Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 12
460 ÆGIR 9/89 Almennar reglur viö stjórn fiskveiða Inngangur Val á aðferð við stjórn fisk- veiða er í raun val um hvaða efna- hag íslendingar kjósa að lifa við í framtíðinni og hverju við erum til- búin til að fórna í dag fyrir bætta framtíð. Hér verða raktir nokkrir kostir sem um er að velja til stjórn- unar veiða og komið hafa til umræðu að undanförnu. En fyrst lauslega um vandamálið sem við er að glíma. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er, að fiskimiðin eru takmörkuð auðlind. Afli eykst aðeins að ákveðnu marki við aukna sókn fiskiskipa. Sem þýðir: I fyrsta lagi, ókeypis aðgangur að fiskimiðunum eða m.ö.o. hindr- unarlaus aðgangur að fiskimið- unum leiðir til sóknar á miðin að því marki að útgerð fiskiskipa gefur þjóðinni einungis sama arð og aðrir mögulegir fjárfestinga- kostir landsmanna. En möguleg arðsemi af útgerð er langt umfram hugsanlega arðsemi annarra fjár- festingakosta. í öðru lagi, að hátt og hækkandi fiskverð er hvati til enn aukinnar sóknar. í þriðja lagi, aðrir mögulegir fjárfestingarkostir Islendinga verða ekki samkeppnis- færir við fiskimiðin að arðsemi í fyrirsjáanlegri framtíð. Af þessu leiðir að án stjórnunar veiða mun verða offjárfest í skipum og búnaði til veiða og sú hætta skapast að ekki verði einungis veitt úr fisk- stofnunum langt umfram það sem hagkvæmast er. Heldur skapast og sú hætta að verðmætustu fisk- stofnunum verði útrýmt einum af öðrum. Frjáls sókn Fram að útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur árið 1972, var stjórn veiða ekki raunhæfur möguleiki fyrir Islendinga. Einungis var hægt að leitast við að friða uppeldis- stöðvar innan 12 sjómílna lög- sögunnar. Ekki náðist samkomu- lag milli þeirra þjóða sem stund- uðu veiðar á íslandsmiðum um stjórn veiða eða hámarksafla fisk- tegunda. Þessvegna var frjáls sókn á miðin eina mögulega lausnin á fyrirkomulagi veiðanna. Einhliða ráðstafanir íslendinga til stýringar sóknar í þeim tilgangi að minnka hana, hefðu einungis leitt til auk- ins afla útlendinga og fiskstofnar hefðu verið í nær jafnmikilli útrýmingarhættu og áður. Ekki skipti máli hvor aðilinn veiddi síð- asta fiskinn. Aðalatriðið var að ná sem stærstum hlut í mögulegum afla. Viðburðir landhelgisdeilna síð- asta áratugar eru enn í fersku minni og verða því ekki raktir hér. í sömu viku og samkomulag náðist við Breta um viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilandhelgi, var sam- þykkt löggjöf á Alþingi sem mark- aði stefnu að stjórn fiskveiða við ísland. Eins og fyrr var rakið mun frjáls sókn leiða til aukinnar notkunar ij'ármagns við veiðarnar í formi tleiri og/eða betur búinna skipa. Að líkindum mun frjáls sókn einnig leiða til þess að fleiri fiski- menn munu veiða færri fiska. Menn verða að hafa í huga að sóknin eykst áfram þótt hámarks- afla sé náð. Þó að þjóðin tapi tekjum við aukna sókn sem leiðir til minni afla og þar með minnk- andi heildartekna, þá getur verið hagstætt fyrir einstakling að fara út í útgerð. Hér er rétt að setja fram dæmi til að útskýra hversvegna frjáls aðgangur að fiskimiðunum er lík- legur til að valda minni heildar- tekjum áður en lýkur. Hugsum okkur t.d. að jafnstöðuafli þorsks við stofnstærðina 2.8 milljónir tonna og fulla nýtingu 50 skuttog- ara, sé 250 þúsund tonn. Hagn- aður hvers togara umfram afrakstur jafnmikillar fjárfestingar i landi, sé 25 milljónir króna. Við slíkar aðstæður er augljóst að það væri arðbært fyrir einstaklinga að fjárfesta í nýjum togurum. Ef sókn er aukin mun afli aukast, t.d. na hámarki við jafnstöðuafla 350 þúsund tonn og stofnstærð 1-5 milljónir tonna. Segjum sem svo að þessi aukning afla krefðist úthalds 80 togara og umframhagn- aður væri 10 milljónir króna per togara. Afli og þar með tekjur hefðu þannig aukist um 40% og sóknin hefði aukist um 60%- Umframhagnaður hefði minnkað, en enn væri arðbært fyrir einstakl- inga að kaupa togara og gera ut. Þegar hér er komið málum, er svo háttað að heildarafli mun minnka við aukna sókn. Endirinn gæ11 orðið sá, að útgerð næði jafnvæg1 við sókn 107 togara, 250 þúsund tonna jafnstöðuafla og einungis 900 þúsund tonna veiðistofn. I þeirri stöðu væri afrakstur fjárfest- ingar í útgerð sami og við fjárfest- ingar í landi. Ef svo við þessaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.