Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 22
470 ÆGIR 9/89 RAÐSTEFNA um öryggi og vinnuaðstöðu í fiskiskipum Inngangur Dagana 22. til 24. ágúst 1989 var haldinn í borginni Rimouski í Quebecfylki í Kanada alþjóðleg ráðstefna þar sem fjallað var um öryggi og vinnuaðstöðu í fiskiskip- um. Ráðstefnuna sóttu um 250 manns frá 24 löndum. Þetta mun vera fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um öryggi fiskiskipa sem haldin er í rúm 20 ár. Þátttakendur frá ís- landi voru 5: Helgi Laxdal frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands, Jónas Haraldsson frá Landssambandi ísl. útvegs- manna, Magnús Jóhannesson ogt Páll Hjartarson frá Siglingamála- stofnun ríkisins. Auk þess sat ráð- stefnuna Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri, Björgunarnets- ins Markús hf. Efni ráðstefnunnar var mjög yfir- gripsmikið og voru fluttir 54 fyrir- lestrar á ráðstefnunni. Til að gefa nokkra hugmynd um umfang ráð- stefnunnar skulu nefndir helstu málaflokkarnir sem ræddir voru: 1. Slysaskráning. 2. Oryggi við vinnu og aðbún- aður áhafnar. 3. Stöðugleiki skipa. 4. Björgunarbúnaður. 5. Slysa- og læknishjálp fyrir fiskimenn. Greinargerð fulltrúa Islands á alþjóð- legri ráðstefnu í Kanada um öryggi og vinnuaðstöðu í fiskiskipum. 6. Öryggisfræðsla. 7. Rannsóknir á vinnuumhverfi. í tengslum við ráðstefnuna var haldinn sérstakur fundur um þjálfun og öryggisfræðslu fyrir fiskimenn fyrri hluta föstudagsins 25. ágúst, þar sem kynnt var staða þjálfunar og öryggisfræðslumál fyrir fiskimenn í nokkrum löndum, einkum í Bandaríkjunum, Kan- ada, Spáni og Noregi. Fyrir ráðstefnunni stóð Háskól- inn í Rimouski í samvinnu við kanadísku strandgæsluna, en Alþjóðasilgingamálastofnunin og Alþjóðavinnumálastofnunin tóku einnig þátt í undirbúningi ráð- stefnunnar. Almenn efnisumfjöllun Efni fyrirlestra má í grófum dráttum skipta í þrennt: í fyrsta lagi fýrirlestra þar sem greint var frá ástandi öryggismála s.s. slysatíðni og við hvaða vanda- mál væri að glíma hjá einstökum löndum. í öðru lagi voru fyrir- lestrar þar sem greint var frá aðgerðum stjórnvalda í einstökum ríkjum til að bæta öryggi og aðbúnað fiskimanna og í þriðja lagi fyrirlestrar þar sem greint var frá rannsóknum sem gerðar hafa verið eða unnið er að til að bæta öryggi og aðbúnað íiskimanna. Á raðstefnunni kom greinilega fram hversu gífurlegur munur er á ástandi öryggismála fiskimanna í þróunarlöndunum annars vegar og í hinum þróuðu ríkjum hins vegar. Vandamál þróunarland- anna eru ekki eingöngu tæknilegs og fjárhagslegs eðlis heldur oft á tíðum trúarlegs eðlis. Ýmis hjátrú og hindurvitni gera það að verkum að erfitt er að fá fiskimenn í þróun- arlöndunum til þess að taka upp notkun á ýmiss konar einföldum björgunarbúnaði. Þá kom fram að mörg ríki leggja nú aukna áherslu á bætta skrán- ingu slysa á sjó, en skráning slysa sem verða við fiskveiðar hefur verið mjög ófullkomin og því oft erfitt að gera sér grein fyrir því hvar og hvernig slysin verða. Aðilum sem fjölluðu um skrán- ingu slysa á ráðstefnunni bar saman um að leggja bæri mun meiri áherslu á þennan þátt en gert hefur verið og æskilegt væri að komið yrði á fót sem mest sarn- ræmdri skráningu í öllum löndum, þannig að bera mætti saman ástandið í einstökum löndum og auðvelda þannig alþjóðlega sam- vinnu við lausn einstakra vanda- mála. Hvað varðar aðgerðir stjórn- valda í einstökum ríkjum vöktu athygli fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjamanna og Kanada- manna þ.á m. auknar kröfur um menntun og þjálfun áhafna fiski- skipa svo og hert eftirlit nieð öryggi fiskiskipa. Einnig var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.