Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 25

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 25
10/89 ÆGIR 529 Frá stríbsárunum, Magni og Sleipnir. Vopnaðir breskir togarar fjær. Ljósm.: Björn Björnsson. vélaverkstæði á hjólum. Hann er með alls konar tækí og tól í stórum bíltrukk og kemst því með verk- stæðið að og á allar bryggjurnar og er að þessu mikið hagræði. Nokkur rafverkstæði eru starf- rækt og þjónusta jafnt á sjó og landi. Netaviðgerðarþjónusta er með ágætum eins og sagt hefur verið frá hér framar. Veiðarfæraverslun er hér í góðu lagi. Ennco S.F. hefur með höndum viðgerðaþjónustu á alls konar raf- eindatækjum í flotanum. Þar eru þaulreyndir menn og vanir hvers konar viðgerðum á fiskileitar- og siglingatækjum. Hér eru starfandi 3 kafarar sem m-a. leysa ýmsan vanda sem kanna að steðja að. Ekki má gleyma Slysavarnarfé- laginu. Kvennadeild er starfandi og björgunarsveitin Gerpir starfar kröftuglega og er nýbúin að byggja yfir starfsemina. Vonandi barf sem minnst á henni að halda en gott er að vita af henni. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hefur útibú í Neskaupstað. Það hefur aðstöðu í loðnubræðslu S-V.N. Útibúið sinnir margs konar sýnatökum og rannsóknum á hrá- efni og afurðum og þjónar útgerð- arstöðum á Austfjörðum. Lítið er um smáfyrirtæki við veiðar og vinnslu í Neskaupstað, ef frá eru taldar trillur og smábátar sem í sjálfu sér eru smáfyrirtæki. Menn hafa sett á laggirnar harð- fiskverkun en hún hefur lognast út af þó ýmsir hafi spreytt sig á henni. Fiskréttaframleiðsla var sett hér á laggirnar og þótti fram- leiðslan ágæt. En framleiðslan lagðist af afeinhverjum ástæðum. Stærri bátar í einkaeign eru ekki til lengur í Neskaupstað. Þeir voru fjölmargir lengst af alla öldina en tók mjög að fækka á 7. áratugn- um. Á 8. áratugnum hélt þeim áfram að fækka og á þessum ára- tug var Magnús NK 72 einn eftir. hann var svo seldur til Grinda- víkur á síðasta ári. 3 fyrirtæki stunda nú fiskvinnslu í Neskaupstað auk Síldarvinnsl- unnar. Þau eru Máni hf., Ness hf. og Saltfang hf. Máni er með síldarsöltun. Þar voru saltaðar í fyrra 4400 tunnur, starfsmannafjöldi er mjög breyti- legur eins og alltaf þegar síldar- söltun er annars vegar. Ness var stofnað á haustmán- uðum 1987, og fyrstu mánuðina var unninn fiskur í salt. Frá upphafi var áformað að hraðfrysta þegar frá liði. í fyrra haust hófst svo síldar- frysting og voru fryst samtals rúm- lega 1000 tn. af síld, þar af 730 tn. i W Landsbanki Hafnarbraut 20 i fk íslands Neskaupstað Æ LS Banki allra landsmanna Sími71575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.