Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1989, Page 26

Ægir - 01.06.1989, Page 26
310 ÆGIR 6/89 í' * " Íí -• [i y Ifi ]y !L» WBI émmm r- | j jjf' i' 1 Skólaslit 1989 Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið við há- tíðlega athöfn föstudaginn 19. maí sl. Þetta voru 98. skólaslit frá stofnun Stýrimannaskólans árið 1891. Athöfnin hófst með því að syst- urnar Kristín og Anna Þóra Bene- diktsdætur léku á fiðlu og píanó sónötu í G-dúr eftir Mozart. Skólastjóri, Guðjón Ármann Eyjólfsson, minntist síðan látinna sjómanna og eldri nemenda skólans. Sérstaklega minntist hann Jóns Högnasonar fyrrv. skipstjóra, sem lést nú í vor og var elsti nem- andi Stýrimannaskólans, útskrif- aður vorið 1914. í skólaslitaræðu gat skólastjóri helstu viðburða á skólaárinu. í skólanum stunduðu 90 nemendur nám í almennum deildum skól- ans, þegar flest var. Á vorönn var starfrækt sérstök hraðdeild fyrir stúdenta, sem höfðu áður lokið námi 1. stigs. Við skólann störf- uðu 11 fastir kennarar auk skóla- stjóra, stundakennarar voru 8 á haustönn, en 10 á vorönn. Á skólaárinu var opnað sérstak Bókasafn Sjómannaskólans, sem er sameiginlegt bókasafn Stýri- mannaskólans og Vélskóla íslands. Auk þess sem bókasafnið er til nota við almennt skólastarf beggja skólanna er það ætlað sem fagbókasafn helgað sjávarútve^ og siglingum, tækjabúnaði vélum um borð í skipum. ÆtH er að í framtíðinni geti sjómenn ^ þeir, sem tengjast útgerð skyldum störfum, sótt ÞangnU fróðleik og skemmtan. I sa n eru um 1000 bindi og naerri tímarit og blöð. Ráðinn e verið sérstakur bókavörður. Vegna verkfalls BHMR ogþn&j, kennara skólans, sem eru félaS Hinu íslenska kennarafélagi ekki hægt að Ijúka prófum skólaslit, nema í hraðdeild sko a en verkfallið stóð sem kunnuS frá 6. apríl og leystist daginn ) skólaslit, hinn 18. maí.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.