Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1989, Page 16

Ægir - 01.06.1989, Page 16
300 ÆGIR 6/89 útrás vegna ónógrar blöndunar skolps við sjóinn. Aukið fiskeldi á strandsvæðum þýðir aukna losun næringarsalta í strandsjó, og þar með mengunarhættu. Mengunar- hætta vegna skolps og úrgangs frá fiskeldi er þó fyrst og fremst stað- bundin og áhrifin þegar frá landi dregur mjög óveruleg ef nokkur, einkum vegna þess hversu skjót blöndun verður nærri landi á grunnsjó og djúpsjó. Þessi mengun á strandsvæðum er fyrst og fremst ógnun við fiskeldið sem þar er og ég get aðeins hvatt eig- endur fiskeldisstöðva til þess að fylgjast vel með aðstæðum í ná- grenni eigin sjókvía, einkanlega undir sjálfum kvíunum. Áhrifin gætu komið fram í súrefnisskorti, þörungablóma eða eiturgasmynd- unum. Áhrif mengunarefna En hver eru áhrif framandi efna á lífríki hafsins? Þar komum við að stóru vandamáli, staðreyndin er nefnilega sú að áhrif mengunar af völdum einstakra efna á lífríki hafsins eru mjög lítið þekkt, hvað þá ef um er að ræða samverkandi áhrif margs konar efna. Tak- mörkuð þekking á áhrifum meng- unarefna á lífríki hafsins, er að mínum dómi mun alvarlegra mál heldur en hin takmarkaða vitneskja um styrk mengunarefna í hafinu. Sé tekið dæmi þá gætum við e.t.v. sagt fyrir um það hvað styrkur kvikasilfurs mætti aukast á tilteknu hafsvæði, þar sem fiskur væri veiddur til neyslu án þess að heilsu neytenda væri ógnað, sbr. hinn illræmda Minimatasjúkdóm, sem kom upp í Japan á 6. og 7. áratugnum vegna neyslu fólks á kvikasilfursmenguðum skelfiski. Við getum hins vegar ekki sagt til um það í dag hver yrðu áhrif af slíkri aukningu kvikasilfurs á líf- kerfi hafsins, s.s. gróður, tímgun og heilbrigði lífvera. í raun má segja að þörungaplágur og selafár sem urðu við strendur Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar og í Norðursjó sl. sumar undirstriki rækilega hversu mjög okkur skortir þekkingu á áhrifum mengunar af ýmsu tagi á lífríki hafsins. Og það sem verra er að þjóðir heims hafa liklega ekki tíma til þess að bíða með að ákveða varnaraðgerðir, ef vel á að fara. Mengunarhætta frá öðrum hafsvæðum Mælingar á geislavirku cesini í Norður—Atlantshafi hafa veitt mikilvægar upplýsingar um haf- strauma og hvernig líklegt er að mengunarefni berist frá öðrum hafsvæðum, s.s. úr Norðursjó, Noregshafi eða jafnvel írlandshafi á fiskislóðina norður af íslandi. Þetta sést reyndar vel á korti er sýnir yfirborðsstrauma í Norður- Atlantshafi. Mælingar á geisla- virku cesíni gefa til kynna að þaó taki efni 4—6 ár að berast úr Norðursjó á hafsvæðið norður a íslandi, en 6-8 ár úr írlandshafi- Þessi geislavirku efni sem mæk hafa verið koma frá endurvinnslu- stöðinni fyrir brennsluefni kjarna- ofna í Sellafield á vesturströn Englands, og berast þaðan norður með vesturströnd Skotlands inp j Norðursjó, norður með Noregi ti Svalbarða og í vestur átt að Grsen landi, suður með austurströn Grænlands og inn á íslandsniim Eins og sést á kortinu er mögulug að eTnin berist fyrr inn á fiskisló ina við Jan Mayen og komist þv' enn fyrr í snertingu við fisk sern íslensk fiskiskip veiða, en þ hefur ekki verið staðfest me^ mælingum. Mælingar gefa . kynna að á leið sinni úr Norðursj0 Meginstraumar við yfirborð í Norður-A tlantshafi 80” W 60” 40” 20” 0' 0” BLANDABUR SJ<5r

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.