Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 24
472 hávaðamörk). Þá kom fram að aðilar í Hollandi sem kannað hafa sérstaklega aðgerðir til þess að ná þessum viðmiðunarmörkum í fiskiskipum telja að gera megi ráð fyrir aukakostnaði við nýsmíði fiski- skipa á þilinu 2'/2 til 3% af kostn- aðarverði skipsins. Þá kom fram að athyglisverðar rannsóknir fara nú fram í Frakklandi, m.a. í sam- vinnu við svonefnt Halios- verkefni, sem nokkur íslensk fyrirtæki eiga aðild að, á því hvernig auka megi öryggi við vinnu við meðhöndlun veiðarfæra og fer athugunin þannig fram að rannsóknaraðilar fara með skipum til veiða, fylgjast með vinnubrögðum, og meta aðstæður út frá því sem þeir sjá í starfi fiskimanna. Segja má að þessi vinna miði að því, að draga úr slysum um þorð í fiskiskipum. Fulltrúar ILO og IMO töldu nauð- synlegt að frekari kannanir yrðu gerðar á því hvaða þátt þreyta á í slysum um borð í skipum. Fjallað var um hönnun þrúar m.t.t. auð- veldrar og öruggrar skipstjórnar, og taldi fyrirlesari að til bóta væri að fækka skjám í brú og taka sömu upplýsingar inn á færri skjái og minnka brúna. Fjöldi skjáa drægi úr athygli manna við stjórn skipsins. Þá kynnti einn fyrirlesari athyglisverða lausn á vinnutil- högun á vinnsluþilfari og flokkun og frágang afla í lest. Stöðugleiki skipa Fram kom hjá öllum þeim sem fjölluðu um stöðugleika skipa að upplýsingar um stöðugleika minni skipa eru mjög af skornum skammti. Úr því þurfi að þæta með því að mæla stöðugleika minni skipa. Hvað varðar stöðugleika- kröfur fyrir stærri skip voru menn almennt sammála um að stöð- ugleikakröfur Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar væru full- nægjandi. Þá undirstrikuðu margir fyrirlesarar mikilvægi þess að skipstjórnarmenn þekktu grund- ÆGIR vallaratnöi stöðugleika og kynnu að notfæra sér stöðugleikagögn skipanna. Björgunarbúnaður skipa I sambandi við nýjan björgunar- búnað skipa bar mest á umfjöllun um neyðarbaujuna EPIRB á tíðninni 406 MHz og notkun á COSPAS/ SARSAT gervihnattakerfinu og kom fram að bæði Bandaríkja- menn og Kanadamenn hafa ákveðið að lögskipa slíka bauju í fiskiskip allt niður í 12m að stærð. Þá var kynnt nýstárleg hugmynd um sérstaka bauju með radar- spegli sem kastað væri fyrir borð ef maður félli fyrir borð þannig að auðveldara væri fyrir skipið að snúa við og finna staðinn. Þá skýrðu Kanadamenn frá athug- unum sínum á virkni flotvinnu- búninga og hugmyndum um að lögskipa slíka búninga í öll fiskiskip. Sovétmenn skýrðu frá nýlegum athugunum á stöðugleika og sjó- hæfni gúmmíbjörgunarbáta sem staðfestu í meginatriðum niður- stöður úr rannsóknum Siglinga- málastofnunar árin 1980-1981. Slysa- og læknishjálp fyrir fiskimenn Kynnt var ný fjarskiptaþjónusta sem í daglegu tali er kölluð MAC- NET og Frakkar og Spánverjar hafa tekið upp, en er reiknað með að muni síðar ná til allra Evrópu- handalagsríkjanna. Ætlunin er að veita læknisþjónustu og ráðgjöf úr landi til áhafna fiskiskipa þar sem veikindi eða slys hafa orðið. Mið- stöð þessi sem staðsett verður í Frakklandi hefur t.d. í dag aðgang að öllum sjúkraskrám spánskra fiskimanna og getur við læknisað- stoð til einstaka fiskimenn flett upp þessum sjúkraskrám og athugað sjúkrasögu viðkomandi einstaklings. Var augljóst að upp- 9/89 hygging þessa kerfis var mikið áhugamál margra fulltrúa úr löndum Evrópuhandalagsins sem voru á ráðstefnunni. Þá varfjallað ítarlega um kennslu í skyndihjálp og læknisfræði fyrir skipstjórnar- menn, við athugun sem gerð haföi verið kom í Ijós t.d. í Frakklandi að meðal yfirmanna á skipum að stór hluti þeirra var ófær um að framkvæma þau læknisverk, sem þeir höfðu átt að hafa hlotið þjálfun í meðan á námi þeirra stóð. Öryggisfræðsla Mikil áhersla var lögð á öryggis- fræðslu fyrir fiskimenn. í máli þeirra sem að fjölluðu um þennan þátt kom fram að slík fræðsla er mjög mikilvæg ekki aðeins til þess að auka hæfni manna við að þjarga sér þegar upp koma erfiðar aðstæður, heldur ekki síður til að fyrirbyggja óhöpp og auka skiln- ing manna um hættur almennt við störf um borð. Fram kom að á öryggisfræðslunámskeiðum eru kennd mjög hliðstæð atriði og kennd eru hér á landi, þ.e.a.s. skyndihjálp, eldvarnirog meðferð björgunarbúnaðar og björgunar- tækja, en í Bandaríkjunum hafa menn auk þess tekið upp kennslu i stöðugleika eða kynningu a stöðugleikafræðum, enda hefur hingað til ekki verið nein krafa um réttindi skipstjórnarmanna a fiskiskipum allt að 200 lestum að stærð. Sú tillaga hefur komið fram fra stjórnskipaðri nefnd um aukið öryggi við fiskveiðar í Kanada að eftir 1. janúar 1995 verði allir fiskimenn að hafa lokið öryggis- fræðslunámskeiði. Norðmenn stefna að því að fyrir lok ágúst- mánaðar 1991 hafi helmingur fiskimanna í Noregi lokið öryggis- fræðslunámi, og allir fiskimenn eigi síðar en í ágústlok 1993. Fram kom hjá flestum fyrirles- urum um þetta efni að megin- :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.