Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 6
454 ÆGIR 9/89 Friðrik Friðriksson: Afkoma togara 1988 Um þessar mundir er Fiski- félag íslands að Ijúka við úrvinnslu rekstrar- og efnahagsreikninga útgerðarinnar 1988. Hér verður tekið forskot á niður- stöður og hluti þeirra þirtur. Tekjulega var árið nokkuð hagstætt, þannig hækkuðu meðal- tekjur minni ísfisktogara um 16.1% en almennur útgerðar- kostnaður um 13.3%. Minni ísfisktogarar í úrtaki (60) minni ísfisktogara, sem er um 84.5% úrtak, kom í Ijós að meðalvergur hagnaður þ.e. fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 19.3% en árið áður (1987) um 18%. Heildartekjur (71) minni ísfisktogara námu um 7.8 mill- jörðum króna. Eftir fjármagnskostnað lítur dæmið þó miklu verr út, því að meðaltali nam gjaldfærður fjár- magnskostnaður um 28% af tekjum en árið áður var hann 14%. Þegar tillit er tekið til verð- breytingarfærslu, nemur fjár- magnskostnaður nettó 14.1% tekna. Árið 1987 var verðbreyt- ingarfærslan svo til jöfn fjár- magnskostnaðinum. Raunveruleg afkoma hefur því versnað töluvert frá árinu áður. Ekki eru miklar breytingar á útgerðarliðum. Þannig nema ísfiskssölur um 30% af aflaverð- mæti skipa á árinu 1988 en 28% árið áður. Veiðarfærin nema um 6.4% tekna, eða um 7.5 millj- ónum að meðaltali á skip. Hlutur olíu er svipaður, eða um 9% tekna bæði árin. Viðhald lækkar hins vegar úr um 11 % tekna árið 1987 í 9.4% árið 1988. Niðurstaðan er því, að engar umtalsverðar breytingar hafa orðið á vergri hlutdeild minni ís- fisktogara á árinu 1988. Stærri ísfisktogarar Hækkun meðaltekna stærri tog- ara (yfir 500 brl.) var mun minni, en hjá þeim minni á árinu 1988. Þannig nam hækkunin milli ára um 6.7% hjá þeim stóru. Mun stærri hluti afla stærri togaranna fer á erlendan markað, en um 44% tekna eru rakin til ísfisksölu en um 30% á þei111 minni, eins og áður sagði. Meðaltekjur stærri ísfisktogara voru um 135 milljónir á árinu 1988 en um 117 milljónir hjá þeim minni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.