Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Síða 25

Ægir - 01.09.1989, Síða 25
9/89 ÆGIR 473 vandamálið væri að fá sjómenn til að sækja öryggisfræðslunámskeið. ' Kanada hafa fiskimenn fengið atvinnuleysisbætur meðan þeir hafa setið námskeiðin. Væntan- !egt er til íslensku fulltrúanna ýrnislegt kennsluefni sem aðrar þjóðir eru að vinna að varðandi öryggisfræðslu, fiskmeðferð o.fl. Rannsóknir á vinnuumhverfi Eins og áður greinir fara nú víða fram umfangsmiklar rannsóknir á hávaða og titringi um borð í skipum. Sömuleiðis rannsóknir á áhrifum hreyfinga skipa á vinnuaf- köst skipverja, ásamt ýmsum öðrum athugunum. Þessar rann- sóknir virðast vera tiltölulega nÝbyrjaðar. Frumrannsóknir á áhrifum þessara þátta á vinnuaf- köst, þreytu og athyglisgáfu skip- verja gefa til kynna að þessar rannsóknir verði að auka veru- 'ega. í framhaldi af þessu yrðu gefnar út leiðbeiningar og ef þörf krefur settar sérstakar reglur um einstaka þætti. hJiðurstödur Ráðstefnan í Rimouski var að °kkar dómi afar gagnleg fyrir þá aöila sem vinna að auknu öryggi °8 slysavörnum um borð í ^skiskipum. Þarna gafst tækifæri til þess að afla upplýsinga um það sem aðrar þjóðir eru að vinna að í þessum efnum. Það gefur auga 'eið að það er ekki síst mikilvægt fyhr litla þjóð sem er jafn háð fisk- veiðum og við að fylgjast vel með öHu því er fram kemur á alþjóða- vettvangi um aukið öryggi og ^ettan aðbúnað á fiskiskipum. Greinilegt er að mikil vakning er nú meðal margra þjóða í þá veru að bæta öryggi sjómanna á jiskiskipum, sem hafa hingað til 'ftiö sinnt öryggismálum fiski- skipa, og hafa þær nú ákveðið með 'agasetningu að snúa algjörlega v'ð blaði. Kom greinilega fram að eftirlit með minni fiskiskipum, hæfniskröfur til yfirmanna fiski- skipa og öryggisfræðsla fyrir fiski- menn eru meðal víðtækra aðgerða sem víða eru í undirbúningi, eða að koma til framkvæmda. Sem dæmi um þetta má nefna Banda- ríkjamenn. Er augljóst að aðgerðir hér heima á seinni árum eru mjög í takt við hugmyndir annarra þjóða um endurbætur í þessum efnum. Vinnurannsóknir með það mark- mið að bæta öryggi og vinnuað- stöðu á fiskiskipum, rannsóknir á hávaðavöldum og finna leiðir til að koma í veg fyrir þreytandi og heilsuspillandi hávaða í fiskiskipum eru mjög vaxandi í ýmsum löndum Evrópubandalags- ins. Hvað varðar okkar fiskiskip verður að telja að hér liggi einmitt helstu framtíðarverkefni okkar þ.e.a.s. að finna leiðir til að draga úr hávaða og bæta vinnuaðstöðu um borð í fiskiskipum. Til að ná árangri þarf auknar rannsóknir sem að mestum hluta verða að fara fram um borð í skipum. Slíkar rannsóknir eru kostnaðarsamar og því nauðsyn- legt að stjórnvöld geri sér grein fyrir þessu þegar leitað er eftir fjár- magni til slíkra rannsókna. Einnig er augljós nauðsyn þess að hafin verði sem fyrst kerfis- bundin óhappa- og slysaskráning varðandi skip og sjómenn hér á landi. Ráðstefnunni lauk með því að samþykkt var ályktun þar sem m.a. var vakin athygli á nauðsyn þess að auka öryggi og bæta vinnuaðstöðu í fiskiskipum og skorað á alþjóðlegar stofnanir, stjórnvöld einstakra ríkja og rann- sóknarstofnanir að vinna saman að tæknilegum lausnum. Enn- fremur að alþjóðastofnanir og stjórnvöld láti aðgerðir í öryggis- málum fiskimanna hafa forgang. Óhætt er að draga þá ályktun af þeim upplýsingum sem fram komu á ráðstefnunni að á flestum sviðum öryggismála í fiskiskipum stöndum við íslendingar framar- lega miðað við aðrar þjóðir. Engu að síður er augljóst að við þurfum að gera betur, um það bera glögg- lega vitni þau fjölmörgu slys sem eiga sér stað á íslenskum fiskiskip- um.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.