Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1989, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.1989, Blaðsíða 20
304 ÆGIR 6/89 sjávarútvegi í atvinnuskyni heimil, en hinsvegar er það ekki endilega bundið við að vera í sjávarútvegi að því leyti að samtök sem sinna fleiri málefnum geta gerst aðilar ef fiskveiðar og fiskvinnsla er hluti af starfsemi þeirra. Aðildin er ekki bundin við ein samtök í hverju landi heldur geta fleiri samtök gerst aðilar ef þau fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru. Hinsvegar er gert ráð fyrir því að einn fulltrúi sé frá hverju landi með atkvæðis- rétt, ef fleiri en ein samtök eru frá viðkomandi landi eiga þau að koma sér saman um sameigin- legan fulltrúa sem fari með atkvæðisrétt. Aðildargjaldið er líka miðað við land, þannig að séu fleiri en ein samtök eða aðilar frá einhverju ríki, þá borga þau ein- ungis eitt gjald. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir að árgjaldið sé um 2000 dollarar. Aðrar greinar í lögunum fjalla meira um formsatriði, s.s. fjármál og vinnureglur, fundarsköp, stjórn o.fl. Fyrst um sinn er ekki gert ráð fyrir því að það verði sett upp mið- stöð til að sjá um rekstur samtak- anna og tók bandaríski fulltrúinn að sér til bráðabirgða að sjá um reksturinn. Einnig er gert ráð fyrir að aðalfulltrúi hvers lands komi fram fyrir hönd samtakanna ef þörf er á í hverju aðildarlandanna. Á fundinum komu fram áhyggjur sem menn höfðu af þróun mála í sjávarútvegi og voru menn fremur svartsýnir. í gangi er ýmis þróun á alþjóðavettvangi og í einstökum ríkjum, sem þegar er farin að valda sjávarútvegi vand- kvæðum. Önnur framvinda sem farið er að brydda á er í farvatninu og kemur til með að valda vand- kvæðum þegar fram í sækir. Hins- vegar eru nokkrar vísbendingar um að hægt sé að snúa málum sjávarútvegi í vil. Það má greina það sem olli mönnum áhyggjum á þessum fundi í fjóra meginþætti. I fyrsta lagi er mengun og óhagstæð fjöl- miðlun sem henni er tengd. I öðru lagi eru þrengri rekstrarskilyrði sem menn þykjast sjá fyrir og aukin samkeppni við aðra mat- vælaframleiðendur. í þriðja lagi er það sem kalla má réttarstaða sjávar- útvegsins og í fjórða lagi hafa menn áhyggjur af þróun í alþjóða- viðskiptum, einkum á sviði versl- unar og viðskipta. Mengun Ef við lítum fyrst á mengunina og fjölmiðlunina sem henni er tengd, þá hafa fjölmiðlar verið okkur afskaplega hagstæðir undan- farin ár. Þeir hafa haldið sjávaraf- urðum fram sem hollri og bragð- góðri fæðu sem hefur til að bera marga kosti umfram bragðlausa verksmiðjuframleiðslu landbún- aðarins. Neysluvenjur breytast að jafnaði hægt en þessi jákvæða umfjöllun varð þess valdandi að fólk var tilbúið til þess að reyna og árangurinn var sá að margir sem ekki höfðu áður neytt fiskmetis settu það á matseðil sinn. Afleiðingin var mjög skyndiieg og mikil aukning fiskneyslu, í Banda- ríkjunum jókst þannig neyslan ur 12-13 pundum á mann á ári í tæp 18 pund, á nokkrum árum, sem er milli 40 og 50% aukning. Nú hefur fjölmiðlaumræðan snúist á verri veg. Þess var vart að vænta að fjölmiðlar héldu áfram á svipaðri braut, þar sem ekki er endalaust hægt að fjalla um sömu hlutina. Fjölmiðlar eins og aðrir verða að leggja stund á vöruþr°' un, í heimi vaxandi samkeppm- Annað sem er hættulegra sjávar- útveginum til lengri tíma er umfjöllun um mengun, sem er nýjasta afurð fjölmiðla og virðis* vinsæl söluvara. Að nokkru ley11 er það miður fyrir sjávarútvegin11 að þessi umfjöllun hefur mjöS beinst að mengun sjávar. Meng unarslys í hafinu hafa verið stærrl og dramatískari en gerist á lan '' Það er myndrænna að sjá Þu5 undir dauðra sela á sjávarströn og dauðan fisk fljótandi um al aU sjó, en hægfara eitrun lífvera ‘ landi. Það versta við þetta er þó 3 illa upplýstur almenningur, eink Það er sitthvað höfnin í Boston...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.