Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 10
458 ÆGIR 9/89 Efnahagsreikningar útgerðar 1988 íeftirfarandí yfirliti er gerð greín fyrir meðaltali efnahagsreikninga eftir stærð á árinu 1988. Á árinu 1987 hóf Fiskifélagið úrvinnslu úr efnahagsreikningum fiskiskipa. Athyglisverð er þróun eigin fjár útgerðar árið 1988. Nú er svo komið að mjög hefur gengið á eigið fé í útgerð. Þannig er eigið fé minni togara neikvætt á árinu 1988 um 8.1 % en var jákvætt um 11.4% árið 1978. Kemur hér ýmislegt til. Þannig aukast skuldir við Fiskveiðasjóð um 78%. Veltufjármunir dragast saman um 34%. Einnig hefur gengið verulega á eigið fé báta. Þannig var eigið fé 111-200 brl. báta neikvætt um Tafla 6. Veltufjár- og eiginfjárhlutföll fiskiskipa 1988 Sfærð Vélbátar Veltufjárhlutfall Eiginfjárhlutfall 10-20 51.94 16.71 21-50 35.76 10.94 51-110 60.87 26.50 111-200 21.23 -36.49 201-500 38.64 7.57 500ogyfir 0.00 0.00 Togarar 201-500 33.76 -8.10 500ogyfir 36%. Úrtakið nær aðeins til þeirra útgerða sem einungis gera út eitt skip. Sömu sögu er að segja um veltufjárhlutfall fiskiskipa, þ.e. hlutfall veltufjár gagnvart skamm- tímaskuldum. í öllum stærðar- flokkum dró úr því. Þannig minnk- aði veltufé um 34% hjá minni togurum, fór úr 59.1 % árið 1987 í 33.8% árið 1988. í úrtaki efna- hagsreikninga voru 118 reikning- ar. REYTINGUR Hrygningarganga þorsks frá Grænlandi árib 1930 Það kom fram í Fiskifréttum 25. ágúst síðastliðinn, í samtali við Dr. Sigfús Schopka fiskifræðing, að líklegt væri að flestir aflatoppar á þessari öld hefðu fengist vegna þorskgangna frá Grænlandi. Sig- fús nefndi m.a. árið 1930 sem dæmi um metaflaár vegna hrygn- ingargöngu þorsks frá Grænlandi. í ársskýrslu Árna Friðrikssonar, fiskifræðings Fiskifélags íslands, frá árinu 1931 um árgangaskipt- ingu þorsks í afla á árunum 1928- 1930, kemur eftirfarandi fram: „Árið 1928 bar mest á sex vetra þorski (árgangurinn frá 1922) kringum allt land, nema við Vest- mannaeyjar, þar fiskaðist, eins og vænta mátti, eldri fiskur, mest bar þar á 9 vetra þorski, eða árgang- inum frá 1919. Árið 1929 bar yfirleitt lítið á 1922-árg., það var eins og hann væri að mestu leyti horfinn, en annars voru áhöld um það, hvaða árgöngum bar mest á í aflanum, víðsvegar um land. Við Vest- mannaeyjar var árg. frá 1919 (10 ára þorskur) ennþá lítið eitt sterk- ari en aðrir árgangar, en annars var nokkurn veginn jafnmikið af þorski á öllum aldri, frá 10-16 vetra. Við ísafjörð var nokkurn- veginn jafnmikið af 4, 5, 6 og 7 vetra þorski, við Siglufjörð bar mest á 1924-árganginum (5 vetra þorskur), og við Norðfjörð var 5 vetra þorskur (frá 1924) yfirgnæf- andi. Árið 1930 fylltust öll mið kringum land allt af 8 vetra þorski. Þetta var árgangurinn frá 1922, sem nú var orðinn kynþroska, og hélt innreið sína til gotstöðvanna. Átta ára þorskurinn var svo míkill, að hann nam sumsstaðar um 80% af öllum afla, meðan mest var um hann, eins og t.d. á Siglufirði. Við Vestmannaeyjar bar einnig nokkuð á 11 vetra gömlum fiski og við Austurland var talsvert mikið af 6 vetra þorski." Síðar í skýrslunni segir Árni: „Það er nú sannað, að þorskur gengur hingað frá Grænlandi, og egg og seiði geta borist héðan til Grænlands, svo úthafsdjúpið er ekki sú skjaldborg utan um mið landsins, sem áður var álitið." f lok skýrslunnar um þorskinn veltir Arni fyrir sér spurningunni: „Hvaðan kom 8 vetra þorskurinn, sem fyllti vertíðarmiðin síðastliðna vertíð?"..; „Spurninginn er nu, hefir allur þessi fiskur alist upp v'° ísland, eða er megnið af honum komið frá öðrum löndum (Græn- landi), eins og próf. Schmidt telur líklegt?" Það má lesa milli línanna að Árni telur hugmyndina vera lík' lega skýringu eins og sjá má af þvl að hann setur Grænland þarna sérstaklega innan sviga. Af þessum pistli sjá lesendur Ægis að sú hugmynd er ekki ný< að skýringar á aflatoppum vio ísland, sé að leita á Grænlands- miðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.