Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 11
11/89 ÆGIR 571 síst vegna of mikillar fjárbindingar í greininni. Augljóst var að bæði þurfti að grípa til sértækra og almennra aðgerða. Sértæku aðgerðirnar þurftu að beinast að endurskipu- lagningu í fjárhag sjávarútvegsfyr- irtækja og stuðla þannig að lækkun fjármagnskostnaðar og minnkun greiðslubyrði. Með því var skapað svigrúm til að laga reksturinn að þreyttum aðstæðum. Jafnframt var nauðsynlegt vegna þeirrar þenslu sem var í efnahags- lífinu, að beita sértækum aðgerðum meðgreiðslum úr Verð- jöfnunarsjóði, og hækkun á endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts. Við þau skilyrði sem ríktu í þjóðarbúskapnum á s.l. hausti var ekki hægt að búast við að miklar breytingar á gengi krónunnar skil- uðu tilætluðum árangri. Ef veruleg breyting hefði verið gerð á gengi krónunnar hefði jafnframt þurft að grípa til víðtækra lagasetninga með svipuðum hætti og gert var vorið 1983 til að koma í veg fyrir kollsteypu kostnaðarhækkana. Með stofnun Atvinnutryggingar- sjóðs útflutningsgreina og Hluta- fjársjóðs var ráðist í umfangs- miklar skuldbreytingar og stuðlað að endurfjármögnun margra fyrir- tækja jafnt í sjávarútvegi sem og annarri útflutningsstarfsemi. Atvinnutryggingarsjóður hefur nú gefið loforð fyrir rúmlega 5 mill- jörðum króna til skuldbreytinga og hagræðingar í rekstri. Gert er ráð fyrir að starfsemi sjóðsins Ijúki um næstu áramót. Ætla má, að fjár- hagsuppbygging þeirra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem hafa fengið fyrirgreiðslu hjá sjóðnum sé við- unandi og hlutfall veltufjármuna og skammtímaskulda sé í bærilegu jafnvægi. Hlutafjársjóður hefur á hinn bóginn aðstoðað ýmis undirstöðufyrirtæki í ákveðnum byggðarlögum við að endurskipu- leggja fjárhag sinn frá grunni. Margir lánadrottnar þessara fyrir- tækja hafa tekið virkan þátt í því uppgjöri sem fram hefurfarið. Það hafa þeir gert, annað hvort með niðurfellingu skulda, eða breyt- ingu skulda í hlutafé. Þá hafa eig- endur fyrirtækja gripið til þess ráðs að selja bæði skip og aðrar eignir til að tryggja áframhaldandi rekstur. Samhliða þessu hefurvíða verið safnað auknu hlutafé hjá einstaklingum, verkalýðs- og sveitarfélögum. Þessar ráðstafanir hafa verið gagnrýndar af ýmsum, án þess að bent hafi verið á aðrar færar leiðir. Kjarni málsins er sá að gjaldþrotum þessara fyrirtækja hefði fylgt mikil röskun á högum fjölmargra einstaklinga. Hags- munum lánadrottna hefði í flestum tilfellum orðið verr borgið hefði til þess komið. Allt frá síðasta hausti hefur raungengi krónunnar verið að lækka hvort sem notaður er mæli- kvarði launa eða verðlags. Þessi raungengislækkun hefur verið möguleg vegna þess jafnvægis sem hefur verið að myndast í efna- hagslífinu. Rekstrarskilyrðin hafa verið að batna á síðustu mánuð- um. Um þessar mundir áætlar Þjóðhagsstofnun að botnfisk- vinnslan sé rekin með um 0,5% hagnaði samanborið við 5,5% tap á öllu síðasta ári. Frystingin er að V mati stofnunarinnar rekin með rúmlega 2% hagnaði um þessar mundir m.v. tæplega 7% tap á öllu síðasta ári. Sami bati hefur ekki orðið í afkomu söltunar vegna verðlækkana á þessu ári og greiðslu tollatil Evrópubandalags- ins. Afkoma botnfiskveiða hefur versnað nokkuð frá síðasta ári en Þjóðhagsstofnun áætlar tap veið- anna nú um 3,5%. Skýra má þessa breytingu sem orðið hefur í afkomu útgerðarinnar með versn- andi afkomu bátaflotans en tap hans hefur samkvæmt mati Þjóð- hagsstofnunar aukist úr 8% á síð- asta ári í um 13% m.v. núverandi skilyrði. Hins vegar er útgerð tog- ara rekin með um 4% hagnaði sem er sama niðurstaða og varð á öllu síðastaári. Þóttmérsé Ijóst að afkoma bátaflotans sé verri en togaranna kemur þessi mikli munur á óvart. Nauðsynlegt er að leita án tafar skýringa á þessum mikla mun. Á næstu mánuðum eru fyrirsjá- anlegar ýmsar breytingar á starfs- skilyrðum sjávarútvegsins. Laun munu hækka um tæp 2,5% á næstu tveim mánuðum. Greiðslur verðbóta á freðfisk falla niður en jafnframt hefur gengið mjög á inn- stæður í Verðjöfnunarsjóði til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.