Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 28
476 meira en þunga sinn á ári, er ávinningur í því að veiöa ránfisk- ana meðan þeireru smáir, þ.e.a.s. áður en þeir eru orðnir nógu stórir til að höggva skarð í aðra stofna svo um muni. Þessi árangur er allur annar en næst með sömu útreikningum með einstofnslíkani. Þá dregur aukin veiði úr afla þegar til lengdar lætur. Það gerist vegna þess að þorskur, ýsa og lýsa í ein- stofnslíkani geta stækkað án þess að það bitni á fiski sem verður þeim að bráð. Því verður þar engin aflaskerðing á dæmigerðum tegundum bráðar, eins og síld og spærlingi. Útkoman verður eins í báðum líkönum fyrir ufsa og makríl, þar sem hvorki fannst ufsi né makríll í maga ránfiskanna árið 1981, og þeir eru því ekki háðir styrkleika ránfiskanna. Þá má einnig nota líkanið til að reikna út áhrifin af stækkuðum möskva við veiðar á neyzlufiski. Evrópubandalagið hefur um árabil vísað til útreikninga með venju- legum einstofnslíkönum þegar það hefur knúið á um stækkun möskva við þær veiðar. Enn verður ÆGIR niðurstaðan ólík eftir því hvort reiknað er með fleirstofnalíkani eða einstofnalíkani, þar sem ein- stofnalíkanið bendir á aukinn afla, en fleirstofnalíkanið bendir á afla- samdrátt þegar til lengdar lætur. Henrik Gislason segir að lokum í grein sinni, að líffræðileg ráðgjöf í fiskveiðum sé á krossgötum. Menn treysti ekki lengur áliti sem miðist við einn stofn, en hafi ekki reynt fleirstofnalíkönin til hlítar, svo að menn þori að nota þau í ráð- gjöf. Auk þess bjóða fleirstofna- líkönin upp á nýjan ágreining. Ef menn vilji t.d. auka síldveiðar í. Norðursjó, megi gera það á tvennan hátt, annaðhvort með því að draga úr síldveiðum, svo að síldin fái að stækka, áður en hún er veidd, eða með því að auka veiðar á þeim tegundum sem lifa á síld. Ekki verði hlaupið að því að komast að niðurstöðu um hvort eigi að gera. Ef ráða ætti slíku máli til lykta með atkvæðagreiðslu t.d. á Fiski- þingi, hljóta afbrigðin að verða mörg. Ágreiningur kann að verða um hvort notast eigi við einstofns- líkan eða fleirstofnalíkan og mörg 9/89 álitaefni eru um hvernig fleirstofna- líkönin eigi að vera. Líkönin hljóta a. m. k. að verða háð möskva- stærð. Einnig hljóta að koma upp ágreiningsefni sem byggjast a ólíkum hagsmunum. Hvert líkan gefur eigin niðurstöðu þar sem flest hangir saman. Því verður niðurstöðunni ekki breytt með tak- mörkuðum breytingartillögum, heldur yrði um að ræða breyti- legar heildartillögur. Tillögurnar hljóta að verða þannig vaxnar að þeim verður ekki raðað upp með neinum rökum til atkvæða- greiðslu. Málið verður því bezt leyst með því að leggja fram heild- artillögur sem aðilar málsins taka afstöðu til með forgangsröðum með uppgjöri samkvæmt aðferð Borda. Líklegt er að forgangs- röðun þátttakenda verði breytileg- Þá verður engri einstakri fylkingu eignuð ábyrgð á niðurstöðu upp- gjörsins, heldur mun ábyrgðin dreifast á þátttakendur í mis- jöfnum mæli. Höfundur er dr. scient. og stundar þjóðfélagsrannsóknir. Eríþú kaupandi Utvecjs ? Viltþú vita hve mikið fiskmagn varunnið íhverri verstöð landsins á sl. ári svoogsl. 10ár? Viltþúvitaumaflaog aflaverðmæti allra báta og togara á sl. ári? Vilt þú vita hvað hvert fiskvinnslufyrirtæki á landinu tók á móti miklu fiskmagni ásl.árisvoogafla- verðmætiþess fisks? Utvegur1988 • er rétt ókominn. Gerist áskrifendur. Fiskifélag íslands Sími 10500 - Pósthólf 20 -121 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.