Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 60

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 60
564 ÆGIR 10/89 BÓKAFREGN Áhugaverð bók í jólabókaflóðinu ■ eru ávallt nokkrar minningabækur. Þessar bækur njóta töluverðra vinsælda og er ég einn af þeim sem les nán- ast allar þær sem ég næ í. Ég varð því undrandi þegar ég rak augun í endurminningabók á borði hjá kunningja mínum hjá Fiskifélag- inu sem heitir „Jól á Halanum" og ég kannaðist ekki við. Þegar ég fór að athuga hana nánar kom í Ijós að hér voru komnar endur- minningar Hans Pauli Johannesen eins þekktasta togaraskipstjóra Færeyinga á þessari öld. Nafn bókarinnar kom til af því að hann fór í áraraðir jólatúra á Halann til að gera góða sölu í Englandi í árs- byrjun. Ekki stóð á því að fá bók- ina lánáða og hafði ég gaman af að lesa hana og finna sjávar- skvettur á hverri blaðsíðu þess utan að það er alltaf skemmtilegt að lesa færeysku af og til. Saga Hans Pauli er saga manns sem bæði lenti í mótbyr um ævina, en hafði líka ástæðu til að gleðjast. Þegar vel gekk var grunnt á öfundinni en hann þurfti líka að horfast í augu við rekstrarerfið- leika bæði sem útgerðar- og athafnamaður. Fjöldi mynda er í bókinni sem er 460 bls., en hún er jafnframt saga sjávarútvegsins í Færeyjum á þessari öld. Mér varð starsýnt á eina myndina en hún var af togaranum Skoraklett, en hann var einn af þeim gömlu togurum sem Færeyingar keyptu af íslendingum eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Hafði faðir minn verið einn af eigendum hans áður en Færeyingar keyptu hann og hét hann þá Kópanes en þar áður Hilmir. Færeyingar eru þekktir fyrir nýtni og það varð ýmsum eftirminnilegt þegar þeir breyttu nafninu í Skoraklett aðallega með því að setja Sfyrir framan Kópanes en nafnið er þá að mestu leyti komið. Bókin „Jól á Halanum" er ekki til sölu í bókabúðum en þegar ég ENDURMINNINGAR JÓL Á HALANUM talaði við starfsmenn hjá bókabúð Máls og menningar á Laugaveg- inum var mér bent á að þar starf- aði Færeyingur á skrifstofunni, Jón Finn að nafni og pantaði hann bækur erlendis frá þar á meðal fra Færeyjum. Halldór Halldórsson útvegsfræðingur FISKVERÐ Rækja Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á rækju, er gildir frá 1. október 1989 til 31. janúar 1990. Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi kr. pr. kg 1. 230 stk. og færri í kg 81.00 2. 231 til 290 stk. í kg 73.00 3. 291 til 350 stk. í kg ....................... 68.00 Undirmálsrækja, 351 stk. í kg o.fl. 30.00 Verðflokkun byggist á talningu trúnaðarmanns, sem til- nefndur er sameiginlega af kaupanda og seljanda. Verðið er miðað við að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 29. september 1989 Verðlagsráð sjávarútvegsins. FISKVERÐ Síld til frystingar og söltunar Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld til frystingar og söltunar á síldarvertíð haustið 1989. 1. Síld, 33 cm og stærri, hvert kg........... kr. 10.70 2. Síld, 30 cm að 33 cm, hvert kg kr. 9.00 3. Síld, 25 cm að 30 cm, hvert kg............ kr. 5.00 Greitt verði 10% álag á ofangreint verð á síld, sem kæld er í kössum eða körum og hæf er til vinnslu. Stærðarflokkun og gæðamat framkvæmist með sam- komulagi aðila. Verðið er miðað við síldina komna á flutningstæki vi hlið veiðiskips. Síldin skal vegin íslaus. Verðið er uppsegjanlegt frá 1. nóvember með viku fyrir vara. Reykjavík, 3. október 1989 Verðlagsráð sjávarútvegsms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.