Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 30
590 ÆGIR 11/89 „Nefndin leggur áherslu á, að skólinn verði í eigin húsa- kynnum, sem yrðu samboðin þeim sessi, sem íslenskur fiskiðnaður skipar í íslensku atvinnul ífi." „Nauðsynlegt er einnig, að skólinn starfræki fiskverkunar- stöð. Stærð, afkastagetu og vélakost fiskvinnslustöðvar- innar skal miða við það, að hún geti verið sem fullkomnust æfingastöð í meðferð á fiski." „Nefndin telur, að fisk- vinnslufræðingur eigi að hafa staðgóða þekkingu á sem flest- um sviðum fiskvinnslu." „Fiskiðnskólanefnd telur að ströng inntökuskilyrði muni auka virðingu fyrir skólanum og fiskiðnaðinum í heild og verða til þess að laða hæfa nemendur að skólanum." Þann 31. okt. 1968 er Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins falið af sjávarútvegsmálaráðherra að stofna til fiskiðnaðarnámskeiða er orðið gætu grundvöllur að fiskiðn- skóla. Hófst námskeiðahaldið með námskeiði í hreinlætis- fræðum haustið 1969. Lög um fiskvinnsluskóla eru síðan samþykktá Alþingi 15. apríl 1971. Lagafrumvarpið var samið af nefnd undir forsæti Andra ísaks- sonar forstöðumanns skólarann- sókna menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið skipaði nefndina í júní 1970 til að kanna stöðu tæknimenntunar innan skólakerfisins og eðlileg tengsl hinna ýmsu fræðslustiga og átti nefndin að gera tillögur um endur- bætur í þessum efnum. Tillögur nefndarinnar er samdi lagafrumvarpið byggðu m.a. á framangreindu Nefndaráliti um fiskiðnskóla á íslandi en einnig á álitsgerðum Sigurðar B. Haralds- sonar efnaverkfræðings hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins er komu út í desember 1970. Þær nefndust: I. Skólar og námsáætl- anir fyrir sjávarútveg og II. Tillaga um fiskiðnskóla á íslandi. Hafa lögin verið í gildi síðan (með síðari br., L. 18/1981). Sig- urður B. Haraldsson var ráðinn skólastjóri Fiskvinnsluskólans og hefur gengt þeirri stöðu síðan. Um skólann segir í lögunum: „Megin hlutverk skólans skal vera að veita fræðslu í vinnslu sjávarafla." „Skólinn skal útskrifa fisk- iðnaðarmenn, fiskvinnslu- meistara og fisktækna." Lögin hafa aldrei að fullu komist til framkvæmda né þeim breytt þó þörf hafi verið á. Til dæmis á skól- inn að útskrifa fiskvinnslumeistara en aldrei hefur verið boðið upp á slíkt nám við skólann. Þá má einnig nefna að tilgreindar eru í lögunum einstakar bóklegar og verklegar námsgreinar sem kenna á við skólann. Fiskvinnsluskólinn hefur á sínum tæpu 18 árum útskrifað um 290 fiskiðnaðarmenn og um 85 fisktækna. Frá árinu 1979 hefur skólinn einnig útskrifað um 500 nemend- ur af saltfiskmatsnámskeiðum, um 200 nemendur af skreiðarmats- námskeiðum, um 160 nemendur af síldarmatsnámskeiðum og um 63 nemendurafferskfiskmatsnám- skeiðum. Þá hefur skólinn haldið nokkurn fjölda annarra sérnám- skeiða á tímabilinu (Mynd 1). Sjávarútvegsráðuneytið hafði aftur árið 1986, ásamt aðilum vinnumarkaðarins, forgöngu um að hrinda af stað starfsfræðsluátaki í fiskiðnaði. Námskeiðin hófust í september það ár og hafa frá þeim tíma um 5.500 fastráðnir fisk- vinnslumenn sótt námskeiðin. Eftir þriggja vikna bóklegt og verk- legt nám fá nemendur starfsheitið sérhæfðurfiskvinnslumaður. (Mynd 2). Mynd 1. Fiskvinnsluskolinn r Fiskiðnaðarmenn Fisktæknar 5. annir 4. annir némslími er samtals 9. annir Mynd 2. Saga fagmenntunar í fiskiðnaði á íslandi Fiskiðnaðamámskeið sjávarútvegsmálaráðuneytisins 1947 Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði 1971 Starfsfræðslunámskeið fiskvinnslunnar 1985/1986 Sjávarútvegsfræði við Háskólann áAkureyri 1989 ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.