Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1989, Qupperneq 32

Ægir - 01.09.1989, Qupperneq 32
480 ÆGIR 9/89 er geysilegur munur á framleiðslu- kostnaði per kíló af laxi, eftir þvf hvort stöðin er staðsett í S-Noregi eða N-Noregi. Þessi mismunur stafar fyrst og fremst af mismun- andi hitastigi sjávar þar sem fiskeldið fer fram. í S-Noregi er hitastig sjávar nálægt kjörhita lax- eldis. Þannig er laxinn eftir tveggja ára eldi orðinn 6 kg að þyngd í S- Noregi, en einungis 3 kg í N-Nor- egi eftir sama eldistíma. Að mati fróðra manna er vaxtarhraði í sjó- kvíaeldi hér á landi, lakari en ger- ist í N-Noregi og kostnaður við eldisrými að jafnaði, meiri. Það hljóta því að vakna upp spurn- ingar um arðsemi laxeldis hér á landi. Áður var þess getið að nú þegar væri farið gæta mikilla erfið- leika í laxeldi í N-Noregi og ef verð á laxi fer ekki að hækka að nýju, er erfitt að sjá annað en að ein fjárfestingakollsteypan enn, sé uppsiglingu hér á landi. Samdóma álit fróðra manna um framtíð laxeldis hér á landi er, að möguleikar íslendinga liggi í strandeldisstöðvum á stöðum þar sem gnægð er af heitu vatni og mögulegur aðgangur að ódýrri raforku. í strandeldisstöðvum er, eins og Hempel minntist á, hægt að framleiða lax sem er miklu betri að gæðum en sá sem fæst í sjókvíaeldi. Hinsvegar hefur ennþá reynst erfitt að fá neytendur til að borga hærra verð fyrir aukin gæði. Strandeldi þýðir umtalsvert meiri fjárfestingu í eldisstöðvum, en gerist við önnur form laxeldis, þ.a.l. að slíkur rekstur verður að fá hærra verð fyrir framleiðsluna ef hann á að vera samkeppnisfær við sjókvíaeldi í S-Noregi. Eftirspurn eftir eldislaxi mun að öllum líkindum halda áfram að vaxa um þó nokkurn tíma. Það mun varla leysa vandamál laxeldis á íslandi, þar sem Norðmenn sem framleiða lax við mun betri aðstæður en íslendingar, geta aukið framleiðslu sína að miklum mun. Með nýjum aðferðum hafa fundist lausnir á mengunarvanda- málum og svo er einnig um lausnir á flestum öðrum vandamálum sem upp hafa komið. Þessvegna verða aðilar sem ætla að stunda laxeldi eða annað fiskeldi hér á landi, að leita annarra leiða, í stað þess að sigla í kjölfar Norðmanna. Rækjueldi Rækjan hefur ekki farið varhluta af aukinni eftirspurn eftir sjávar- fangi. Heimsafli á rækju óx úr 1.09 milljón tonna árið 1970, í 1.9 milljón tonna árið 1985. En það er nokkru minni aukning en varð á fólksfjölda á jörðinni á sama tíma. Þ.a.l. minnkaði magn af rækju á mann úr 413 gr. árið 1970 í 388 gr. 1985. Af þessu leiddi umtalsverða raunverðs- hækkun á rækju og rækjueldi varð hagkvæm atvinnugrein. Geysileg aukning hefur orðið í framleiðslu eldisrækju á síðustu árum. Þannig jókst heimsfram- leiðsla eldisrækju úr 78.300 tonnum árið 1982 í 216.500 tonn árið 1985. Eldisrækja var árið 1985 orðin 13% af heildarfram- boði rækju á heimsmarkaði. Um aukna rækjuveiði í sjó, er vart að ræða. Mikil aukning varð á afla þessarar tegundar á síðasta áratug, en þegar kom fram á árið 1978, tók fyrir frekari vöxt á rækju- aflanum. Síðan hefur rækjuaflinn sveiflast á bilinu 1.57-1.67 mill- jón tonn. Hér gildir sama og um laxinn að aukið framboð rækju mun koma frá eldisstöðvum. Rækjueldi er aðallega stundað í hitabeltislöndum. Öfugt við lax- eldið, sem ekki er hægt að stunda utan kaldtempraða beltisins. Mexíkó hefur haft forystu í þessari grein um nokkra hríð, en á síðustu árum hafa lönd eins og Ekvador og Taiwan aukið framleiðslu á eldis- rækju að miklum mun. Helstu rækjueldislöndin og framleiðsla þeirra árið 1986, eru talin upp 1 töflu 6. Því miður hatði undirritaður engar upplýsingar undir höndum um framleiðslukostnað í rækj- ueldi. Það skiptir líka minna máli fyrir íslendinga en laxeldið, Þar sem líklegt er að eldisrækja kom' einungis til með að verða 1 óbeinni samkeppni við okkar framleiðslu. Tafla 5. Meðalframleiðslukostnaður á kg af eldislaxi á mismunandi ____________________stöðum í Noregi árið 1987____________________ A. = Meðalfrl.kostn. laxeldisfyrirtækja í Noregi. (Allt landið) B. = Meðalfrl.kostn. laxeldisfyrirtækja í S-Noregi. (Skagerak) C. = Meðalfrl.kostn. laxeldisfyrirtækja í N-Noregi. (Finnmörk) D. = Meðalfrl.kostn. 15 fyrirtækja með lægstan frl. kostn. Teg. kostnaðar: A B C D Seiðakostn. 7 3.29 50-. 3 6 127.45 37.22 Fóðurkostnaður 90.14 80.35 93.67 58.39 Tryggingar 12.17 7.59 25.67 5.47 Laun 43.39 30.34 76.20 23.55 Ýmislegt 41.72 25.84 63.24 19.23 Fjárm.kostn. 37.57 21.52 111.93 8.29 Vxt. eigin fjár 20.99 19.40 8.82 24.43 Afskriftir 14.91 8.38 29.19 6.53 Alls: 334.19 243.78 536.17 183.10 Gengi Nkr. = 8.82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.