Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 51

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 51
11/89 ÆGIR 611 100 bar þrýsting og 1450 sn/mín. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum vökvaþrýstidælum í vélarúmi er kælikerfi (frystikerfi) frá Henry Soby fyrir frystitæki og frystilestar, kælimiðill Freon 22. Kæliþjöppur eru þrjár, ein af gerð TDS163LE, knúin af 100 KW Schorch rafmótor, afköst 153200 kcal/klst (178.1 KW) við h-37.5°C/-/+25±25°C; ein af gerð RMF120-3E, knúin af 68 KW Schorch rafmótor, afköst 94000 kcal/klst (109.3 KW) við +37.5°C/-/ + 25°C; og ein af gerð RMF120-3E, knúin af 46/60 KW Schorch rafmótor, afköst 94000 kcal/klst (109.3 KW við +37.5°C/-/+25°C. Auk þess er ein minni kæliþjappa fyrir lestarkælingu, Bitzer GA-4T-KG, afköst 20250 kcal/klst við +10°C/-/+25°C. Fyrir mat- vælageymslu eru tvær rafdrifnar Dorin kæliþjöppur, kælimiðill Freon 12 fyrir kæli og Freon 502 fyrir frysti. íbúöir: íbúðarými er samtals fyrir 26 menn, í fjórum eins- manns klefum og ellefu 2ja manna klefum, auk sjúkraklefa. Allir klefar eru með sérsnyrtingu. Fremst á neðra þilfari er hlífðarfata- og þvottaklefi, ásamt salernisklefa; og stigagangur, sem tengir saman íbúðir í þilfarshúsum á efra þilfari. í þilfarshúsi, s.b.-megin á efra þilfari, er setustofa og borðsalur (samliggjandi) fremst, eldhús, þá mat- vælageymslur, þ.e. ókæld geymsla, kæli- og frysti- geymsla aftast. í þilfarshúsi, b.b. megin á efra þilfari, eru fjórir 2ja manna klefar. í íbúðarými á bakkaþiIfari er íbúð skipstjóra (svefnklefi, setustofa og snyrting) fremst s.b.-megin og þar aftan við tveir einsmanns klefar og geymslu- rými aftast. B.b- megin eru fimm 2ja manna klefar og sjúkraklefi aftast. Fyrir miðju í þessu rými er sauna- klefi og snyrting með salerni og sturtu fremst, þá setu- stofa, salernisklefi, símaklefi, tveir2ja manna ogeinn eins-manns klefi aftast, aftan við íbúða- og stiga- ganga. í brúarreisn er salernisklefi sem gengur upp í brúna. íbúðir eru einangraðar með 150 mm steinull og klætt er með eldtefjandi plasthúðuðum spónaplötum. Vinnuþilfar (fiskvinnslurými): Vökvaknúin fiskilúga (tvískipt) er framan við skut- rennu og veitir aðgang að fjórskiptri fiskmóttöku, um 80 m3 að stærð, aftast í fiskvinnslurými. Sérhvoru aðalhólfi móttöku er skipt með deiliþili, og er fæð- ingu í deilihólfin stjórnað með vökvaknúinni loku aft- ast á þilinu. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skut- rennuloka, sem er felld lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt að framan og á henni fjórar vökva- knúnar rennilúgur. Fiskmóttaka á vinnsluþilfari. Framan við fiskmóttöku eru fimm blóðgunarker með hallandi botni og vökvaknúnum lúgum til losun- ar. Frá móttöku flyst aflinn með færibandakerfi upp í blóðgunarkörin. Milli móttöku og blóðgunarkara eru aðgerðarborð fyrir handaðgerð. Þegar fiskur er ein- ungis blóðgaður, er hann blóðgaður við aftara færi- bandið, en fer síðan um rennu á færiband undir ofangreindu bandi. I skipinu eru tvær megin vinnslurásir, auk meltu- vinnslu, þ.e. flakavinnsla (bolfiskur) og herlfrysting (karfi og grálúða). Einnig er sjálfstæð flutningslína fyrir smáfisk að lóðréttum frysti. Fiskvinnslulína fyrir bolfiskflök er b.b.-megin á vinnsluþilfari. Úr blógðunarkerum erfiskinum hleypt inn á lárétt færiband, sem flytur síðan að jötu við slægingar- og hausunarvél. Eftir slægingu og hausun flyst fiskurinn með færibandi að flökunarvél, því næst tekur roðflettivél við og síðan fara flökin í snyrtingu, pökkun og vigtun. Pakkarnir eru síðan frystir í þremur láréttum plötufrystum. Fiskvinnslulína fyrir heilfrystan fisk (karfi, grálúða) er s.b.-megin á vinnsluþilfari. Eftir slægingu og hausun í sérstakri hausunarvél flyst fiskurinn með færibandi í þvottakar, litunarkar, að flokkunarað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.