Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 25

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 25
9/89 ÆGIR 473 vandamálið væri að fá sjómenn til að sækja öryggisfræðslunámskeið. ' Kanada hafa fiskimenn fengið atvinnuleysisbætur meðan þeir hafa setið námskeiðin. Væntan- !egt er til íslensku fulltrúanna ýrnislegt kennsluefni sem aðrar þjóðir eru að vinna að varðandi öryggisfræðslu, fiskmeðferð o.fl. Rannsóknir á vinnuumhverfi Eins og áður greinir fara nú víða fram umfangsmiklar rannsóknir á hávaða og titringi um borð í skipum. Sömuleiðis rannsóknir á áhrifum hreyfinga skipa á vinnuaf- köst skipverja, ásamt ýmsum öðrum athugunum. Þessar rann- sóknir virðast vera tiltölulega nÝbyrjaðar. Frumrannsóknir á áhrifum þessara þátta á vinnuaf- köst, þreytu og athyglisgáfu skip- verja gefa til kynna að þessar rannsóknir verði að auka veru- 'ega. í framhaldi af þessu yrðu gefnar út leiðbeiningar og ef þörf krefur settar sérstakar reglur um einstaka þætti. hJiðurstödur Ráðstefnan í Rimouski var að °kkar dómi afar gagnleg fyrir þá aöila sem vinna að auknu öryggi °8 slysavörnum um borð í ^skiskipum. Þarna gafst tækifæri til þess að afla upplýsinga um það sem aðrar þjóðir eru að vinna að í þessum efnum. Það gefur auga 'eið að það er ekki síst mikilvægt fyhr litla þjóð sem er jafn háð fisk- veiðum og við að fylgjast vel með öHu því er fram kemur á alþjóða- vettvangi um aukið öryggi og ^ettan aðbúnað á fiskiskipum. Greinilegt er að mikil vakning er nú meðal margra þjóða í þá veru að bæta öryggi sjómanna á jiskiskipum, sem hafa hingað til 'ftiö sinnt öryggismálum fiski- skipa, og hafa þær nú ákveðið með 'agasetningu að snúa algjörlega v'ð blaði. Kom greinilega fram að eftirlit með minni fiskiskipum, hæfniskröfur til yfirmanna fiski- skipa og öryggisfræðsla fyrir fiski- menn eru meðal víðtækra aðgerða sem víða eru í undirbúningi, eða að koma til framkvæmda. Sem dæmi um þetta má nefna Banda- ríkjamenn. Er augljóst að aðgerðir hér heima á seinni árum eru mjög í takt við hugmyndir annarra þjóða um endurbætur í þessum efnum. Vinnurannsóknir með það mark- mið að bæta öryggi og vinnuað- stöðu á fiskiskipum, rannsóknir á hávaðavöldum og finna leiðir til að koma í veg fyrir þreytandi og heilsuspillandi hávaða í fiskiskipum eru mjög vaxandi í ýmsum löndum Evrópubandalags- ins. Hvað varðar okkar fiskiskip verður að telja að hér liggi einmitt helstu framtíðarverkefni okkar þ.e.a.s. að finna leiðir til að draga úr hávaða og bæta vinnuaðstöðu um borð í fiskiskipum. Til að ná árangri þarf auknar rannsóknir sem að mestum hluta verða að fara fram um borð í skipum. Slíkar rannsóknir eru kostnaðarsamar og því nauðsyn- legt að stjórnvöld geri sér grein fyrir þessu þegar leitað er eftir fjár- magni til slíkra rannsókna. Einnig er augljós nauðsyn þess að hafin verði sem fyrst kerfis- bundin óhappa- og slysaskráning varðandi skip og sjómenn hér á landi. Ráðstefnunni lauk með því að samþykkt var ályktun þar sem m.a. var vakin athygli á nauðsyn þess að auka öryggi og bæta vinnuaðstöðu í fiskiskipum og skorað á alþjóðlegar stofnanir, stjórnvöld einstakra ríkja og rann- sóknarstofnanir að vinna saman að tæknilegum lausnum. Enn- fremur að alþjóðastofnanir og stjórnvöld láti aðgerðir í öryggis- málum fiskimanna hafa forgang. Óhætt er að draga þá ályktun af þeim upplýsingum sem fram komu á ráðstefnunni að á flestum sviðum öryggismála í fiskiskipum stöndum við íslendingar framar- lega miðað við aðrar þjóðir. Engu að síður er augljóst að við þurfum að gera betur, um það bera glögg- lega vitni þau fjölmörgu slys sem eiga sér stað á íslenskum fiskiskip- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.