land er fyrst og fremst bundin við olíu og olíuúrgang, og sorp þar sem plast- efni, s.s. umbúðir og veiðarfæra- úrgangur eru mest áberand1- Einnig megum við hugleiða betuP án þess að ég vilji gera mikið ur því hér, vaxandi losun á lífrænun/ úrgangi á sömu slóðum og vi veiðum fiskinn. Siglingamálastofnun bet áætlað að árlega verði til í skipurn hér við land 2.000 til 3.500 tonn af olíuúrgangi sem skip þurfa a losa í land miðað við ákvæði gi andi laga. Athuganir benda 11 þess að sorp frá íslenskun1 fiskiskipum geti verið á bilinu 10.000 rúmmetrar á ári af ópresS' uðu sorpi, en þá er ekki tekið ti' til veiðarfæraúrgangs, sem erfi ara er að áætla. Mikil auknin hefur orðið sl. 10 ár á söfnun ur^ gangsolíu frá skipum og r3en líkur til þess að nú sé að minn5^ kosti helmingi af olíuúrgangi sen verður til í skipum skilað til lan ^ en fyrir 15 árum síðan má segja heyrt hafi til undantekninga a, sjómenn kæmu með úrgangsn ■ land frá skipum. Að mínum °n er þó víða í höfnum, einkan e^ minni höfnum úti á landi, aðs a til móttöku á olíu frá skipum o u nægjandi. Mikil aukning ie orðið síðustu 1-2 ár í söfnun s° ^ í skipum og vil ég nefna ber • fyrirmyndar aðgerðir L.Í.U- vl^etri koma þessum málum til . vegar, og skjótra viðbragða ^ margra hafna á landinu 1,1 bæta pótt aðstöðu í höfnum- mengun sjávar hér við land , að teljast mjög lítil almenn ^ dna frá' finnast dæmi um staðbun mengun s.s. í höfnum eða 1 rennsli nærri landi, þar sem m^ ^ unin getur verið varasöm yrl |,tj| tekið svæði þótt áhrifin sen^r ( sem engin utan þess. Athug3 ^ innanverðum Faxaflóa benda ^ til að styrkur blýs hafi vaxið Þ tj| á seinni árum og má rekja P aukinnar bílanotkunar á ° ag borgarsvæðinu. Þá má ‘et ‘ .(na víða sé frágangur skolpv Ug þannig að mengunar gæ1

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.