Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 27
11/89 ÆGIR 587 setja afurðir okkar í ríkara mæli sem merkjavöru. Það er staðreynd að stærstur hluti neytenda á íslenskum fiski veit ekki hvaðan fiskurinn kemur sem hann er að borða. Það verður hins vegar tæp- lega gert nema með því að selja fiskinn í auknum mæli á neyt- endamarkaði. Tilbúnir sjávarréttir hafa þótt vænlegur kostur í því sambandi. Það er staðreynd að með ört vaxandi örbylgjuvæð- ingu heimilanna vex eftirspurn eftir fljótgerðum réttum sem henta í örbylgjuofninn. Útfl utn ingsráð íslands hefur m.a. gert nokkrar kannanir á mörkuðum fyrirtilbúna frysta sjávarrétti. Þær benda til ört vaxandi markaðar í mörgum löndum meginlandsins. í Þýska- landi er áætlað að neysla þessarar rétta hafi nærfellt þrefaldast á sl. 4 árum og verði í ár um 41 þúsund tonn. Svipaða sögu er að segja um t.d. Svíþjóð. Hér á landi hefur gætt tilhneigingar til alhæfinga varðandi markaðssetningu sjáv- arafurða. Ein þessara er sú að vonlaust sé að framleiða slíka rétti hérlendis og selja á erlendum mörkuðum. Víst er það rétt að stríðskostnaður smásölumarkaðar- ins er hár, sérstaklega í Bandaríkj- unum, samanborið við t.d. þá heildsölumarkaði sem við nú seljum mest á. Hins vegar má fara að deila um það hvað sé smásölu- og hvað heildsölumarkaður. Til- hneiging í matvæladreifingu er sú að verslanakeðjur með mið- stýrðum innkaupum stækka á kostnað smærri verslana. Þess vegna er ekkert á móti því að við getum selt íslenskan fisk í smá- sölupakkningum til slíkra stórfyrir- tækja, sþr. viðskipti Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna við Marks & Spencer í Bretlandi. Það er almenn skoðun markaðssér- fræðinga, að vaxtarbroddur mat- vælaiðnaðarins á næstu árum verði í tilbúnum fiskréttum. Varð- andi fullvinnslu sjávarafurða ættum við t.d. að hafa í huga að rúmlega þriðjungur af fiskneysiu í Bandaríkjunum og Þýskalandi er fisklagmeti. Það sem gerir framleiðslu tilbú- inna sjávarrétta hér á landi væn- legan kost er að í slíka rétti væri unnt að nýta vöru sem í dag fer í marning eða er ekki nýtt. Oft hefur t.d. verið á það bent að við gætum tífaldað framleiðslu okkar á marn- ingi. í dag fara um 50 þúsund tonn af fiskhausum í mjölvinnslu. Eftir mikið þróunarstarf hefur fyrirtæk- inu Kvikk tekist að smíða vél sem gerir kleift að vinna a.m.k. 600 þúsund tonn af marningi á ári úr þessu hráefni en athuganir benda til þess að hann geti nýst í ýmiss konar fiskborgara og fiskbollur. Unnt er að vinna bragðgóðan krabbamarning úr trjónukrabba. Skelfiskur og sæsniglar geta nýst sem fyllingar í sjávarrétti eða súpur. Þannigopnastýmsirmögu- leikar með því að vinna fiskrétti hér heima, ef við á annað borð viljum nýta slíka möguleika. Við eigum betra hráefni en samkeppn- isaðilarnir og við eigum að geta skapað betri ímynd en flestir þeirra hvað varðar heilnæmi afurðanna. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins getur lagt sitt að mörkum við uppbyggingu á þessu sviði. í nýju tilraunaeldhúsi stofnunarinnar er nú komin fyrsta flokks aðstaða til vöruþróunar og eru verkefni þegar í gangi. Við þurfum hins vegar að gera átak í þessum efnum og virkja einstaklinga, fyrirtæki og samtök. Ég geri mér grein fyrir því að það felst engin töfralausn í full- vinnslu sjávarafurða á íslandi. Hins vegar stöndum við á tíma- mótum og erum villuráfandi um það hvaða stefnu við eigum að taka. Ég fæ ekki betur séð en að bilið á milli úrvinnslustigsins í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.