Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 7
11/89 ÆGIR 567 48. FISKIÞING • 48. FISKIÞING • 48. FISKIÞING • 48. FISKIÞING Þorsteirm Gíslason: Setningarræða fiskimálastjóra Ráðherra, ágætu þingfuI Itrúar og aðrir gestir. Ég býð ykkur velkomin til 48. Fiskiþings. Sérstaklega býð ég velkomna nýja fulltrúa sem nú sitja Fiskiþing í fyrsta sinn. Ég vil minnast tveggja félaga okkar sem látist hafa á árinu, þeirra Helga Bergvinssonar skip- stjóra, er lést 16. maí sl. og Bald- urs Guðmundssonar útgerðar- manns, en hann lést 14. ágúst sl. Helgi Bergvinsson fæddist að Grund á Svalbarðsströnd við Eyja- fjörð, 26. ágúst 1918, sonur hjón- anna Sumarrósar Magnúsdóttur og Bergvins Jóhannssonar kennara. Hann hóf farsælan sjómanns- feril 15 ára að aldri, frá Hrísey. Tvítugur hélt hann til Vestmanna- eyja. Árið 1941 lauk hann stýri- mannanámi og hófst þá farsæll skipstjórnar- og útgerðarferill er stóð til 1980. Efst í hugum okkar er kynntumst honum, var glæsimennið Helgi Bergvinsson, frammistaða hans á m/s Stíganda VE; hans mikla góð- vild og hjálpsemi, til allra í leik og starfi. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum íslensks sjávarút- vegs, var virkur félagi í fiskideild Vestmannaeyja og sat Fiskiþing. Baldur Guðmundsson fæddist á ^atneyri við Patreksfjörð 14. maí 1911, sonur hjónanna Önnu Helgadóttur og Guðmundar Þórð- arsonar. Kornungur að aldri hóf hann sjómennsku. Minntist hann oft þessa tímabils með mikilli gleði og þakklæti til góðra félaga fyrir þann þroska er hann hlaut að veganesti. 25 ára fór hann í Samvinnuskól- ann. Að loknu námi, gerðist hann kaupfélagsstjóri á Patreksfirði og jafnframt framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Patreksfjarðar. Til Reykja- víkur fluttist Baldur 1943, þar sem hann stundaði útgerð um langt árabil, af framsýni og áræði sem varð til þess að á skipi hans, m/s Guðmundi Þórðarsyni, tókst fyrst að nota kraftblökk með árangri við íslenskar aðstæður. Baldur Guðmundsson var mikill félagsmálamaður, sannur og trúr Fiskifélagsmaður, sat Fiskijjing o& var lengi í stjórn Fiskideildar Reykjavíkur. Frá því seinasta Fiskiþing var haldið fyrir ári síðan, hafa 7 íslenskir sjómenn látist við skyld- ustörf. Bið ég viðstadda að rísa úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Undanfarnar vikur hefur farið fram undirbúningur 48. Fiski- þings. Á fjórðungsþingum og aðalfundum deilda, hefur farið fram kjör þingfulltrúa og frá hags- munaaðilum hafa verið tilnefndir fulltrúar á Fiskiþing til næstu 4 ára. Allnokkrir félaga okkar sem starfað hafa með okkur undanfarin ár, sumir í áratugi, hafa ekki gefið kost á sér til endurkjörs, ýmist vegna aldurs eða af öðrum ástæð- um. Ég flyt þeim þakkir okkar fyrir vel unnin störf í þágu Fiskifélags- ins og sjávarútvegsins og þá sem koma í þeirra stað býð ég vel- komna. Störf Fiskifélags íslands eru tvíþætt. Félagslega er það sjálf- stætt landsfélag alls sjávarútvegs- ins. Að landslögum veitir félagið hinu opinbera margvíslega þjón- ustu og er á þann hátt tengiliður stjórnvalda og útvegsins í heild. Þetta starf er framkvæmd í starfs- deildum félagsins. Að þessu leyti er félagið opinber stofnun. Árið 1984 og '85 var gert raun- verulegt félagsmálaátak. Starfs- menn Fiskifélagsins fóru víða, blésu að glæðum líflítilla deilda og stofnuðu nýjar. Þótt betur hefði mátt, var ánægjulegt nú á haust- mánuðum hve margir yngri og nýir félagar tóku þátt í starfinu. Víða er veruleg aukning. Kyn- slóðaskipti, sem fylgt hefur fersk- ari blær, og starfsvilji þróttmikilla félaga sqm nú endurnýja félags- málalífið ríkir af starfsvilja á þeim frjálsa og hlutlausa vettvangi sem Fiskifélag íslands býður upp á. Á nær átta tuga ára starfsferli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.