Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1989, Page 19

Ægir - 01.09.1989, Page 19
9/89 ÆGIR 467 rettlátt kerfi að svo miklu leyti sem markaðshagkerfi getur kallast réttlátt. Sjávarútvegur aðlagast breyttum skilyrðum með nákvæmlega sama hætti og áður. Allt tal um að „fjár- sterkir" aðilar hafi meiri mögu- leika til áð ná í veiðiheimildir undir kvótakerfi, en áður, er út í blainn. Hvenær hefur handbært fjármagn eða aðgangur að lánsfé ekki verið grundvallaratriði við að hefja útgerð? Stjórnvöld munu hafa, við kvótakerfi, nákvæmlega sömu möguleika og áður, til áhrifa á byggð aþróun. Það er enginn nýj- ung að þéttbýlisstaðir úti á lands- byggðinni verði fyrir áföllum. Hvernig var ástandið á Skaga- strönd og fleiri stöðum á Norður- landi, fyrir rúmum tuttugu árum, begar síldin hvarf af miðunum? Með samheldni og dugnaði tókst Skagstrendingum að byggja upp gott frystihús og eitt blómlegasta ótgerðarfyrirtæki landsins, og svo var um fleiri. í dag hafa þéttbýlis- staðir á landsbyggðinni jafngóða °g þó líklega betri möguleika til að endurskapa atvinnulíf á stöðunum, í kjölfar erfiðleika í sjávarútvegi. Fólk á landsbyggðinni ætti að hafa í huga að grunnur kvótakerf- 'sins er afhending eignaréttar til étgerðarfyrirtækja. Það þýðir að smámsaman skapast verðmæti, eign handhafa veiðiréttarins. Landsbyggðin á 80-90% af allri kvótaeign landsmanna, þetta er ekki eign upp á fáeina milljarða króna, eins og þráfaldlega er endurtekið í fjölmiðlum. Um er að ræða eign sem sennilega er réttara ab telja í tugum milljarða króna. Mistökin eru fólgin í ruglingi hugtaka, ruglað er saman hug- tökunum tekjur og eign. Ef þorsk- kvóti er leigður á 16 krónur kílóið, þá eru tekjur útgerðar af kvótaeign ■ heildarafla íslandsmiða undir ^lmennu kerfi aflakvóta, þ.e. af 800.000 þorskígildistonnum, um 12.8 milljarðar á ári. Að vísu verður leiguverð kvóta ekki svo hátt þegarfrá líður, en kvótaeignin er þó mörgum sinnum meira virði. Hver fer svo illa út úr kvóta- kerfinu? Hér verður ekki heldur um það að ræða að búið verði til apparat á Stór-Reykjavíkursvæðinu til mið- stýringar eins og mun verða raunin með veiðileyfasölu eða sóknarmarkskerfi með fjárfestinga- marki. Ef kvótakerfið hefur þau áhrif sem hér hafa verið rakin, mun framtíð flestra útgerðarstaða á landsbyggðinni vera tryggð með kvótakerfi, að svo miklu leyti sem framtíð þéttbýlisstaða getur verið tryggð. Auölindaskattur \ grein sem Gylfi Þ. Gíslason skrifaði í Morgunblaðið 27. apríl 1989, segir hann: „ Við íslenzkar aðstæður, sem gera það nauðsyn- legt, að takmörkuð leyfi séu veitt til þess að hagnýta þessa sameign (fiskimiðin — innskot Ægis) er eðli- legast, að þeir, sem þessi leyfi fá, greiði samfélaginu gjald fyrir þennan sérstaka rétt. Með því er ekkert á þá hallað miðað við þá aðra atvinnurekendur og launa- menn, sem hagnýta aðrar auðlind- ir, innlendar sem erlendar, og verða eins og eðlilegt er, að greiða fyrir þau hagnýtingarskilyrði." Gylfi hefur um langa hríð verið helstur íslenskra sérfræðinga í fiskihagfræði og skrifað margar bækur og fjölda greina um hag- kvæma stjórn veiða. í ívitnaðri Morgunblaðsgrein, er hann þó fyrst og fremst að fjalla um hag- kvæmnistjórn fiskveiða frá sjón- Kvótakerfið hefur örugglega jákvæðari áhrif á þróun byggðar í landinu, en auð- lindaskattur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.