Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1989, Qupperneq 60

Ægir - 01.06.1989, Qupperneq 60
344 ÆGIR 6/89 REYTINGUR Afli kaldsjávarrækju minnkandi Rækjuveiðar við Grænland voru talsvert minni fyrri hluta árs- ins 1989, en á sama tímabili í fyrra. Flest rækjuveiðiskip Græn- lendinga gufusjóða rækjuna um borð. Veiði þessarra skipa var 30% minni við V-Grænland á fyrstu 19 vikum þessa árs, en á sama tímabili í fyrra. Við A-Græn- land var á sama tímabili 23% minni veiði sambærilegra skipa. Rækjuafli „gufusjóðara" var 4.114 tonn við A-Grænland á fyrstu 19 vikum ársins 1988, en 3.159 tonn á sama tímabili 1989. Við V-Grænland var afli 4.392 tonn á fyrstu 19 vikum ársins 1988, en hefurfallið niður í 3.104 tonn í ár. Talsverður munur er þó á þróun veiðanna milli ára, þannig hefur afli verið vaxandi við A-Grænland í apríl og nokkru meiri en á sama tíma í fyrra. Hins- vegar olli slæmt veöur og mikill ís minni veiði á fyrrihluta ársins. Við V-Grænland veiddist svipað magn á fyrstu 3 mánuðum þessa árs og árið 1988, síðan hefur afli dregist saman frá sama tímabili fyrra árs. Norðmenn hafa veitt á fyrstu 3 mánuðum þessa árs 5.095 tonn af rækju, sem er nokkru minna en á sama tíma í fyrra. Ægi hafa ekki borist nýjar fréttir af rækjuveiðum við Alaska, en þar var rækjustofn- inn að jafna sig eftir rányrkju áranna kringum 1980. Á þeim árum féll rækjuafli við Alaska úr tæpum 100 þúsund tonnum árið 1978, í 10 þúsund tonn árið 1985. Ljóst virðist þó að öllu minna framboð sé á kaldsjávarrækju á fyrrihluta þessa árs en var í fyrra. Hvort minna framboð endurspegl- ist í hækkandi verði ætti að skýrast innan tíðar. Þorskveiði við Grænland 1988 Mikill vöxtur er í þorskveiðum Grænlendinga. Á árinu 1988 veiddu Grænlendingar meira en 60.000 tonn af þorski, miðað vio 20.000 tonna veiði árið áður. Búist er við enn meiri veiði á yf'r' standandi ári, jafnvel yfir 100 þuS' und tonn af þorski. Veiðin bygg'5J nær eingöngu á einum árgangi fra klakinu 1984. íslendingar eiga mikið undir hvernig til tekst me veiðar Grænlendinga, en megni af þessum árgangi sem veiðist vi Grænland á uppruna sinn að rek)a til íslandsmiða og vænst er umta s verðra hrygningargangna á |S lenska vertíðarsvæðið á koman 1 árum. Ef svo fer að Grænlendingar ganga hart á stofninn verður lít's að vænta af „umframafla" vegna gangna frá Grænlandi á nassta árum. Lífsskilyrði í hafinu vl Grænland hafa einnig mikil áhri a hvernig fer, en mun meiri sveit eiga sér stað á lífsskilyrðum ^ Grænlandsmiðum en gerast v ísland. Andvari VE 100 framhald af 336 Sjálfstýring: Anschutz, Pilotstar Vegmælir. Sagem LHS Miðunarstöð: Furuno FD 171 Örbylgjumiðunarstöð: Furuno FD 525 Loran: Furuno LC 90 Loran: Internav LC 720 Leiðariti: Furuno GD 2000 með CD 141 litaskjá, MT' 100 segulbandi og tengingu við Furuno loran og ratsjá Gervitunglamóttakari: Furuno FSN 90 Dýptarmælir. Furuno FE 881, pappírsmælir, 28 kHz tíðni, sendiorka 10 KW Dýptarmælir. Furuno FCV 140, litamælir, 28 og 50 kHz tfðni, sendiorka 2x10 KW Asdik: Furuno CH 16, 1500 m Aflamælir. Scanmar PD01 krystalskjár með hrað- hleðslutæki Veiðarfæramælir. Furuno CN 14 A, þráðlaus Talstöð: Skanti TRP-6000, 400 W SSB Örbylgjustöð: Sailor RT 2047, 55 rása (duplex) Örbylgjustöð: Skanti TRP 2500, 55 rása (simpleX Veðurkortamóttakari: Furuno FAX 208 A Sjávarhitamælir. Furuno Tl 11D Vindmælir. Mors Poland, YA 46 Qg Auk ofangreindra tækja er Amplidan kallke Skanti WR 6000 vörður. Þá er í skipinu olíurennS^ mælir frá Quest Co og sjónvarpstækjabúnaður . Norma með fjórum tökuvélum fyrir togvindury vinnuþilfar o.fl. og skjá í brú. ^rjr Aftast í brú eru stjórntæki frá Rapp Hydema ^ togvindur, grandaravindur og hífingavindur, en j ^ framt eru togvindur búnar átaksjöfnunarbúna 1 gerð PTS-3000 frá Rapp Hydema. 12 Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: manna Viking gúmmíbjörgunarbáta, flotgalla, köfunartæki og neyðartalstöð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.