Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 48

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 48
496 ÆGIR 9/89 TölvuvæÖing aflnýtnimælinga Almennt Á undanförnum mánuðum hafa starfsmenn Tæknideildar Fiski- félags íslands og Fiskveiðisjóðs íslands unnið að því að tölvuvæða mælingar á orkuhagkvæmni skips og vélbúnaðar. Saga deildarinnar á sviði orkunotkunar og orkuhag- kvæmni skipa er orðin löng og má rekja allt aftur til ársins 1975, þegar deildin kom sér upp olíu- rennslismæli og hóf skipulegar mælingar og kynningar með þessum búnaði árið 1976. Á því tímabili sem mælingar spanna, hefur margvísleg þróun í búnaði deildarinnar átt sér stað og margar mælingar framkvæmdar. Ákveðin tímamót áttu sér stað með þátttöku í hinu svonefnda Nordforsk-verkefni, en þá hófust hjá deildinni fyrstu mælingará afli út á skrúfuöxul og þar með einnig mæling á eldsneytisnýtingu aðal- véla (eyðslustuðlum). Nú á þessu ári hefur enn eitt skrefið verið stigið með hinum nýja búnaði. Með búnaði þessum fæst mjög nákvæm samtímamæling margra þátta í aflnýtni og orkuhag- kvæmni, auk þess sem skráning er tölvuvædd, svo og öll úrvinnsla, þar sem mælitækjabúnaður er tengdur PC-tölvu. Til að gefa nokkra hugmynd um hvaða þætti er unnt að varðveita og lesa af tölvuskjá eða prentara samtímis og mæling fer fram, má nefna: - Olíunotkun aðalvélar (1/klst) - Afl yfirfært á skrúfuöxul (hö) - Snúningshraða skrúfu (sn/mín) - Bremsuafl vélar (hö) - Eyðslustuðul vélar (g/hast) - Spyrnu skips (tonn) - Ganghraða skips (hn) WF ¦AFLREIKNIR OLlU- | SN.HR,- VÆGIS- ATAKS- VEG- MÍLIR l M/tLIR MÍLIR M/tLIR MÍLIR SKRANINGART/CKI Mynd 1. Yfirlitsmynd af einingum hins nýja tölvuvædda mælitækjabúnaðar. Til viðbótar ofangreindum þáttum er mögulegt að rita a staðnum ýmsa þá ferla sem áhuga- verðir eru, svo sem olíunotkun og vélarafl sem fall af ganghraða eða spyrnu fyrir mismunandi snún- ingshraða; eyðslustuðla vélar sem fall af vélarafli fyrir mismunandi snúningshraða o.fl. Að hluta til er eldri tækjabún- aður deildarinnar nýttur, en til viðbótar hefur verið hannaður og smíðaður nýr búnaður, sem dæm' skráningartæki og átaksmælir, svo og hugbúnaður, og hefur sú vinna verið unnin af starfsmönnum Tæknideildar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu einingum kerfisins, en yfirlitsmynd (mynd 1) sýnir þær. Skráningartæki í upphafi þegar mælingar a olíunotkun fiskiskipa hófust a Tæknideild var notaður svokall- aður ovalhjólamælir sem er rúm- málsmælir er mælir nákvæmlega rúmmál þess vökva er fer ¦ gegnum hann. Mælirinn var tengdur jafnstraumsrafal er gaf fra sér spennumerki í hlutfalli við olíurennslið í gegnum mælinn. Spennumerkið var síðan leitt gegnum kapal til spennumælis er gjarnan var staðsettur í brúnni- Þetta fyrirkomulag gaf að vísu ágæta raun en krafðist þess að fylgst væri með nákvæmni af- lestrarbúnaðarins. Ennfremur eru ýmsir þættir varðandi olíurennsli til aðalvélar með þeim hætti ao æskilegt er að fá meðalgildisvísun yfir nokkurn tíma. Þegar mælingar á öxulvægi og snúningshraða hófust var því fann sú leið að senda merkin, frá mæli- nemunum til aflestrartæksins, sem púlsa með tíðni í hlutfalli við styrk merkisins. Aflestrartækið telur púlsafjöldann yfir ákveðið tímabil og gefur púlsafjöldinn þá meðal- gildið yfir tímabilið. Hver mælirás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.