Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 7
12/89 ÆGIR 623 orðið um það bil 325 þúsund lestir. I reglugerð um veiðar á úthafs- rækju er gert ráð fyrir að heildar- rækjuafli fari ekki yfir 23 þúsund lestir, en var 36 þúsund lestir 1988. A sl. ári skipaði sjávarútvegs- ráðherra nefnd samkvæmt tilnefn- ingu þingflokka og helstu hags- munaaðila í sjávarútvegi, til að undirbúa tillögur um fyrirkomulag fiskveiðistjórnar að loknum gildis- tíma núgildandi laga. Nefnd þessari var skipt í fjóra hópa og fékk hver hópur viss atriði til umfjöllunar. Sl. sumar skiluðu hóparnir áliti eftir að hafa fjallað allítarlega um viðfangsefnin. Framlagðar niðurstöður hópanna voru býsna samstiga, þótt ekki væru allir nefnarmenn fyllilega sáttir við endanlega afgreiðslu. í Ijósi þessara álita hafa nú verið samin frumdrög að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða. Þarna er um verulegar breyt- ingar að ræða og margar spurn- ingar settar fram sem erfiðar munu reynast við lokagerð. Tekist hefur að kynna helstu breytingar sem fram eru settar og nú hefur þessu frumvarpi verið dreift hér ásamt skýringum og spurningum. Nú er það fiskiþings að álykta og gera til- lögur. Von mín er sú að þetta mál fái góða umfjöllun á þessu þingi og frá ykkur komi sem fyrr, leið- andi tillögur um þær leikreglur sem reynsla ykkar segir til um. Afkomu- og markaðsmál Ekki verður annað sagt en að við höfum búið við allgóðan afla- feng á liðnum 4 árum, þar sem afl- ast hefur að meðaltali 1.675 þús- und lestir á ári. Sveiflan milli ára hefur verið u.þ.b. 8%, frá lægsta ári til þess hæsta. Það verður heldur ekki sagt að miklar sveiflur hafi verið í þorskafla á sl. 3 árum; 366 þúsund lestir 1986, 390 þús- und lestir 1987 og 376 þúsund lestir 1988. Sveiflan er um 3% frá meðaltali áranna, miðað við afla 1987 sem var mestur þessara 3ja ára. Ætla mætti, ef aðeins væri litið á þessar tölur, að afkoma útgerðar hefði getað verið nokkuð viðhlít- andi, en ekki er einhlítt að líta á aflatölur einar þegar lagt er mat á afkomu útgerðar, eins og málum er háttað í þjóðfélaginu. Koma þar til mörg samverkandi áhrif. Ég ætla mér ekki í þessu máli mínu að telja þau hér upp eða skil- greina, slíkt tæki of langan tíma. Þó skal hér getið eins. Með stöðugum hallarekstri glat- ast eigið fé fyrirtækja og einstakl- inga, sem aftur skapar aukna þörf fyrir lánsfé, sem síðan leiðir af sér hækkun fjármagnskostnaðar. Þetta er einfalt dæmi. Fjármagn er dýrt hér á landi, þannig að nú er svo komið að sá liður í rekstri er orðinn ógnvekjandi. Fiskiþing hefur um langan tíma varað við þessu. Alvarlega hefur verið varað við stöðugri verðbólgu, sem er einn mesti ógnvaldur heilbrigðum atvinnurekstri. Ætla verður að nú sé kominn tími til að allir aðilar hins margumtalaða vinnumarkað- ar, sem og forsjármenn Alþingis og ríkisvalds, taki höndum saman og leiti at alvöru og einlægni að leiðum til úrbóta. Hér liggur við heill og hamingja þjóðarinnar. Þá verður ekki fram hjá því gengið að nauðsynlegt er að leita árangursríkra leiða til minnkunar skipastólsins. Um langan tíma var aðalmark- aður okkar fyrir frystan fisk í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sá markaður, sem var hinn hagstæð- asti, er okkur nú erfiður vegna óstöðugleika dollars og lækkunar hans á heimsmarkaði, svo og þeirrar truflunar sem varð fyrir til- stuðlan óvæginnar baráttu Græn- friðunga. Útflutningur þangað minnkaði því verulega. Nú virðist þessi markaður vera að taka við sér. Bætt staða dollars kemur að sjálfsögðu til með að hafa þar áhrif. Verð hefur verið nokkuð stöðug. Óvarlegt mun þó að spá verðhækkun á flökum næstu vikur. Vonir standa til að svo geti orðið þegar líður á. Blokk- arverð hefur bó þokast upp á við. Vegna óstöðugleika Bandaríkja- markaðar, hefur Evrópumarkaður orðið þýðingarmeiri. Vonirstanda til að hann verði okkar þýðingar- mesta markaðssvæði í framtíðinni. Það á við um alla markaðsvöru okkar. Það er undir því komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.