Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Síða 27

Ægir - 01.09.1989, Síða 27
9/89 ÆGIR 475 fraeðinga, að aðeins fáa laxa þurfi til að tryggia viðkomuna Hér skal ekki tullyrt um það, hvort ágreiningur líffræðinga um rök fiskveiðistefnu kunni að vera mál líffræðinnar einnar og eigi eftir að þróast til samkomulags. Hins vegar er hér spurt, hvort af- staða manna kunni að mótast af því, hvernig hefðbundin máls- meðferð leggur ábyrgð á herðar þeirra, sem eru í forystu, þ. á m. í forystu hafrannsókna, sem stjórn- völd leita til um ráð, þannig að hin vistfræðilegu rök verði aðeins tekin til greina, þar sem engu sé a& tapa, eins og er í ördauðum vötnum. Viðbrögð þeirra sem styðja ályktanir stjórnvalda eru gjarna þau að halda því fram að ekki megi hætta á að viðkoma bregðist. H talað um að fjöregg þjóðarinnar sé í húfi, og vekja fréttir af klaki undir meðallagi ugg í fólki, ekki Sl2t þegar það gerist ár eftir ár. Á móti því er bent á að þær sveiflur sem þannig verði í stærð árganga seu mjög litlar eftir því sem gerist í nki náttúrunnar og raunar alls ekki a mannlegu valdi að hafa þar stjórn á. Þegar málið er sett þannig fram aö viðkoma stofnsins sé háð stærð þ^ns, en stærðin háð stjórnvöld- um, hlýzt svofelld rökleiðsla af hinum viðurkennda málflutningi: Ef ýsugengd brygðist, svo að dæmi Se tekið, teldist sökin hjá sjávarút- Vegsráðherra og forystu útvegs- manna (LÍÚ) og ráðgjöfum þeirra í Hafrannsóknastofnun, ef menn kefðu látið undir höfuð leggjast að takmarka afla svo vel, að allstór stofn yrði óveiddur. Nú kemur þsð að vísu ekki í veg fyrir stofn- svejf|Ur, en ábyrgðin á þeim teldist Þá ekki hjá stjórnvöldum. Þegar um er að ræða að draga til ábyrgðar er ekki tekið tillit til annars sem ylgir rýrum ýsustofni, svo sem Pess ætis sem ýsan nýtir þá ekki, svo að rækja og koli og aðrar teg- undir geta nýtt það. Hvernig það kann að skila sér í sjávarafla er ekki með í hinni opinberu mynd af sjávarvistum. Þótt stuðningurinn við málflutn- ing Hafrannsóknastofnunar sé býsna eindreginn, verður gjarna ágreiningur um álitamál. Þar má nefna hversu mikinn afla á að leyfa árlega, og eru rökin þá að með minni afla í ár megi veiða meira að ári eða að aukinn afli í ár dragi úr afla að ári, og megi meta jöfnun á afla til hagræðis fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið. Slíkan ágreining má telja breyting- artillögur við óhaggaðan grundvöll. Á dönsku hafrannsóknastofnun- inni (Danmarks Fiskeri- og Hav- undersögelser) hefur verið unnið að því að leggja á ráðin um nýt- ingu fiskistofna með fleirstofna- líkönum, eins og lesa má í afmæl- isriti stofnunarinnar 100 ára árið 1989 (Fiskeriundersögelser i 100 ár. DFH-rapport nr. 352-1989) í grein eftir Henrik Gislason (Flerarts- modeller og rádgivning, bls. 61- 65). Þar segir frá rannsókn árið 1981 á fæðuvenjum ránfiskanna þorsks, ýsu, lýsu, ufsa og makríls í Norðursjó. Athugunin leiddi í Ijós að fiskar sem eru mikilvægur afli eru einnig mikilvæg fæða framan- greindra fiska. Ránfiskarnir keppa því við fiskimennina um sömu fiskana. Á þessu byggjast líkönin. Áður en sagt verður um áhrif breytinga á afla á einstakar teg- undir, verða menn að gera sér Ijóst t.d., að ýsuafli tengist lýsu- afla. Það tekst illa að stjórna ýsuafla efekki er tekið tillit til lýsu- afla, þar sem tegundirnar veiðast iðulega saman. í líkaninu er greint á milli veiða á neyzlufiskunum þorski, ýsu, lýsu og ufsa, veiða á spærlingi til vinnslu með aukaafla af ýsu og lýsu, veiða á sandsíli og brislingi til vinnslu með lýsu sem aukaafla, síldveiða, ufsaveiða og makrílveiða. Þegar líkanir er notað til að meta áhrif aukinna veiða á þorski, ýsu, lýsu og ufsa þegar til lengdar lætur, eru þau borin saman við áhrifin af óbreyttum veiðum. Á myndinni sést árangurinn af 10% aukningu veiða á neyzlufiski. Þar kemur fram að afli eykst með auknum veiðum. Það stafar vitaskuld af því að með því að fjar- lægja hluta af ránfiskum Norður- sjávar gefst kostur á að veiða fisk sem annars hefði orðið þeim að bráð. Þar sem ránfiskarnir éta allir Aflabreyting til lengdar í % Ýsa Breytingar á atla þegar til lengdar tætur, et veioar aukasi um I U7o. neinnau (ircv fleirstofnalíkani og einstofnslíkani.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.