Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1989, Side 6

Ægir - 01.09.1989, Side 6
454 ÆGIR 9/89 Friðrik Friðriksson: Afkoma togara 1988 Um þessar mundir er Fiski- félag íslands að Ijúka við úrvinnslu rekstrar- og efnahagsreikninga útgerðarinnar 1988. Hér verður tekið forskot á niður- stöður og hluti þeirra þirtur. Tekjulega var árið nokkuð hagstætt, þannig hækkuðu meðal- tekjur minni ísfisktogara um 16.1% en almennur útgerðar- kostnaður um 13.3%. Minni ísfisktogarar í úrtaki (60) minni ísfisktogara, sem er um 84.5% úrtak, kom í Ijós að meðalvergur hagnaður þ.e. fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 19.3% en árið áður (1987) um 18%. Heildartekjur (71) minni ísfisktogara námu um 7.8 mill- jörðum króna. Eftir fjármagnskostnað lítur dæmið þó miklu verr út, því að meðaltali nam gjaldfærður fjár- magnskostnaður um 28% af tekjum en árið áður var hann 14%. Þegar tillit er tekið til verð- breytingarfærslu, nemur fjár- magnskostnaður nettó 14.1% tekna. Árið 1987 var verðbreyt- ingarfærslan svo til jöfn fjár- magnskostnaðinum. Raunveruleg afkoma hefur því versnað töluvert frá árinu áður. Ekki eru miklar breytingar á útgerðarliðum. Þannig nema ísfiskssölur um 30% af aflaverð- mæti skipa á árinu 1988 en 28% árið áður. Veiðarfærin nema um 6.4% tekna, eða um 7.5 millj- ónum að meðaltali á skip. Hlutur olíu er svipaður, eða um 9% tekna bæði árin. Viðhald lækkar hins vegar úr um 11 % tekna árið 1987 í 9.4% árið 1988. Niðurstaðan er því, að engar umtalsverðar breytingar hafa orðið á vergri hlutdeild minni ís- fisktogara á árinu 1988. Stærri ísfisktogarar Hækkun meðaltekna stærri tog- ara (yfir 500 brl.) var mun minni, en hjá þeim minni á árinu 1988. Þannig nam hækkunin milli ára um 6.7% hjá þeim stóru. Mun stærri hluti afla stærri togaranna fer á erlendan markað, en um 44% tekna eru rakin til ísfisksölu en um 30% á þei111 minni, eins og áður sagði. Meðaltekjur stærri ísfisktogara voru um 135 milljónir á árinu 1988 en um 117 milljónir hjá þeim minni.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.