Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Síða 16

Ægir - 01.09.1989, Síða 16
464 ÆGIR 9/89 við einhverja ímyndaða markalínu gerir engum gagn. Mismunandi samsetning afla skipa eftir þvi hvort þau veiða vestur á Hala eða austur í Rósagarði, mun verða leyst með skiptum á tegundum- Með því að afnema landshluta- skiptingu væri ýtt undir viðskipti með kvóta. Afnám sóknarmarks- ins mun leysa þetta vandamál. Mismunun milli veiðarfæra, t.a.m. að láta afla veiddan á línu i kringum áramót koma að hálfu til frádráttar frá aflamarki, leiðir ekki til aukinnar hagkvæmni. Betra væri að taka saman afla þeirra báta, sem nýtt hafa sér þessa heimild á undanförnum árum og úthluta þeim aflamarki í samræmi við þann afla. Útgerðarmenn og skipstjórar eru fullkomlega færir um að meta hvaða veiðarfæri henta best. Sömuleiðis ef afli dreg- inn á línu er talin meiri að gæðum en annar afli, þá eiga fiskkaup- endur að greiða fyrir aflann í sam- ræmi við virðisaukningu vegna meiri gæða. Leita á leiða til að ná sem mestu frelsi við skipti milli tegunda, þannig að útgerðarmenn og skip' stjórar taki ákvarðanir um þær teg- undir sem best hentar að veiða hverju sinni. Ef ekki finnst leið tij að ná markaðsverðmyndun a skiptingu milli tegunda, þannigað staðið verði við áætluð aflamörk, þá verður að veita sjávarútvegs- ráðuneyti vald til að stýra verð- myndun, þannig að það geti breytt þorskígildisstuðlum tegunda hve- nær sem þörf krefur. Úthluta ætti aflakvóta í þorsk- ígildum til allra veiða og hafa sem mest frelsi í viðskiptum með afla- kvótana. Eftir sem áður yrði a stjórna fjölda skipa í sérveiðar með veitingu veiðileyfa. Petta ætt' að tryggja jafnar tekjur af veiðun- um, þannig að verðfall á t.a.m- hörpudiski, eða hrun loðnustofns ins setti ekki viðkomandi útgerðu á vonarvöl. dæmi um sýnilega verðmyndun má hér nefna: leiguverð kvóta, kaupverð skipa með kvóta, kaup- verð skipa með sóknargetu, verð veiðileyfa, hlutfall auðlindaskatts, gengisbreytingar, aukningu smá- bátaflota, landhelgisbrot, Stein- grím Trölla, Stakfell, Lúðvík Barði Kjartan o.s.frv. Raunveruleg dæmi eru óteljandi hér á landi allt frá því að skrapdagakerfið var tekið upp og raunar allt frá því að farið var að loka svæðum fyrir ákveðnum gerðum skipa og veiðarfæra. Kvótakerfið Um kvótakerfið hefur verið svo margt hjalað að það væri eins og að bera vatn í bakkafullan læk, að rekja grunnhugmyndir þess enn og aftur fyrir lesendum Ægis. Rétt er þó að drepa á nokkur atriði sem vert er að skoða grannt vegna lík- legrar ákvarðanatöku Alþingis á næstu mánuðum. Almennar reglur Nauðsynlegt er að reglur kvóta- kerfisins hafi almennt gildi. Mis- munun milli landsvæða og veið- arfæra við úthlutun kvóta þjónar engum skynsamlegum tilgangi og verður einungis til að valda úlfúð milli manna sem við kerfið búa. Skipting aflakvóta skipa eftir því hvort þau eru sunnan eða norðan Skráö lög eru vernd borgaranna gegn misbeitingu framkvæmdavaldsins.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.