Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 30
478 ÆGIR 9/89 Eins og flestir íslendingar þekkja, hefur átt sér stað umtals- verð verðhækkun á sjávarafurðum á síðustu tveim áratugum. Heims- afli hefur aukist mjög mikið á þessu tímabili, vegna verðhækk- unarinnar, og um leið dregið úr verðhækkunum. í síðasta tölu- blaði Ægis var sagt frá þróun heimsaflans og vakin sérstök athygli á mikilli aflaaukningu Bandaríkjamanna. Sú aukning afla sýnir svo ekki verður um villst, að fiskveiðar í Bandaríkjunum eru orðnar það arðvænlegar, að þær standast fyllilega samkeppni við aðra fjárfestingakosti þar í landi Aukning fiskeldis í heiminum á undanförnum árum er þó enn skýrara dæmi um hvert stefnir í þessum málum. Fiskeldi Hér verður rakið í tölum hvernig eldi Atlantshafslax, hefur aukist á liðnum árum og hverju sérfræðingar spá um vöxt þess fram að aldamótum. Einnig verður lítillega fjallað um eldi á rækju. Lesendur ættu að hafa í huga að laxeldið er einungis lítill hluti af heildinni. Framleiðsla í eldi fiska og annarra sjávardýra nam rúmum 10 milljónum tonna árið 1983 og í greininni er gífurlegur vöxtur. Lax- eldið er tekið hér sem nokkuð ýkt dæmi um aukningu fiskeldis í heiminum. I töflu 1. sést hvernig heildar- framboð á laxi hefur þróast á árunum 1980-1985 og hverju menn spá um þróun þess til 1990. Árið 1980 er heildarframboð af laxi 591 þúsund tonn og þar af er framboð eldislax einungis 2%, eða 10 þúsund tonn. Á næsta ári telja menn að heildarframboð á þessarri fisktegund verði yfir millj- ón tonn og veiði af skipum hafi náð jafnvægi við rúmlega 800 þúsund tonna afla. Aukið framboð kemur að meiri hluta frá fiskeldinu og alfarið þegar til lengri tíma er litið. í töflu 2. er spá norsku Hag- rannsóknastofunnar frá árinu 1985, um líklega eftirspurn eftir eldislaxi. Tekið er fram að senni- lega sé hámarkið sem gefið er í töflunni um líklega eftirspurn, of lágt mat. Framleiðslan hefur þegar farið langt fram úr 150 þúsund tonnum, sem vissulega hefur leitt til verulegrar verðlækkunar, en þó ekki algjörs verðhruns, sem þýðir að verðteygni eftirspurnar á þessum markaði er meiri en gengur og gerist á mörkuðum mat- væla. í töflu 3, er síðan framleiðsla áranna 1981-1987 og spá um lík- lega framleiðslu 1988-1990. Samkvæmt bestu heimildum hefur heimsframleiðslan aukist meira a árunum 1988 og 1989, en þarna var spáð. Eins og lesendur sjá, mun framleiðsla á eldislaxi meira en tuttugufaldast á þessum áratug- Framleiðsla eldislax hér á landi mun þegar hafa farið fram úr þeim tvö þúsund tonnum sem þarna er spáð að verði framleidd hér a landi árið 1990 og í Noregi mun framleiðsla á eldislaxi fara yfir 100 þúsund tonn á þessu ári. Tafla 1. Heildarframboð af laxi Uppruni 1980 1985 / 990 (spá) Þús. tonn % Þús. tonn % Þús. tonn % Lax úr sjó 581 98 839 95 839 77 Eldislax 10 2 47 5 245 23 Alls: 591 100 886 100 1084 100 Tafla 2. Metin eftirspurn eftir Atlantshafseldislaxi 1990, miðað við verð 1985 Land Lágmark Líkleg Hámark Frakkland 2100 28000 35000 Þýskaland 16500 22000 27500 Bretland 11250 15000 18750 Önnur Evrópul. 11250 15000 18750 Bandaríkin 22500 3000 37500 Japan 7500 10000 12500 Alls: 90000 120000 150000 Laxeldi í Noregi í fyrirlestri sem Norðmaðurinn Erik Hempel hélt á OECD-ráð- stefnunni, sagði hann að fram- leiðslugeta Norðmanna á árinu 1987, væri 207 milljónir seiða í 660 seiðaeldisstöðvum og nægi- legt rými væri til að ala upp í mat- fiskstærð um 110.000 tonn af lax' á ári í um það bil 600 eldisstöðv- um. Hann spáði að eftirspurn muni aukast mikið og stöðugt um nokkurt árabil. í spjalli sínu nefndi hann einnig, að þegar væru norskir framleiðendur farnir a finna fyrir vaxandi samkeppni tm nágrannalöndunum. Hempelfjui aði sérstaklega um ísland og tal 1 að möguleikar íslendinga væru einkum faldir í strandeldi, þar sem með strandeldi gætu íslendingat náð betri gæðum, en möguleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.