Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1989, Page 32

Ægir - 01.06.1989, Page 32
316 ÆGIR 6/89 Arí Arason: Dýrkeypt mistök Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þegar kvóti var settur á veiðar árið 1984, var einn hluti flotans undanskilinn hinu almenna kerfi. Bátar minni en 10 brúttórúmlestir voru settir undir sameiginlegt aflamark að nafninu til, en engin höft voru á aukningu þessa flota. Ekki reyndist unnt að stýra veiðum smábáta við þessi skilyrði og afleiðingin varð stórfelld aukning báta minni en 10 brl. Með nýjum kvótalögum fyrir veiðar í íslenskri landhelgi 1988- 1990, var reynt að hefta aukning- una með því að fella smábáta 6- 10 brl undir kvótakerfið. Engar líkur eru á, að hægt sé að stýra fiskveiðum á sómasamlegan hátt án þess að sömu reglur gildi fyrir allar gerðir skipa sem fiska við landið. Hvenær sem opnuð er leið til að nýta verðmæta auðlind sem fiskimiðin eru, án þess að greiða fyrir afnot auðlindarinnar, munu menn nyta sér þá leið. I dag er almennt talað um að leiguverð aflakvóta sé á bilinu 13-17 krónur. Sem þýðir að það verð sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir afnot auðlindarinnar er á bil- inu 13-17 þúsund krónur fyrir óveitt tonn af þorski. Hvað hafa þessi mistök kostað aðra útgerðarmenn, sem féllu undir hinar almennu reglur á árinu 1984? Tekin var saman aukning þilfarsbáta minni en 10 brl. á tímabilinu 1984-1988 og þeim úthlutaður kvóti í samræmi við reglur fyrir árið 1988. (Sjátöflu 1). Nýttur var gagnagrunnur og færð inn öll aukning smábáta í skipa- skrá Sjómanna Almanaks 1984- 1988 (þilfarsbáta) og þeim úthlut- aður kvóti eftir reglugerð nr. 17/ 1988 um veiðar smábáta. Þannig fæst út hvað veiðiflotinn tapaði í aflamarki á árinu 1988 vegna þessarar aukningar. Með útreikningum eru rað- smíðaskipin Gissur ÁR 6, skráður í mars 1987, Jöfur KE 17 skráður í júlí 1988, Nökkvi HU 15 skráður í febrúar 1987 og Oddeyrin EA 210 skráð í desember 1986. Öllum raðsmíðaskipunum er úthlutaður kvóti í samræmi við reglugerð nr. 18, þar sem gert er ráð fyrir kvóta handa raðsmíðaskipum í samræmi við kvótalögin fyrir árin 1986- 1987. Kvóti raðsmíðaskipanna er aðallega rækja, sem reiknuð,til þorskígiIda ásamt öðrum kvóta þeirra jafngildir 1589 þorskígild- istonnum á skip. Reyndar er kvót- inn leiðréttur í samræmi við afla þar sem ekkert af þessum skipum náði aflamarki fremur en önnur djúprækjuskip. Ef raðsmíðaskipiu eru reiknuð á raunverulegu afla- marki 1988 yrði kvóti þeirra 1908 þorskígildistonn. Þannig er reynt að ofmeta ekki þann skaða seru þessi umframsókn í raun er. Sama gildir um smábátana, þeim er ein- ungis úthlutað afla samkvaem1 reglugerð, þó þeir hafi sennileg3 flestir unnið sig upp í reynslumar ' eða séu á sóknarmarki. í Ijós kemur að þessi afli/ e'nS og sjá má af töflu, jafngiIdir a a sjö meðalskuttogara. Líkur ben a þó til að 19.549 þorskígildist°nn sé 50% of lág tala. Samkvæ1111 Útvegi 1988, hefur afli smábata aukist um 112% á árunum 198 '1988; eða úr 21.818 tonnum ' 46.220 tonn. Á sama tíma he u úthlutað heildaraflamark haek^1 ^ um 13.5%. Afli smábátanna e samansettur þannig að 85% Tafla 1. 1984 1985 1986 1987 1988 Suðurland 75 75 100 1524 478 Reykjanes -75 -75 -75 2250 3124 Vesturland 0 250 75 925 500 Vestfirðir 0 -75 -50 1350 975 Norðurland-vestra 0 0 75 1924 225 Norðurland-eystra 0 -150 1674 850 475 Austfirðir 0 0 200 1625 1300 ALLS: 0 25 1999 10448 7077 Samtal5 2252 5149 1750 2200 2224 2849 3_125. 19549

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.