Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1989, Page 20

Ægir - 01.09.1989, Page 20
468 ÆGIR 9/89 armiði réttlætis. Talsmenn auö- lindaskatts hafa það aðallega í huga, að ekki sé réttlátt að gefa til- tölulega fáurn aðilum sameign þjóðarinnar. Betra sé að nota auð- lindaskatt til að stjórna veiðunum. Auðlindaskatturinn muni skila sama árangri og kvótakerfið og um leið fullnægja réttlæti, þar sem ríkið innheimti skattinn og öll þjóðin skipti þannig með sér arð- inum. En, er það rétt, að með auð- lindaskatti sé hægt að ná sömu hagkvæmni og með kvótakerfi? í grein sem Gylfi skrifaði deg- inum áður í sama blað, segir hann: „Þeirri skoðun hefur verið haldið fram, að væru þær breyt- ingar gerðar á núgildandi kvóta- kerfi, að veiðileyfi væru veitt til margra ára, viðskipti með þau væru algjörlega frjáls og fullkom- inn markaður fyrir þau næði að þróast, mundi kerfið geta leitt til slíkrar niðurstöðu (að aflamark næðist með lágmarkskostnaði - innskot Ægis). Aðrir - og er höfundur þessarar greinar í þeim hópi - telja, að þessar breytingar væru ekki nægilegar, auk þess sem mjög hæpið sé, að markaður fyrir veiðileyfi geti hér orðið nægi- lega fullkominn, ekki fyrst og fremst vegna þess að búast megi við ýmiss konar markaðsbresti vegna smæðar markaðarins, heldur frekar vegna hins, að stjórnvöld teldu sér nauðsyn að hafa afskipti af honum vegna byggðasjónarmiða og ýmiss konar hagsmunagæzlu." Að mati undirritaðs, eru yfir- burðir úthlutunar kvóta yfir auð- lindaskatt, einmitt í því fólgnir, að stjórnvöld freistist síður til að grípa inn í eðlilega þróun. Auðlinda- skatturinn er, eðlis síns vegna, innheimtur til ríkisins og það mun verða ærin freisting fyrir ístöðulít- inn ráðherra að grípa til gjafaút- hlutunar veiðileyfa ef „Patreks- fjarðarmál" kæmi upp, eins og dæmin sanna. Þegar frá líður, mun hagkvæm- ari útgerð undir kvótakerfi, leiða til þess, að eigendur kvótans munu bera meira úr býtum. Alltaf mun þó vera hægt að skattleggja þá eign sem í kvótanum liggur og þær tekjur sem af kvótanum fást. Nú þegar er virði kvóta farið að koma fram á eignahlið í efnahags- reikningum útgerðarfyrirtækja, vegna kaupa á kvóta sem hafa átt sér stað á síðasta ári. Hinsvegar veit undirritaður þess ekki dæmi að annar kvóti sjáist í reikningun- um, enda ekki eðlilegt þar sem eignarhald er ekki nema til þriggja ára og fullkomlega óeðlilegt væri t.a.m. að afskrifa slíka eign. Það verður vandamál fyrir skattasér- fræðinga í framtíðinni að fjalla um hvernig kvótar skulu metnir til eignar eftir afurðaverði hvers tíma. En, þetta atriði kemur ákvörðun um fiskveiðilöggjöf ekki við. Annað sem mælir á móti auð- lindaskatti er, að töluverðar líkur eru á, að sóað verði fjármunum og mannafla í opinbert skrifstofubákn til að halda utan um stjórnkerfi veiðanna, ef auðlindaskatti verður beitt til stjórnar veiða. Þannig mun hluti af umframarði fiskimið- anna fara forgörðum. Ef auðlindaskattur verður not- aður til stjórnar veiða, munu vandamál við niðurskurð flotans einnig verða meiri, en við stjórn veiða með aflakvótum, þar sem umframveiðiflotinn verður verðlít- ill eða verðlaus. Við núverandi eignastöðu útgerðar, þýddi það að útgerðina yfirgæfi hópur gjald- þrota manna. Þannig væru skap- aðir óþarfa erfiðleikar fyrir fjölda fólks. Veð banka og fjár- mögnunarsjóða sem tryggð eru með kvótaeign útgerðar, munu eyðast upp með ákvörðun um auðlindaskatt. Afleiðingarnar munu verða miklir erfiðleikar þessara stofnanna, með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Frá réttlætissjónarmiði er meira réttlæti í því fólgið, að afhenda útgerðinni kvótann til eignar, en i hinu, að láta eigið fé útgerðar og fiskvinnslu brenna upp á altari fastgengisstefnu. Afhending kvót- ans til útgerðar er einnig vafalaust hagkvæmari fyrir þjóðarbúið- Auðlindaskattur með veiðileyfa- sölu eða öðru svipuðu fyrirkomu- lagi er einungis sóun verðmæta i óþarfa millilið. A-A-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.