Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 12
572 ÆGIR 11/89 greiðslu verðbóta á aðrar afurðir. Tekinn verður upp virðisauka- skattur um næstu áramóta. Það mun hafa víðtæk áhrif og m.a. leiða til jafnari starfsskilyrða inn- lendra fyrirtækja og samræma þau því sem gerist erlendis en jafn- framt hafa í för með sér nokkra bindingu fjármuna. Endurgreiðsla á uppsöfnuðum söluskatti til sjáv- arútvegsins mun því falla niður um næstu áramót. Loks er nauðsyn- legt að draga enn frekar úr þorsk- afla á næsta ári - þriðja árið í röð. Þessi atriði munu að óbreyttu leiða til versnandi afkomu sjávar- útvegsins á næsta ári og því er nauðsynlegt að sem allra fyrst liggi fyrir sá efnahagslegi rammi sem sjávarútvegurinn þarf að búa við. Ég hef sagt það áður, að svigrúm til bættra lífskjara, verðurekki fyrir hendi á næsta ári fremur en verið hefur nú um nokkurt skeið. Allt tal um kjarabætur nú eru blekkingar einar. Á þessari stundu er mikil- vægast að verja lífskjörin sem við búum við í dag og jafnvel það getur reynst erfitt. Góð afkoma til frambúðar verður hins vegar aldrei tryggð, nema menn séu tilbúnir til að færa tímabundnar fórnir og taka þátt í uppbyggingarstarfi. Aflahorfur Hafrannsóknastofnun hefur komið með tillögur um hámarks- afla allra helstu nytjastofna á næsta ári. Stofnunin leggur til — þriðja árið í röð - að dregið verði úr þorskveiðum því árgangarnir frá 1986-1988 eru allir langt undir meðallagi. Á grundvelli til- lagna stofnunarinnar verða teknar ákvarðanir um heildarafla á næstu dögum. Á þessu ári var stefnt að því að heildarþorskaflinn yrði nálægt 325 þúsund lestum. Hinn 1. okt- óber s.l. höfðu um 280 þúsund lestir af þorski borist á land og má gera ráð fyrir að heildarþorskafl- inn verði á bilinu 330-340 þús- und lestir. Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskaflinn á árunum 1990 til 1991 fari ekki yfir 250 þúsund lestir hvort árið. Tillögur stofnunarinnar byggjast á því að hægt verði að byggja upp þorsk- stofninn. Hins vegar eru sterkar líkur á því að á árunum 1991 og 1992 komi hingað til hrygningar hluti af þeim þorski sem rak til Grænlands sem seiði árið 1984. Hvort af því verður og þá í hve miklum mæli ræðst af því hve mikið verður veitt af þessum stofni við Grænland. Stofnunin mun fylgjast með veiðunum við Græn- land og endurskoða tillögur sínar með tilliti til veiðanna þar. Ég hef oft sagt það áður að nauðsynlegt sé að nýta Grænlandsgönguna til að byggja upp þorskstofninn en ekki að endurtaka leikinn frá árunum 1980 og 1981 þegar síð- asta ganga kom frá Grænlandi og veiðin var stóraukin. Á síðasta ári voru aflaheimildir í karfa lækkaðar úr 85 þúsund lestum í 77 þúsund lestir. Um síð- ustu mánaðamót var karfaaflinn orðinn 61 þúsund lestir og má gera ráð fyrir að heildaraflinn verði örlítið hærri en að var stefnt - eða um 80 þúsund lestir. Haf- rannsóknastofnun leggur ekki til breytingar á karfaveiðum á næsta ári. Á þessu ári var gerð tilraun með veiðar á úthafskarfa. Til- raunin þótti takast nokkuð vel eftir að byrjunarörðugleikarnir höfðu verið yfirstignir og má því búast við að framhald geti orðið á þessum veiðum á næsta ári. Aflaheimildir í grálúðu voru miðaðar við 30 þúsund lesta heildarafla á þessu ári. Annað árið í röð virðist heiIdaraflinn ætla að fara langt fram úr þeim mark- miðum sem sett voru þrátt fyrir að hámark hafi verið sett á grálúðu- veiðar sóknarmarkstogara. Um síðustu mánaðamót var heildar- grálúðuaflinn orðinn 54 þúsund lestir en gera má ráð fyrir að heildaraflinn á þessu ári verði nokkuð hærri eða u.þ.b. 58 þús- und lestir. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að grálúðuaflinn verði skorinn niður í 30 þúsund lestir á næstu tveim árum og er því Ijóst að grípa verður til enn frekari tak- markana á veiðum sóknarmarks- skipa á næsta ári. Hafrannsóknastofnunin hefur lokið athugunum sínum á ástan 1 úthafsrækjustofnsins. Leggur stofnunin til að heildaraflinn ver 1 óbreyttur á milli ára eða 20 þuS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.