Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 17
10/89 ÆGIR 521 að starfsemi þeirra máganna Jón- asar og Friðriks hafi í gegnum tíð- ina eflt mjög norðfirskan sjávarút- veg og reyndar hafa fleiri notið góðs af því, þjónusta þeirra hefur náð langt út fyrir Neskaupstað. Friðrik annast viðhald loðnu- og síldarnóta fyrir fjölmarga útgerð- armenn víða af landinu og s.l. ár geymdi hann og sá um 24 síldar- nætur og 11 loðnunætur fyrir þá. Síldarvinnslan Síldarvinnslan hf. hefur verið burðarásinn í norðfirsku atvinnu- i'fi s.l. aldarfjórðung. Fyrirtækið var stofnað 11. des. 1957. Til- gangur félagsins var að reisa og reka „síldarverksmiðju, síldar- verkun og annan skyldan atvinnu- rekstur í Neskaupstað". Tilgangur- 'nn náðist-og rúmlega það. Þetta er í dag eitt alstærsta fyrirtæki í sjávarútvegi á íslandi og hefur með höndum fjölþætta starfsemi. Athafnamaðurinn Sigfús Sveinsson „Sigfús hafði mikinn atvinnurekstur. Fyrir utan útgerðina rak hann mikla fiskverkun. Algengt var að landverkafólkið hjá Sigfúsi væri 40 talsins. Kom þetta fólk að miklu leyti að sunnan og starfaði á Norð- firði yfir sumarið. Oft voru líka Sunnlendingar á bátum Sigfúsar og einnig hafði hann stundum færeyska sjómenn. Sumir komu aftur og aftur til starfa hjá Sigfúsi. Sigfús stundaði umfangsmikil fiskikaup af erlendum veiðiskipum, bæði norskum og færeyskum. Sömu erlendu skipin komu ár eftir ár til veiða á íslandsmiðum á þessum tíma og lögðu aflann upp hjá Sig- fúsi. Keypti Sigfús ekki fisk af veiðiskipum annarra þjóða? Nei, ekki er mér kunnugt um það. Ég veit að Konráð Hjálmarsson kaupmaður á Norðfirði, keypti fisk af enskum botnvörpungum, en það var áður en ég kom til Norðfjarðar, Þó svo að mikið af frönskum fiskiskipum kæmu til Norðfjarðar á árunum 1920-1930 var ekki keyptur af þeim afli. Mér er minnistætt að t.d. í kringum hvítasunn- una lágu oft 30-40 franskar skútur á Norðfirði dögum saman. Frans- mennirnir komu mikið í land og þvoðu af sér í lækjum. Voru talsverð samskipti á milli Norðfirðinganna og Fransmannanna t.d. seldu þeir Norðfirðingum oft mikið af víni." Hannes Ivarsson Sjómannadagsbl. Nesk. 1980 Við starfrækjum: Frystihús Loðnuverksmiðju Saltfiskverkun Síldarsöltun Bílaverkstæði Dráttarbraut Vélaverkstæði Við gerum út: skuttogarana Loðnuskipið Loðnu- og frystiskipið Birting NK 119 Barða NK 120 Bjart NK 121 Börk NK 122 Beiti NK 123 Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Sími 97-71500 Telefax 97-71105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.