Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1989, Page 29

Ægir - 01.09.1989, Page 29
9/89 ÆGIR 477 Áhrif fiskeldis á fiskverð Ráðstefna OECD Á ráðstefnu sem OECD hélt í júní á síðasta ári, um eldi sjávar- dýra, komu þó nokkur íhugunar- verð atriði fram. Á ráðstefnuna mættu aðilar víðsvegar úr heim- 'num og lýstu þróun fiskeldis í sínum heimalöndum og spáðu um líklega þróun fiskeldis til alda- æóta. Fyrirlesarar voru mjög sam- dóma í ályktunum um framtíðar- bróun fiskeldis og rökstuddu þær ályktanir með líkum hætti. Fiskeldi hefur verið stundað um aldaraðir. Kínverjar tóku fyrir mörgum öldum upp þá aðferð að ala vatnakarfa á hrísgrjónaekrum, en ekrurnar eru undir vatni eins og flestum er kunnugt. Þetta eldi óx jafnt og þétt með fjölgun kín- versku þjóðarinnar, en aðferðin breiddist lítt út til annarra landa. Á síðustu 10-15 árum hefur hins- Vegar orðið geysileg útþensla í eldi hverskyns sjávardýra. Hér á landi hefur lítið verið fjallað um frumorsakir þessarar framleiðslu- sprengingar. Eru þó fáar þjóðir í heiminum, sem frekar ættu að fylgjast með þessum málum. Samdóma álit fyrirlesara á fyrr- nefndri ráðstefnu OECD, var að bensla fiskeldis í heiminum stafaði fyrst og fremst af aukinni eftirspurn eftir fiski til neyslu. Vegna náttúru- legra takmarkana yrði sífellt dýr- ara að auka heimsaflann, það ^efði aftur leitt til þess að verð á fiski hefði hækkað að þeim 't'örkum að fiskeldi væri orðin arðvænleg búgrein. Nú væri svo k°mið að aukið framboð á fisk- 'ttörkuðum kæmi í framtíðinni frá fiskeldi, en í minna mæli frá fisk- veiðum. Fiskverð Á OECD-ráðstefnunni sagði bandarískur fyrirlesari, Robert A. Spiegel að nafni, frá því að FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna) áætlaði að framboð á sjávarafurðum muni verða um 94 milljónir tonna um næstu aldamót, en eftirspurn muni vaxa í rúmlega 114 milljónir tonna á sama tíma. Þannig væri Ijóst að um umtalsverða verð- hækkun yrði að ræða á sjávar- afurðum á þessum tíma. Hann sagði sem dæmi að fiskneysla í Bandaríkjunum hefði aukist um 1 % á mann á ári á síðasta áratug og um 2.1% á ári á þessum ára- tug. Spáð væri áframhaldandi aukinni í neyslu Bandaríkjamanna á sjávarafurðum til aldamóta. Var- legasta spáin væri aukning um 5% á mann á tímabilinu 1986-2000, en líklegt væri talið að aukningin yrði einhversstaðar á bilinu 5- 17% á mann á þessu tímabili, eða úr 6.7 kg/mann árið 1986 í 7.0- 7.8 kg/ á mann um aldamót. Spiegel sagði að reynt hefði verið að giska á líklega verðhækkun vegna aukinnar eftirspurnar, út frá þeirri þekkingu sem menn hefðu á verðaðlögun magnbreytinga á þessum markaði og ef útilokuð væru áhrif aukins innflutnings, þá hefði verið metið að verðhækkun sjávarafurða á Bandaríkjamarkaði, vegna aukinnar eftirspurnar, gæti orðið nálægt 20%.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.