Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1989, Side 52

Ægir - 01.09.1989, Side 52
500 ÆGIR 9/89 NÝ FISKISKIP Pór Pétursson ÞH 50 25. ágúst s.l. afhenti Skipasmíðastöð Marsetiíusar h.f., Isafirði, nýtt stálfiskiskip, sem hlotið hefur nafnið Þór Pétursson ÞH 50 og er nýsmíði nr. 56 hjá stöð- inni. Skipið, sem er hannað hjá stöðinni, er tveggja þil- fara frambyggt fiskiskip, sérstaklega byggt til tog- veiða. I skipinu er búnaður til frystingar á afla. Borið saman við Sigga Sveins ÍS 29, sem stöðin afhenti fyrir tæpum tveimur árum (sjá 12. tbl. '87), er Þór Péturs- son ÞH skrokkstærri (dýpri og breiðari) og með hvai- bak og breytt fyrirkomulag undir aðalþilfari. Þór Pét- ursson ÞH kemur í stað 80 rúmlesta eikarbáts, Blika ÞH 50 (710), sem smíðaður var árið 1948 í Svíþjóð. Þór Pétursson ÞH 50 er í eigu Njarðar h.f., Sand- gerði. Skipstjóri á skipinu er Páll Kristjánsson og yfir- vélstjóri er Ingimundur Árnason. Framkvæmdastjóri útgerðar er Hafliði Þórsson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli skv. reglum og undir eftir- liti Siglingamálastofnunar ríkisins. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, perustefni, gafllaga skut og skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars og brú aftantil á hvalbaksþilfari, og er búið til togveiða og dragnótaveiða. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hliðarskrúfu- rými ásamt hágeymum fyrir brennsluolíu; fiskilest; vélarúm með geymum í síðum fyrir smurolíu o.fl.; og aftast skutgeyma fyrir ferskvatn. Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir sjókjölfestu, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnu- þilfar með fiskmóttöku aftast og stýrisvélarrými er aft- ast fyrir miðju. Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélar- rými er geymsla (umbúðir) s.b.-megin en verkstæði og vélarreisn b.b.-megin. Á efra þilfari er geymsla fremst; þá þilfarshús, þar sem eru íbúðir; og gangar fyrir boggingarennur í síðum. Aftan við þilfarshúsið er togþilfar skipsins, Mesta lengd ........................... 25.93 m Lengd milli lóðlína (HVL) ............. 23.70 m Lengd milli lóðlína (perukverk) 22.45 m Breidd (mótuð) ......................... 7.50 m Dýpt að efra þilfari 5.60 m Dýpt að neðra þilfari 3.30 m Eiginþyngd .............................. 267 t Særými (djúprista 3.30 m) 371 t Burðargeta (djúprista 3.30 m) 104 t Lestarrými .............................. 100 m3 Brennsluolíugeymar (m/daggeymi) 41.6 m3 Ferskvatnsgeymar ....................... 10.4 nr' Sjókjölfestugeymir ..................... 10.9 m3 Rúmlestatala ............................ 143 brl Skipaskrárnúmer ........................ 2017 samtengt göngum. Aftarlega á togþilfari, b.b.-megin/ er síðuhús (stigahús og skorsteinshús). í framhaldi af skutrennu kemur vörpurenna, sem greinist í tvær tvö- faldar bobbingarennur, og ná þær fram í síðuganga. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi og yfir fremri brún skutrennu er pokamastur (bipodmastur). Togþilfar og gangar fyrir bobbingarennur. Ljósmyndir með grein: Tæknideild/JS

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.