Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1989, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.1989, Blaðsíða 24
308 ÆGIR 6/89 Sportveiðar eru nýjasti kapítul- inn í þessari þróun. Við höfum lítið haft af þeim þrýstingi að segja, að undanskildum reglum um laxveiðar í sjó, þar sem við höfum reyndar tekið undir þessi sjónarmið. Þrýstingur hefur aukist verulega bæði frá sportveiðimönn- um og eins frá ferðaiðnaðinum um að fá forgang að veiðum ákveð- inna tegunda. Og þann forgang hafa þessir aðilar fengið í gegn í Bandaríkjunum og afleiðingin er sú að sett hafa verið lög sem gefa sportveiðimönnum einkarétt á nýtingu ákveðinna tegunda. ís- lendingar hafa lítt fengið að kenna á þessum áróðri, en við verðum vafalaust að hafa augun opin á þessum vettvangi eins og öðrum. Alþjóðaviðskiptí Að lokum aðeins um alþjóða- verslun, þar hafa aðilar sjávarút- vegs áhyggjur af allskyns höftum, beinum og óbeinum. Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að í gangi eru allskyns reglur til að vernda hagsmuni hinna einstöku ríkja og gera verslun með sjávaraf- urðir erfiðari en þörf er á. Reglur sem ekki beinlínis tengjast fisk- veiðum eða þeirri framleiðslu sem á að selja. Við höfum orðið fyrir barðinu á þessum sjónarmiðum, t.d. heimtar Efnahagsbandalagið aðgang að okkar auðlindum gegn því að við fáum tollafríðindi hjá þeim o.s.frv. Hjá Gatt tollabandalaginu er reyndar hafist handa um samræm- ingu á reglum, nefnd er þar að störfum, svonefnd Uruguay roun, sem hóf störf 1986, en störfum hennar miðar lítið. Þar er stefnt að því að setja almennar leikreglur ekki eingöngu um tolla heldur um allskonar kvaðir sem eru settar á innflytjendur í ýmsum ríkjum, eins og reglur um styrki og niðurgreiðsl- ur. Það kom fram á fundinum í Amsterdam að menn innan sjávar- útvegs hvar sem er í heiminum ótt- ast að hlutur sjávarútvegs verði fyrir borð borinn hjá þessari nefnd, aðallega vegna þess að sjávarút- vegur er í raun mjög lítill hluti af alþjóðaviðskiptum og óttast sjávar- útvegsaðilar að hann verði horn- reka í ákvörðunum nefndarinnar. Á Amsterdam-fundinum voru gerðar ýmsar samþykktir um mál sjávarútvegs og lögð fram drög að stefnuyfirlýsingu um sjö mikil- væga þætti, sem varða sjávarút- veginn, þessir þættir voru: Alþjóðaviðskipti með sjávaraf- urðir Tillaga um sjávarspendýr Mengun og losun úrgangs Hvalveiðar Veiðar á alþjóðlegum svæðum sem ekki tilheyra landhelgi neins ríkis Réttur neytenda og sjávarút- vegsins gagnvart öðrum not- endum auðlinda sjávars. Tillögurnar beinast að þeim þáttum sem nefndar eru fyrr í greininni. Allar þessar tillöguf voru samþykktar, sumar með aM- miklum breytingum. Ein var sú tillaga sem ekki var samþykkt, en það var tillaga um „alþjóðasamskipti" en í henni fólst að þær reglur sem Gatt samþykk|r skuli ríkja í viðskiptum um sjávar- afurðir. Danir og V.-Þjóðverjar lögðu til að ekki yrði fjallað um þessa til- lögu á fundinum, meðal annars vegna þess að það yrði erfitt fyrl þá að fá aðild að samtökunum et búið væri að samþykkja shk ef stefnuyfirlýsingu. Það var talið mikilvægara að reyna að fá PeS aðila Efnahagsbandalagsins ll samstarfs, heldur en að samþykkja þessa tillögu. íslendingar reyndu að fá tillöguna rædda og benw m.a. á að til þess að sam tökin gætu orðið meira en klúbbur yrð menn að takast á við þau mál Pa sem hagsmunir rækjust á og reV - að fá ásættanlegar lausnir. þetta féllust fundarmenn og va samþykkt að taka málið upp ° Lykill að háu markaðsverði er góð meðferð afla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.